Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 34

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 34
34 12. desember 2009 LAUGARDAGUR FRAMHALD Á SÍÐU 36 A fríka hefur töfra, en það er fyrst og fremst fólkið sem byggir þessi álfu sem heillar; glað- værð þess og æðru- leysi, litadýrðin og fegurðin. Er Afríka hættuleg? Já, svo sannar- lega, hún er ólæknandi sjúkdómur. Maður verður að fara þangað aftur og aftur,“ segir Páll, sem hefur farið til álfunnar margoft, þar af í á annan tug ferða til að mynda fyrir bókina Afríka, framtíð fótboltans sem gefin verður út í mars. Bókin verður gefin út á ensku og er ætluð alþjóðamarkaði. Hún kemur út nokkrum mánuðum áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Suður-Afríku, sú fyrsta sem hald- in er í álfunni. Það er því vel við- eigandi að tvær skærustu fótbolta- stjörnur álfunnar, þeir Didier Drogba og Michael Essien, leikmenn Chelsea, skrifa formála bókarinnar en eigandi enska félagsins, Roman Abramóvitsj, kemur að útgáfu henn- ar. Þeir Halldór Lárusson og Kristj- án B. Jónasson unnu að bókinni með Páli. Tæp þrjú ár eru síðan hugmyndin að bókinni kviknaði. „Ég hafði verið í bænum Janjanbureh eða George- town við Gambíufljót að mynda steinhringi Senegambíu, minjar frá þriðju öld fyrir Krist sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þaðan var ferðinni heitið til eyjarinnar Gorée, miðstöðvar þrælaverslun- ar á sínum tíma. Hún liggur undan ströndum Dakar, höfuðborgar Sen- egal. Á leiðinni þangað sá ég í húm- inu út um bílgluggann það fallegasta sólarlag sem ég hef séð. Rauða jörð, rauðan himin og í rauðu rykinu glitti í útlínur af þorpi þar sem allt þorp- ið háði knattspyrnuleik í síðustu geislum sólarinnar. Gleðin, hlátur- inn, leikurinn, allt var svo fullkom- ið. Þetta var hin sanna Afríka, ekki sú Afríka sem við heyrum svo mikið af í fréttum, hungursneyðir, enda- lausar styrjaldir og manndráp. Undir morgun var ég kominn til Dakar sem er skemmtileg nútíma- leg borg, sannkölluð höfuðborg Vest- ur-Afríku. Á koddanum hlustaði ég á nútímann; umferðargný, hlátur og köll. Þá kveikti þessi mynd sem ég sá fyrr um kvöldið hugmynd að bók um Afríku eins og hún er, þar sem knattspyrna er samnefnari. Afríka er fótbolti. Svona næstum því.“ Þess má geta að lokum að allar myndirnar eru teknar á Hasselblad 6x6 filmuvél sem Páli fannst henta verkinu best. Afríka er hættuleg Páll Stefánsson ljósmyndari var á leið til Dakar, höfuðborgar Senegal, þegar hann varð vitni að knattspyrnuleik íbúa í ónefndu þorpi í ægifögru sólarlagi. Myndin af leiknum lifði með honum og hugmynd varð til að bók um Afríku fótboltans; Afríku þar sem knattspyrna er samnefnari. Bókin er væntanleg í mars en lesendur Fréttablaðsins sjá hér sýnishorn úr verkinu. BÚRKÍNA-FASÓ Ungur stuðningsmaður Liverpool á æfingu í höfuðborginni Ouagadougou. EÞÍÓPÍA Stelpur spila líka fótbolta í Afríku en myndin er tekin á æfingu stúlknaliðs í Addis Ababa höfuðborg landsins. TANSANÍA Masajar í fullum skrúða í fótbolta á strönd eyjunnar Sansibar við Tansaníu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.