Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 42
42 12. desember 2009 LAUGARDAGUR V askurinn og kranarnir í eldhúsinu á Hnausum eru af hvalfangaranum Polar Quest sem strand- aði á Meðallandsfjöru í Vestur-Skaftafellssýslu 1957 og Vilhjálmur segir máttarviði eystri hluta íbúðarhússins úr honum líka. „Ströndin voru visst atriði í líf- inu hér og ég var alinn upp við þau,“ segir hann. „Sandurinn er svo lágur á Meðallandsfjöru að sjómenn sáu hann ekki fyrir brimgarðinum. Sumir komu hingað tvisvar sem strandmenn og einn þrisvar.“ Stundum grunar hann að þeir hafi viljandi stímt í land, svo sem Bret- arnir sem voru á leið á línuveiðar við Grænland á ryðguðum dalli og strönd- uðu á besta stað í blíðskaparveðri um hábjartan dag. „Sjö þeirra voru hér í mánuð að reyna að ná skipinu út. Það hafðist ekki og þeir urðu kátir karlarn- ir þegar það sökk,“ rifjar hann upp. Vilhjálmur er fæddur og uppalinn á Hnausum en stundaði ýmsa vinnu í Reykjavík á tímabili og menntaði sig um sjötugt sem leiðsögumaður. Hann hefur búið einn frá 1982 og hætti búskap 1987. Nú er hann 86 ára og ern utan hvað sjónin er að þverra. Bjargar hann sér þó sjálfur, enda þekkir hann allt í umhverfi sínu. Veit til dæmis nákvæmlega hversu mikið hann þarf að beygja sig undir dyrastaf til að kom- ast upp í fjósbaðstofuna. Þar sest hann niður. „Gamla fólkið sem þoldi ekki kuldann í bænum svaf hér og innan við þverbitann voru einkum sjúkra- rúm,“ segir hann. „Það kann að vera einhver vottur af reimleika í útnorð- urshorninu og þar undir er moðbás- inn. Hann þótti góður samkomustaður í gamla daga,“ segir Vilhjálmur kíminn. „Hluti íslensku þjóðarinnar er kominn úr moðbásnum.“ Máttarviðir úr strandi Híbýli fyrri alda hafa verið endurbyggð að Hnausum í Meðallandi en ábúandinn Vilhjálmur Eyjólfsson býr í yngra húsi. Strandgóss skipar þar sinn sess sem innan- stokksmunir eins og Gunnþóra Gunnarsdóttir og Gunnar V. Andrésson komust að. VILHJÁLMUR MEÐ PRESTSSTOFUNA Í BAKSÝN Hún var endurgerð að tilhlutan Byggðasafnsins á Skógum en hana lét séra Jón Jónsson byggja árið 1804. SMIÐJAN Geymir marga góða gripi, meðal annars fýsibelg sem blásið er í með því að toga í spotta. SMIÐJAN OG FJÓS- BAÐSTOFAN Talið er að húsin séu að grunni til frá því löngu fyrir Skaftárelda. Skógasafn sá að hluta til um endursmíðina. STRANDGÓSS Stofu- borðið er úr Eiríki rauða sem strandaði 1924. Bekkinn rak á fjöru á stríðsárunum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA FJÓSBAÐSTOFAN hefur sjálfsagt verið í þessu formi í hátt í þúsund ár,“ segir Vilhjálmur. ÍBÚÐARHÚSIÐ Máttarviðir þess eru að hluta til úr ströndum. Í STOFU SÉRA JÓNS sem var sonur Helgu Steingrímsdóttur, systur eldprestsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.