Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 24

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 24
 12. desember 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Sólveig Anna Jónsdóttir skrif- ar um loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn Í dag, 12. desember, klukkan 17.30, mun Íslandsdeild Attac- samtakanna, í samvinnu við Nátt- úruverndarsamtök Íslands og net- samfélagið Avaaz.org, standa fyrir kertaljósavöku á Lækjartorgi, í Reykjavík. Tilefnið er loftlags- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þar sem þjóðar- leiðtogar heimsins munu freista þess að komast að samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af manna- völdum. Sams konar kertaljósavökur hafa verið skipulagðar um allan heim, og hafa félagasamtök og ein- staklingar í meira en 130 löndum hlýtt kallinu. Krafa okkar er skýr: Sanngjarnt, metnaðarfullt, laga- lega bindandi samkomulag verð- ur að nást, veröldin krefst samn- ings sem heldur! Rannsóknir vísindamanna sýna með óyggjandi hætti að styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúms- lofti jarðar hefur aukist frá upp- hafi iðnbyltingarinnar á átjándu öld, en þó sérstaklega á undan- förnum áratugum. Orsök aukn- ingarinnar eru athafnir okkar mannanna, brennsla olíu og kola. Vísindafólk er á einu máli um að aukinn styrkur gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu leiði til hlýnunar jarðar. Af síðustu fjórtán árum hafa enda ellefu verið hin heitustu síðan mælingar hófust. Haldi styrkur gróðurhúsaloft- tegunda í and- rúmsloftinu áfram að auk- ast án þess að nokkuð sé að gert mun það leiða til stór- kostlegra breyt- inga á loftslagi jarðarinnar, bráðnunar jökla og íshellu heim- skautanna og þar með hækkunar sjávarborðs, og óafturkræfra breytinga á vist- kerfi jarðarinnar. Fátækustu systkin okkar á suð- urhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunar- landa eru nú þegar mjög brothætt. Í Sahelbeltinu, þar sem Sahara- eyðimörkin hefur verið að færa sig stöðugt sunnar, geta jafnvel tiltölu- lega smávægilegar loftslagsbreyt- ingar þýtt uppskerubrest, þurrka og uppblástur. Í löndum Suðaustur- Asíu hafa loftslagsbreytingar síð- ustu ára leitt til stóraukinnar tíðni hitabeltisstorma sem hafa eyðilagt uppskeru og vatnsból, og á kóral- eyjum Indlandshafs getur mjög lítil hækkun sjávarborðs þýtt að heilu eyjarnar fara á kaf. Þessi lönd skortir fé til þess að grípa til aðgerða sem gætu unnið gegn afleiðingum loftslagbreyt- inga. Það dylst engum að Vestur- lönd bera meginábyrgð á aukn- ingu gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar, og það getur varla dulist nokkurri manneskju að íbúum hinna ríku Vesturlanda ber þvi siðferðileg skylda að koma fátækustu löndum jarðar til hjálp- ar. Baráttufólk og sérfræðingar í loftslagsmálum fullyrða að raun- verulegur samningur um samdrátt í útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda verði að innihalda eftirfar- andi atriði: a) Sanngirni – Tryggja verður 200 milljarða Bandaríkjadollara til að fjármagna aðgerðir í fátæk- um ríkjum til að takast á við afleið- ingar loftslagsbreytinga. b) Metnað – Stefnt verði að því að útblástur koltvísýrings nái hámarki eigi síðar en árið 2015 og að styrkur hans í andrúms- loftinu verði þegar fram í sækir ekki meiri en 350 ppm (er nú 384 ppm). c) Lagalega bindandi – Samning- ur verður að binda ríki heims að þjóðarrétti. Okkur hefur verið falið að varð- veita hið einstaka kraftaverk sem sköpunarverkið er fyrir komandi kynslóðir, og okkur ber skylda að axla þá ábyrgð af ánægju og dugn- aði, því afkomendur okkar eiga sama rétt á ávöxtum jarðarinnar og við. Sjáumst á Lækjartorgi. Höfundur skrifar fyrir hönd Íslandsdeildar