Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 42
42 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
V
askurinn og kranarnir
í eldhúsinu á Hnausum
eru af hvalfangaranum
Polar Quest sem strand-
aði á Meðallandsfjöru í
Vestur-Skaftafellssýslu
1957 og Vilhjálmur segir máttarviði
eystri hluta íbúðarhússins úr honum
líka. „Ströndin voru visst atriði í líf-
inu hér og ég var alinn upp við þau,“
segir hann. „Sandurinn er svo lágur á
Meðallandsfjöru að sjómenn sáu hann
ekki fyrir brimgarðinum. Sumir komu
hingað tvisvar sem strandmenn og einn
þrisvar.“ Stundum grunar hann að þeir
hafi viljandi stímt í land, svo sem Bret-
arnir sem voru á leið á línuveiðar við
Grænland á ryðguðum dalli og strönd-
uðu á besta stað í blíðskaparveðri um
hábjartan dag. „Sjö þeirra voru hér í
mánuð að reyna að ná skipinu út. Það
hafðist ekki og þeir urðu kátir karlarn-
ir þegar það sökk,“ rifjar hann upp.
Vilhjálmur er fæddur og uppalinn
á Hnausum en stundaði ýmsa vinnu í
Reykjavík á tímabili og menntaði sig
um sjötugt sem leiðsögumaður. Hann
hefur búið einn frá 1982 og hætti
búskap 1987. Nú er hann 86 ára og ern
utan hvað sjónin er að þverra. Bjargar
hann sér þó sjálfur, enda þekkir hann
allt í umhverfi sínu. Veit til dæmis
nákvæmlega hversu mikið hann þarf
að beygja sig undir dyrastaf til að kom-
ast upp í fjósbaðstofuna. Þar sest hann
niður. „Gamla fólkið sem þoldi ekki
kuldann í bænum svaf hér og innan
við þverbitann voru einkum sjúkra-
rúm,“ segir hann. „Það kann að vera
einhver vottur af reimleika í útnorð-
urshorninu og þar undir er moðbás-
inn. Hann þótti góður samkomustaður í
gamla daga,“ segir Vilhjálmur kíminn.
„Hluti íslensku þjóðarinnar er kominn
úr moðbásnum.“
Máttarviðir úr strandi
Híbýli fyrri alda hafa verið endurbyggð að Hnausum í Meðallandi en ábúandinn
Vilhjálmur Eyjólfsson býr í yngra húsi. Strandgóss skipar þar sinn sess sem innan-
stokksmunir eins og Gunnþóra Gunnarsdóttir og Gunnar V. Andrésson komust að.
VILHJÁLMUR MEÐ PRESTSSTOFUNA Í BAKSÝN Hún var endurgerð
að tilhlutan Byggðasafnsins á Skógum en hana lét séra Jón Jónsson
byggja árið 1804.
SMIÐJAN Geymir marga góða gripi, meðal annars fýsibelg sem blásið
er í með því að toga í spotta.
SMIÐJAN OG FJÓS-
BAÐSTOFAN Talið
er að húsin séu að
grunni til frá því löngu
fyrir Skaftárelda.
Skógasafn sá að hluta
til um endursmíðina.
STRANDGÓSS Stofu-
borðið er úr Eiríki
rauða sem strandaði
1924. Bekkinn rak á
fjöru á stríðsárunum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FJÓSBAÐSTOFAN
hefur sjálfsagt verið
í þessu formi í hátt
í þúsund ár,“ segir
Vilhjálmur.
ÍBÚÐARHÚSIÐ
Máttarviðir þess
eru að hluta til
úr ströndum.
Í STOFU SÉRA JÓNS
sem var sonur Helgu
Steingrímsdóttur, systur
eldprestsins.