Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 32

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 32
32 12. desember 2009 LAUGARDAGUR J óhann Ágúst Sigurðs- son yfirlæknir Þróunar- stofu heilsugæslunnar rit- aði grein desemberhefti Læknablaðsins með titl- inum „Hugleiðingarnar varðandi siðferðileg álita- mál“. Þar koma fram við- horf um forvarnastarf í læknis- fræði sem sjaldan heyrast en gefa tilefni til frekari skoðunar, enda snertir starfið alla landsmenn. Í flestum vestrænum ríkj- um er markvisst skimað fyrir krabbameini í brjóstum kvenna og í sumum löndum einnig fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Skimanirnar upp- lifa margir sem öryggisnet og telja heilsu sinni betur borgið með þeim. Jóhann bendir hins vegar á að það þurfi að endur- meta skimunaraðferðir og annað forvarnastarf. Hann er ekki einn þessarar skoðunar en að und- anförnu hafa sömu raddir gerst háværari í löndunum í kringum okkur. „Það hafa verið að koma út greinar i virtum tímaritunum um að nú verði að gera eitthvað rót- tækt varðandi krabbameinsleit- ina í brjóstum kvenna og blöðru- hálskirtlinum. Við erum ekki enn komin með nógu góðar aðferðir til að finna þá sem eru í raunveru- legri hættu.“ Sjúkdómsvaldandi forvarnir? Einhugur ríkir um margar tegundir forvarna, svo sem flestar bólusetn- ingar, og forvarnir í sambandi við heilsuvernd barna. Annað sem áður var talið til forvarnastarfs hefur með tímans rás sýnt sig vera úrelda læknisfræði og oft byggða á ófull- nægjandi rökum. Hormónameðferð gegn tíðahvörfum er dæmi um slíkt. Fyrir um tíu árum tók yfirgnæfandi meirihluti kvenna hormón við tíða- hvörfum samkvæmt læknisráði, segir Jóhann. „Þarna er klassískt dæmi þar sem læknisfræðin ætl- aði sér að bjarga konum frá því að tapa æskuljómanum, fá beinþynn- ingu og tryggja þeim betra líf. Búin var til ímynduð kona sem var notuð sem söluvara. Svona ættu konur að vera eftir fimmtugt og fullyrt að þær myndu missa allan sjarma ef þær fengju ekki ákveðin hormón. Af flestum var þetta gert í góðri trú, en eftir á að hyggja má ætla að aðalhvatinn hafi verið sá að geta selt hormónalyfið.“ Mörgum var þó ljóst að það vant- aði grunnrannsóknir til að sanna ágæti hormónameðferðarinnar, en allnokkur andstaða virtist á þeim tíma vera innan fagstétta og vís- indaheimsins um að gera slíkar rannsóknir. Loks tókst konunum sjálfum að hrinda umfangsmikilli rannsókn í framkvæmd um gagn- semi meðferðarinnar. Í dag taka mun færri konur inn lyf vegna tíða- hvarfa, enda kom í ljós að hormóna- meðferðin olli í heild meiri skaða en gagni. Krabbamein í brjóstum jókst og hjarta- og æðasjúkdómar líka, þótt hormónarnir hafi verið vernd- andi gagnvart öðrum þáttum, svo sem beinþynningu. Mörgum fórnað fyrir fáa Skimun vegna blöðruhálskrabba- meins er varhugaverð á einkenna- lausum mönnum að mati Jóhanns. „Víða um heim var búið að sannfæra miðaldra karla og fjölmarga í lækna- stétt um að skimun fyrir krabba- meini í blöðruhálskirtli með því að mæla svonefnt PSA-efni í blóði væri af hinu góða. En menn hafa hins vegar vitað það í tíu til fimmtán ár að sennilega gerir sú skimun meiri skaða en gagn,“ segir Jóhann. Hann nefnir dæmi úr rannsókn frá 2003: „Ef um tíu þúsund karlar fimm- tíu ára og eldri fara í skimun fyrir blöðruhálskrabba með PSA-mæl- ingu munu 4.200 þeirra greinast með krabbameinsfrumur og vænt- anlega fara í meðferð vegna þess. Til dæmis með því að blöðruháls- kirtillinn er tekinn, sem getur vald- ið þvagleka og getuleysi. Af þessum hóp munu 150 af þeim sem greindust með krabbamein í skimuninni deyja af þessum völdum en einnig aðrir 150 sem fengu neikvæða niðurstöðu í skimunarprófinu. Niðurstöðurn- ar eru þær að í miklum meirihluta tilfella myndi krabbameinið ekki valda þeim sem hafa það skaða á lífsleiðinni. Í þessu tilfelli er verið að meðhöndla allt of stóran hóp og skaða líf margra þeirra