Attac. Veröldin vill samning sem heldur SÓLVEIG ANNA JÓNSDÓTTIR Fátækustu systkin okkar á suð- urhveli jarðar, sem þola skort og búa við erfið skilyrði, eru í mikilli hættu. Vistkerfi margra þróunarlanda eru nú þegar mjög brothætt. UMRÆÐAN Ólafur Elíasson, Jóhannes Þ. Skúlason og Ragnar F. Ólafs- son skrifa um Icesave Í leiðara Fréttablaðsins hinn 12.09.2009 stillir Jón Sigurðs- son Icesave-málinu þannig upp að annaðhvort sé gengið að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga eða öll okkar viðskipti við Evrópuþjóð- ir séu sett í uppnám og þá þurfi að leita nýrra markaða fyrir fram- leiðsluvörur Íslendinga. Þær forsendur sem Jón gefur sér eru afar hæpnar og vilja und- irritaðir gera við þær alvarlegar athugasemdir. Eru Íslendingar ekki búnir, með lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave frá því í sumar, að skuldbinda sig til að greiða bætur vegna innstæðutrygginganna? Var þetta ekki gert þrátt fyrir að enginn dómur hafi fallið í málinu og Íslendingar telji sig ekki laga- lega skuldbundna til að greiða upp- hæðina? Hefur ekki fjármálaráð- herra Hollands sjálfur viðurkennt að galli hafi verið í innlánstrygg- ingakerfi ESB og það hafi ekki verið hannað til að ráða við heild- arhrun bankakerfis eins og átti sér stað á Íslandi? Á hvaða forsendum ætla Bretar og Hollendingar þá að ná fram samstöðu um viðskipta- þvinganir gagnvart Íslandi? Af því að ekki hafi verið gengið að þeirra ýtrustu kröfum, sem þeir vildu þó ekki láta dómstóla fjalla um? Það er einfaldlega óhugsandi að Evrópu- sambandið myndi beita viðskipta- þvingunum gegn Íslandi á þess- um forsendum. En þess má geta að ESB hefur ekki einu sinni beitt viðskiptaþvingunum gegn Serbíu, þrátt fyrir að ríkisstjórn þar hafi staðið á bak við skelfilegar þjóð- ernishreinsanir. Sú hræðsla við að standa vörð um hagsmuni þjóðar- innar, sem okkur birtist í málflutn- ingi Jóns Sigurðssonar, er okkur algerlega óskiljanleg. Erlendar skuldir í röngum samanburði Jón fjallar í leiðara sínum um skuldastöðu þjóðarinnar og ríkis- ins á afar yfirborðskenndan hátt. Það er fráleitt að bera saman heild- ar erlenda skuldastöðu Íslands við Bretland og Holland. Mun nær hefði verið fyrir Jón að bera saman stöðu Íslands við lönd með litla eigin gjaldmiðla og lítil banka- kerfi eins og Ísland er nú. Öll slík lönd eru með skuldahlutfall undir 130%, sé miðað við heildarskuld- ir í erlendri mynt sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er nokkuð langt undir 310% skulda- hlutfallinu sem IMF hefur áætlað fyrir Ísland. Jón kýs að líta fram hjá þessu og ber þess í stað saman epli og appelsínur. Nettóskuldir – alvarleg áhætta Jón dregur einnig úr alvarleika stöðunnar með því að beina athygli lesenda að nettóskuldastöðu þjóðar- innar. Þetta er sama brella og útrás- arvíkingarnir notuðu. Rétt fyrir hrun voru allir bankarnir og eign- arhaldsfyrirtækin skráð með afar hátt eigið fé. Síðan hrundu eignirnar í verði en skuldirnar stóðu eftir. Það er gríðarleg áhætta fyrir Íslendinga að vera með hátt skuldahlutfall þrátt fyrir háa eignastöðu. Afleiðingarn- ar annars eignafalls gætu orðið mun verri en við fallið fyrir ári síðan, því í þetta sinn er öll íslenska þjóð- in veðsett upp fyrir haus. Í leiðara sínum fullyrðir Jón að hagtölur sýni að þjóðin ráði við greiðslurnar vegna Icesave. Hvað hefur hann fyrir sér í þessu? Álit Seðlabankans, sem Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands hefur gagnrýnt harðlega, m.a. fyrir skort á raun- hæfum forsendum? Málsmetandi hagfræðingar, s.s. Jón Daníelsson og Gunnar Tómasson, telja íslensku þjóðina alls ekki geta staðið undir þessum greiðslum og hafa rökstutt það ítarlega. Engin þeirra áætlana sem gefnar hafa verið út gera