Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 12

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 12
12 12. desember 2009 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Þetta málþing er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að átta sig á málum sem tengj- ast væntanlegu háskólasjúkrahúsi, staðsetningu og byggingu,“ segir Gestur Ólafsson, einn aðstand- enda málþingsins, Nýr Landspítali – hvar, hvernig og fyrir hverja. Gestur segir að mikil viðbrögð sem hann og Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í framkvæmda- nefnd um byggingu nýs Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, hafi fengið við aðsendri grein í Morgunblaðinu hafi sannfært þá um að þörfin fyrir málþing væri til staðar. Í greininni er meðal annars bent á að ódýrara væri að reisa nýtt sjúkrahús austar í borginni en á reitnum sem nú er um rætt, við Hringbrautina. Gest- ur gagnrýnir að ljúka eigi hönnun hússins áður en lokið hefur verið við skipulag svæðisins og bendir á að alls ekki ríki einhugur um stað- setningu sjúkrahússins. Á málþinginu taka til máls ein- staklingar frá ýmsum geirum sem tengjast byggingu þess. Má þar nefna Sigurð Guðmundsson, forseta Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, sem ræða mun fyrir hvern og hverja spítalinn er, Sigríði Kristj- ánsdóttur skipulagsfræðing sem ræða mun staðsetningu nýja spítal- ans og Magnús Skúlason, formann Íbúasamtaka miðborgarinnar, sem mun ræða samspilið við nágrenni spítalans. Málþingið hefst klukkan 10 á laugardag og því lýkur klukk- an 15. Það er haldið í húsi Íslenskr- ar erfðagreiningar. Aðgangur er ókeypis. - sbt Málþing fyrir alla er áhuga hafa á málefnum nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss: Ekki einhugur um staðsetninguna LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT Staðsetning nýrrar byggingar verður til umræðu á málþingi á morgun. Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með til leigu tiltekin rými í verbúðum við Grandagarð í Reykjavík. Í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og Faxaflóahafnir sf. gera ráð fyrir því að í leigurýmunum verði starfsemi sem dragi að fólk og stuðli að fjölbreyttu mannlífi við Gömlu höfnina. Örfirisey var í eina tíð þekkt aðsetur kaupmanna og hefur á seinni árum eflst mjög á nýjan leik sem vettvangur verslunar, viðskipta og þjónustu. Þarna er líka og verður miðstöð blómlegs sjávarútvegs í höfuðborginni og merkilega menningarstarfsemi er þar líka að finna. Húsnæðið verður leigt í því ástandi sem það er. Leigjendum er ætlað að annast innréttingu húsnæðisins að fengnu samþykki Faxaflóahafna sf. og viðeigandi yfirvalda. Væntanlegir leigusamningar verða án tímamarka en með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Leigugjald verður 550 krónur +vsk. fyrir hvern fermetra á mánuði. Rýmið sem leigt verður út: randagarður 13: 35 fermetrar. Grandagarður 15: 139 fermetrar. Grandagarður 17: 69 fermetrar. Grandagarður 19: 104 fermetrar. Grandagarður 21: 104 fermetrar. Grandagarður 25: 104 fermetrar. Grandagarður 29: 104 fermetrar. Grandagarður 35: 104 fermetrar. Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. fyrir mánudaginn 11. janúar 2010 og skal þar jafnframt gerð skilmerkileg grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi eða rekstri í viðkomandi verbúðarrými. Nánari upplýsingar veitir Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna, í síma 525 8900. Verbúðir við Grandagarð Tækifæri til athafna í Örfirisey A T H Y G L I GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 39 89 1 FÉLAGSMÁL Alþýðusamband Íslands afhenti á dögunum jóla- aðstoð Rauða krossins hálfa millj- ón króna í styrk. Það var Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem afhenti Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra Rauða krossins, styrkinn. Jólaút- hlutun Rauða krossins fer fram í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og fleiri aðila. Úthlutun fer fram um allt land og meðal þess sem er úthlut- að er matur og fatnaður. - þeb Alþýðusamband Íslands: Styrkti aðstoð Rauða krossins Skemmdarverk unnin á húsi Rauðu lakki var skvett á hús Steingríms Wernerssonar í Fossvogi aðfaranótt föstudags. Í pósti þar sem tilkynnt er um verkið er tekið fram að á næstunni eigi að gera slíkt hið sama við hús Bjarna Benediktssonar og Karls Wernerssonar. LÖGREGLUFRÉTT STJÓRNSÝSLA Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, segir að þrátt fyrir að nægum fjölda undirskrifta hafi verið safnað sé ekki hægt að efna til nýrrar íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík vafningalaust. „Þetta er ekki ákvörðun sem er bara á milli bæjarins og íbúanna heldur er þetta mál sem snýr að skipulagi þriðja aðila – sem er fyrir- tækið Rio Tinto. Næsta skrefið er að taka upp viðræður við álverið um skipulagið,“ segir Lúðvík. Eins og kunnugt er felldu Hafn- firðingar naumlega í íbúakosningu deiliskipulagstillögu sem fól í sér stækkun álversins. Stuðningsmenn stækkunar söfnuðu undirskriftum til að fá kosninguna endurtekna og fyrir liggur undirskriftalisti sem uppfyllir viðmið þar að lútandi í samþykktum bæjarins. En Lúðvík segir að áður ný kosning geti farið fram þurfi að fá á hreint hvernig álverið vilji haga skipulagsmálun- um. Skipulagsstjóri bæjarins hafi þegar rætt við fulltrúa álversins. „Hann gerði okkur grein fyrir því í bæjarráði um daginn og í framhaldi af því var honum falið að ganga frá formlegum spurning- um sem snúa að þessu máli þannig að þá komi formleg og efnisleg svör við þessum atriðum sem liggja þá fyrir til grundvallar þegar næstu ákvarðanir verða teknar um vænt- anlega kosningu og tímasetningu á henni. Það þarf að liggja fyrir alveg á hreinu á hvaða forsendum það er lagt fyrir og kynnt sem íbú- arnir eiga þá að kjósa um,“ segir bæjarstjórinn. Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Alcan á Íslandi, segist hins vegar telja að varðandi íbúa- kosninguna sé boltinn meira hjá bænum en álverinu. Í raun hafi álverið enn ekki fengið formlegt svar við ósk sinni um breytinguna á deiliskipulaginu sem kosið var um vorið 2007. „Við hittumst og fórum yfir stöð- una með skipulagsfulltrúanum og það eru engar frekari spurningar frá þeim, held ég. Við sögðum við þá eins og við höfum sagt við alla að við getum í sjálfu sér ekki svar- að því hér og nú hvort að af þessu geti orðið. Verkefnið er engu að síður spennandi. Ein af forsend- unum fyrir því að taka það aftur til alvarlegrar skoðunar er að það liggi þá fyrir að það sé einhver möguleiki,“ segir upplýsingafull- trúi Alcan. gar@frettabladid.is Bíða svara frá Alcan fyrir álverskosningu Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir álverið í Straumsvík þurfa að svara ýmsum spurningum formlega áður en efnt verði til nýrrar íbúakosningar um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi Alcan átti hins vegar ekki von á fleiri spurningum. ÓLAFUR TEITUR GUÐNASON LÚÐVÍK GEIRSSON STÆKKUNIN Kosið var um það vorið 2007 hvort álverið í Straumsvík fengi að stækka athafnasvæði sitt austur fyrir núverandi Reykjanesbraut eins og sést á þessari mynd, þar sem stækkun álversins hefur verið bætt inn á hægra megin. MYND/ARKÍS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.