til frambúð- ar. Til þess að bjarga fáum erum við að fórna mörgum,“ segir Jóhann. Skipulögð skimun fyrir blöðru- hálskrabbameini hefur aldrei verið tekin upp hér á landi og áhuginn fer nú minnkandi víðast hvar erlend- is. Jóhann tekur fram að hér séum við að tala um einkennalausa en allt öðru máli gegni um þá sem eru með einkenni eða vandamál frá þvagfær- um, enda er þá ekki um skimun að ræða heldur greiningarferli. Margt á huldu um krabbamein Skimun er að mati Jóhanns vand- meðfarin forvarnaleið, einkum þegar kemur að krabbameini, þar sem almennt séð sé ekki nógu mikið vitað um hegðun krabba- meinsfrumna. Sumar þeirra hafi engar skaðlegar afleiðingar, jafn- vel þó að þær séu illkynja, því lík- aminn ráði sjálfur við þær. Nýlega birtust meðal annars álit fræði- Skapar heilbrigðiskerfið sjúkleika? Miklar vonir hafa verið bundnar við að hópskimun hjá einkennalausu fólki fyrir sjúkdómum muni bjarga fjölmörgum frá ótíma- bærum dauða. Nú fer þó þeim fjölgandi innan heilbrigðiskerfisins sem spyrja hvort skimunin valdi í heild meiri skaða en gagni. Jóhann Ágúst Sigurðsson læknir tilheyrir þeim hópi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir leitaði útskýringa hjá honum. JÓHANN ÁGÚST SIGURÐSSON Skimun er að mati Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, yfirlæknis Þróunarstofu heilsugæslunnar, vandmeðfarin forvarnaleið, einkum þegar kemur að krabbameini, þar sem almennt séð sé ekki nógu mikið vitað um hegðun krabbameinsfrumna. Sumar þeirra hafi engar skaðlegar afleiðingar, jafnvel þó að þær séu illkynja, því líkaminn ráði sjálfur við þær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jóhann telur forvarnir vegna hjarta- og æðasjúkdóma líka á nokkrum villigötum, rétt eins og með krabbamein- ið. „Ef farið væri nákvæmlega eftir skilmerkjum klínískra leiðbeininga lækna myndu um 90 prósent Norðmanna falla í þann áhættuhóp að hafa of hátt kólesteról eða of háan blóðþrýsting og þar með í flokk „sjúkra“. Sam- kvæmt þeim þyrfti allt þetta fólk að vera undir lækn- ishendi. Það passar ekki, þar eð Norðmenn og aðrir Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims. Vandamálið er að kerfið síar ekki út þá sem eru í mestri áhættu, heldur skilgreinir flesta sem sjúka. Læknisfræðin þarf að endurnýja sína aðferðafræði við að sortera út þá sem þarfnast mestrar aðstoðar eða eftirlits og þurfa mest á forvörnunum að halda.“ Í forvarnastarfsemi innan heilbrigðisgeirans eru oft gríðarlegir fjárhagslegir og faglegir hagsmunir. Það veldur því að mati Jóhanns að allt of fáir vilji skoða þessi mál með gagnrýnu hugarfari. Hann setur spurningarmerki við átaksverkefni á borð við GoRed, en undir því var til að mynda Landspítalinn baðaður rauðu ljósi í febrúar, til að minna konur á hjarta- og æðasjúkdóma. „Lýsingin á hús- inu gaf strax til kynna að þarna væri öflugur styrktaraðili að baki. Maður verður að spyrja sig hvaðan peningarnir koma. Margt í þessu átaksverkefni var gott. Þarna voru konur minntar á að forðast reykingar, hreyfa sig meira, gæta að mataræðinu og svo framvegis. En þarna kom líka fram áróður sem var beinlínis villandi. Af hverju segja GoRed-samtökin að hjartasjúkdómar séu jafnalgengir hjá körlum og hjá konum? Það á alla vega ekki við hér á landi nema þú takir aldursbilið til hundrað ára, sem ekk- ert vit er í. Konur fá hjartasjúkdóma eins og karlar en þeir koma tíu til fimmtán árum seinna. Það er vafasamt að segja við konur á aldrinum 40 eða 50 ára að þær eigi að fara til læknis í áhættumat vegna hjartasjúkdóma. Það eru um 20 þúsund konur á þessum aldri og það þyrfti mörg ársverk lækna til að sinna þessum þætti eingöngu. Mestur hluti forvarna hjá þessum hópi getur verið á þeirra ábyrgð án íhlutunar heilbrigðiskerfisins.“ VILLANDI UMRÆÐA UM HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA KVENNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.