ráð fyrir því að Íslendingar geti hald- ið lífsgæðum á svipuðu róli og nágrannaþjóðir okkar. Allar gera ráð fyrir svo miklum samdrætti í innflutningi að gera má ráð fyrir að langvar- andi skömmt- un á gjaldeyri þurfi að koma til. Hættan er sú að þessi mikla tak- mörkun á inn- flutningi leiði til fólksflótta. Auk þessa má benda á að enginn hefur hingað til sýnt fram á að Íslendingar geti á næstu árum bæði staðið undir Icesave-greiðslum og leyst krónubréfavandann. Hættum að tala um Icesave sem sjálfsagða skuld Niðurstaðan er einföld. Fyrirvar- ar Alþingis í sumar fólu í sér leið til að borga Icesave-kröfuna að teknu tilliti til upphæðar hennar, stærðar íslenska hagkerfisins og fordæma- lausra aðstæðna hérlendis vegna hrunsins. Fyrirvararnir fólu í sér vilja Íslands til að taka á sig byrð- ar þrátt fyrir galla í lagaumhverfi Evrópu, en þó þannig að það leiddi ekki til greiðsluþrots. Fyrirvararn- ir höfðu þann skýra tilgang að færa Icesave-samningana nær hinum svo- nefndu Brussel viðmiðum. Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hol- lendinga um þessar staðreyndir, séu þeir ekki nú þegar sannfærðir. Fyrsta skrefið er að byrja að kynna málstað Íslands meðal erlendra ráðamanna og almennings. Í þeim málflutningi þarf að hætta að tala um Icesave sem sjálfsagða skuld og kynna hana frekar sem fram- lag Íslands til lausnar á vanda inn- stæðueigenda og innstæðutrygg- ingakerfis Evrópusambandsins. Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi er engin hætta á því að Evrópusambandið setji viðskipta- hömlur á Íslendinga. Sérstaklega yrði það þó sterkt gagnvart Evr- ópusambandinu ef þjóðin kysi það í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig Icesave-skuldbindingarnar gagnvart Hollendingum og Bretum á grundvelli þeirra sjálfsögðu fyr- irvara sem Alþingi Íslendinga sam- einaðist um í sumar. Ólafur Elíasson er tónlistar- maður. Jóhannes Þ. Skúlason er grunnskólakennari. Ragnar F. Ólafsson er félagssálfræðingur. Yfirborðskenndur málflutningur ÓLAFUR ELÍASSON JÓHANNES Þ. SKÚLASON RAGNAR F. ÓLAFSSON Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með til leigu tiltekin rými í verbúðum við Geirsgötu í Reykjavík. Í skipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og Faxaflóahafnir sf. gera ráð fyrir því að í leigurýmunum verði starfsemi sem dragi að fólk og stuðli að fjölbreyttu mannlífi við Suðurbugt. Þetta er athafnasvæði í hjarta Reykjavíkur, örskotslengd frá miðborginni; meðal annars viðleguhöfn smábáta og áfangastaður tugþúsunda ferðamanna á leið í og úr hvalaskoðun á Faxaflóa. Húsnæðið verður leigt í því ástandi sem það er. Leigjendum er ætlað að annast innréttingu húsnæðisins að fengnu samþykki Faxaflóahafna sf. og viðeigandi yfirvalda. Væntanlegir leigusamningar verða án tímamarka en með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Leigugjald verður 510 krónur +vsk. fyrir hvern fermetra á mánuði. Rýmið sem leigt verður út við Geirsgötu: hæð ferm. Verbúð nr. 1 báðar hæðir 191 Verbúð nr. 2 báðar hæðir 191 Verbúð nr. 3 efri hæð 83 Verbúð nr. 6 jarðhæð 54 Verbúð nr. 7 jarðhæð 108 Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. fyrir mánudaginn 11. janúar 2010 og skal þar jafnframt gerð skilmerkileg grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi eða rekstri í viðkomandi verbúðarrými. Nánari upplýsingar veitir Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna, í síma 525 8900. Verbúðir við Geirsgötu Tækifæri til athafna í hjarta Reykjavíkur A T H Y G L I w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 OMEGA Veggsamstæður á tilboði: 79.900,- Verð áður 104.500,- mál: b.208 cm; h.190 cm kirsuber coffee
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.