Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 10
12. desember 2009 LAUGARDAGUR
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum
í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Um er að ræða 7 sæti í stjórn
og 82 í trúnaðarráði.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt
erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR.
Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í
stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt
á kjorstjorn@vr.is.
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 31. desember 2009.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar eru á vef VR www.vr.is.
Þá er hægt að leita frekari upplýsinga hjá kjörstjórn VR með því að hafa
samband við skrifstofu félagsins.
Hefur þú áhuga á að
starfa í forystu VR?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Flottir símar í jólapakkana
Kynntu þér frábær símatilboð hjá Vodafone.
Ókeypis myndataka með froskinum okkar í
Smáralind í dag frá kl. 13 – 16. Flott í jólakortið.
Kláraðu pakkann
hjá okkur
Nokia 2330
0 kr. útborgun
1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði og
1.000 kr. inneign á mánuði fylgir
Staðgreitt: 13.900 kr.
Essasú bolir
790 kr.
Frábær hugmynd fyrir jólasveininn.*
2 miðar
á Bjarnfreðarson*
*meðan birgðir endast
Froska
jólapappír og
spjöld fylgja
tilboðum
*meðan birgðir endast
SAMGÖNGUMÁL Tæplega níutíu prósent grunnskóla-
barna í Grafarvogi og á Kjalarnesi fara fótgangandi
í skóla. Þetta kemur fram í könnun um ferðavenj-
ur Reykvíkinga, sem umhverfis- og samgöngusvið
Reykjavíkurborgar lét Capacent Gallup gera fyrir
sig í nóvember. Hlutfallið er rúmum tuttugu pró-
sentum hærra þar en í öðrum hverfum borgarinn-
ar, en hverfisráð Grafarvogs hefur tekið upp græna
samgöngustefnu.
Sams konar könnun var gerð fyrir borgina í fyrra.
„Þar kom fram að í sumum hverfum hefur skapast
hálfgerður vítahringur. Foreldrar þora eiginlega
ekki annað en að keyra börnin sín í skólann af því
að þeir eru hreinlega hræddir um að þau verði fyrir
bíl,“ segir Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar. Hann lagði til í umhverfis- og
samgönguráði borgarinnar eftir könnunina í nóvem-
ber í fyrra að mótuð yrði slík stefna fyrir borgina í
samvinnu við hverfin. Það náði ekki fram að ganga
strax, en var samþykkt á fundi ráðsins síðastliðinn
þriðjudag.
Dofri sat einnig í hverfisráði Grafarvogs og var
málið tekið upp þar í millitíðinni og einróma sam-
þykkt. „Mér var falið að stjórna vinnunni og það
skapaðist gríðarleg stemning fyrir þessu í hverf-
inu.“ Stefnan fólst bæði í því að hvetja foreldra til
að ganga með börnum sínum í skólann, og hvetja þá
til að sameinast um að keyra börnin, til að minnka
umferð. Stefnan var kynnt fyrir foreldrum og börn-
um í haust.
Tillagan um græna samgöngustefnu var einróma
samþykkt í umhverfis- og samgönguráði síðastliðinn
þriðjudag. „Það þýðir að nú mun umhverfis- og sam-
göngusvið muni bjóða öllum hverfisráðum borgar-
innar aðstoð við gerð samgöngustefnu,“ segir Dofri.
„Ég á von á að hverfisráðin taki því tilboði fagnandi.
Það vilja allir draga úr umferð í hverfunum.“
thorunn@frettabladid.is
Meirihluti barna
gengur í skólann
Tæp 90 prósent barna í Grafarvogi og á Kjalarnesi ganga í skólann samkvæmt
könnun. Hverfisráð kynnti græna samgöngustefnu fyrir foreldrum í haust.
GENGIÐ Í SKÓLANN Langflest börn í Grafarvogi og á Kjalar-
nesi gengu í skólann í nóvember. Hlutfallið er töluvert lægra í
öðrum hverfum, og lægst er það í Miðborg og Hlíðum.
MYND/TEITUR
ÍSRAEL, AP Ísraelsþing hefur til með-
ferðar frumvarp að lögum um að
bera þurfi undir þjóðaratkvæða-
greiðslu friðarsamkomulag við
Palestínumenn, ef það felur í sér að
Ísraelar gefi eftir yfirráð sín í aust-
urhluta Jerúsalemborgar eða á Gól-
anhæðum.
Verði frumvarpið að lögum bind-
ur það hendur ísraelskra stjórn-
valda til að gera samkomulag við
Palestínumenn. Frumvarpið var
samþykkt í fyrstu umferð, en enn
þarf þingið að fjalla tvisvar um
þetta frumvarp.
Á þriðjudag sendu utanríkisráð-
herrar Evrópusambandsins frá sér
yfirlýsingu, þar sem ítrekuð er sú
afstaða sambandsins að ekki verði
fallist á að Ísraelar innlimi austur-
hluta Jerúsalems, sem hertekinn
var í stríðinu 1967.
Utanríkisráðherrarnir hvetja
þess í stað Ísraela og Palestínumenn
til að deila með sér Jerúsalem, sem
gæti þá orðið höfuðborg bæði Ísra-
els og væntanlegs Palestínuríkis.
Ísraelska utanríkisráðuneytið
brást harðlega við þessari yfirlýs-
ingu, og sagði hana ekki líklega til
að auðvelda friðarviðræður.
Palestínustjórn aftur á móti hefur
tilkynnt að hún muni sniðganga
allar vörur, sem framleiddar eru á
ísraelskum landtökusvæðum á Vest-
urbakkanum. - gb
Ísraelsþing vill þjóðaratkvæðagreiðslu um afsal Austur-Jerúsalem:
Torveldar gerð samkomulags
JERÚSALEM Evrópusambandið vill að
Jerúsalem verði höfuðborg tveggja ríkja.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP