Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 67
vín&veisla 9
Ólfur Björn Guðmundsson Dominique Plédel Jónsson Ólafur Örn Ólafsson Elísabet Alba Valdimarsdóttir Gunnar Páll Rúnarssson
LA CHABLISIENNE CHABLIS
PREMIER CRU FOURCHAUME
Nefið er ferskt og ilmríkt, litur vínsins
er örlítið grænn. Vínið er ferskt í
munni, góð sýra, sítróna, létt og
keimur af grape. Með þessu gæti
hentað humarsalat, skelfiskur,
kræklingur og jafnvel koli.
Dominique Plédel Jónsson
Hér finn ég sítrus og græn epli. Það
er ferskt.
Gunnar Páll Rúnarsson
Nokkuð biturt vín og lokað. Ferskir
ávextir, greip, mikið af grænum
ávöxtum.
Ólafur Björn Guðmundsson
Vínið er nokkuð gott og ég mundi
kaupa aðra af þessu. Það er í
góðum balans og frískandi.
Ólafur Örn Ólafsson
Hér er mikill sítrus. Þetta vín kallar á
sumar, að sitja úti í sólinni. Það er
hægt að drekka það eitt og sér.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
PARES BALTA BLANC DE PACS
Nefið er opið. Í munni er hunang,
ferskjur og aprikósur. Sýran er minni
en í nefi og það er þurrt. Gæti
hentað vel með Risotto.
Dominique Plédel Jónsson
Í nefi eru ferskjur og plómur en fer
síðan í sítrus. Það er sætt og
hálfþurrt.
Gunnar Páll Rúnarsson
Hérna eru apríkósur, sýra, brennt
hunang. Flott vín.
Ólafur Björn Guðmundsson
Býður upp á mikið í nefinu en nær
ekki alveg að uppfylla öll fyrirheitin
sem það gefur. Ég fæ minningar af
old spice þegar afi kom á jólunum
og smellti einum á kinnina.
Ólafur Örn Ólafsson
Nú erum við komin í sætt vín. Ég
finn villiblóm og cassis. Mætti vera
meiri balans. Það mætti borða
risotto með þessu út af seltunni í
því, til aðvega upp á móti fitunni í
víninu.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
LA SEREINE CHABLIS
Þetta vín er opið og feimið og andar
frekar stutt. Ég finn eik, vanillu, fitu.
Vínið stoppar frekar stutt við.
Dominique Plédel Jónsson
Þetta vín er létteikað og alveg dautt.
Gunnar Páll Rúnarsson
Ég finn smá alkóhól og eik. Frekar
lokað vín.
Ólafur Björn Guðmundsson
Í byrjun er það sprittað svo best er
að láta það standa. Þetta vín er frek-
ar stamt og endasleppt og ekki
mjög spennandi
Ólafur Örn Ólafsson
Það er fita þarna á bakvið og svo
kemur sýran inn en það fylgir ekkert
á eftir. Því miður. Þetta er svona
„fílgúddgaur“.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
CAPE MENTELLE SAUVIGNON
BLANC SEMILLON
Í nefi er vínið opið, ilmur af sítrónu-
grasi og strokleðri, það er grösugt
og eik á eftir. Í munni er grófur
ávöxtur, krydd og jurtir, góð sýra.
Þetta er flott vín með mikið jafnvægi
en vínið þarf að opna.
Dominique Plédel Jónsson
Hér eru ferskar kryddjurtir, strokleð-
ur, sítrónugras. Ég giska á Cape
Mentelle.
Gunnar Páll Rúnarsson
Krydd og ávexti má greina hér.
Einnig strokleður og smá sýru.
Ólafur Björn Guðmundsson
Nefið skilar sér í munninum. Alveg
framúrskarandi vín og allt við það
mjög gott.
Ólafur Örn Ólafsson
Hér er eitthvað að gerast. Ég finn
strokleður, sítrónugras, nefið skilar
sér í munninum og mikið af jurtum í
eftirbragðinu.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
MONTES ALPHA CHARDONNAY
Hér finn ég smjör og soðið blómkál.
Vínið er eikað og sultað. Sýran er
góð og það er áfengt. Það vantar
jafnvægi. Matur sem passar við gæti
verið hamborgarhryggur og reykt og
saltað kjöt.
Dominique Plédel Jónsson
Ég finn smjör og sultaðan sítrus.
Vínið er vel eikað.
Gunnar Páll Rúnarsson
Mér finnst vanta balans í þetta vin.
Ólafur Björn Guðmundsson
Eikin er alveg yfirgnæfandi fyrst en
svo jafnar það sig aðeins eftir að
hafa staðið, þá er það í ágætis
málum. Dálítið ristuð eik í nefinu og
suðrænir ávextir. Ávöxturinn nær
ekki alveg í gegn og balansinn mætti
vera betri. Ég mundi borða eitthvað
salt með þessu, hamborgarhrygg
og jafnvel reyktan fisk
Ólafur Örn Ólafsson
Í þessu víni finnst mér vera of mikil
eik. Áfengið nær ekki að samlagast
sýrunni. Bananakeimur, þroskaðir
sítrusávextir og vel hátt í alkóhóli.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
HVÍTVÍN
RAUÐVÍN
J. LOHR CABERNET SAUVIGN-
ON 2008
Í þessu víni finn ég sólber, plómur,
möndlur og kryddað með bökunar-
kryddi . Í munni er það áfengt,
paprika, mikið bragð. Aðgengilegt
þrátt fyrir kraft. Það mundi henta
með villibráð, til dæmis gæs.
Dominique Plédel Jónsson
Vínið er léttpiprað. Í því eru möndlur,
marzipan,vanilla. Gott ef ekki græn
paprika
Gunnar Páll Rúnarsson
Vínið er sætt í nefi og ég finn keim af
fjólum.
Ólafur Björn Guðmundsson
Mjög fínt og frambærilegt vín í góðu
jafnvægi. Ekki mjög krefjandi en
þarna má greina keim af kónga-
brjóstsykri. Með þessu ætti að borða
kjöt og vínið hentar með jólamatn-
um.
Ólafur Örn Ólafsson
Möndludeig og papriku er að finna
hér. Það eina sem er afgerandi í
munni er áfengi. Ávöxtur og tannín
og sýra meldar sig í munni. Mjög
skemmtilegt og ágætlega balans-
erað.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
CUNE RIOJA CRIANZA
Þetta vín er með feimið nef, púður,
steinefni. Í munni er það milt, öflugt
og heildarjafnvægi í því. Tannín,
lakkrís, dökkir ávextir. Kirsuberjaeftir-
bragð. Hentar með svínakjöti og
carpaccio.
Dominique Plédel Jónsson
Þarna kemur fram vanilla og lakkrís.
Þetta er mjög þægilegt vín.
Gunnar Páll Rúnarsson
Þetta vín er þroskað.
Ólafur Björn Guðmundsson
Þægilegt vín sem býður upp á heilm-
ikið. Keimur af byssupúðri, rakettum
og ryðguðu járni. Ég gæti hugsað
mér að éta hrátt nautakjöt með
þessu.
Ólafur Örn Ólafsson
Hér er keimur af leir og lakkrís. Þurrt
og þroskað vín í góðu jafnvægi.
Mætti borða Carpaggio með.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
GUIGAL COTES DU RHONE
Sprittað, súkkulaði og svört ber,
mynta, pipar. Í munni er það sæt,
þurrt tannín. Vel gert vín.
Dominique Plédel Jónsson
Hérna er súkkúlaði, spritt og pipar.
Gunnar Páll Rúnarsson
Ég finn pipar. Vínið er lokað.
Ólafur Björn Guðmundsson
Þetta vín þarf smá tíma til að opna
sig og þá verður það nokkuð gott en
maður þarf að hafa svoltíð fyrir því.
Mætti jafnvel geyma það í nokkur ár.
Ólafur Örn Ólafsson
Mikið sprittað en feimið líka. Pipar og
leður. Maður þarf að hafa dálítið fyrir
víninu. Með því má hafa rautt kjöt.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
CANTINA ZACCAGNINI MONT-
EPULCIANO D’ABRUZZO
Áfengt með keim af soðnum
plómum og dökkum berjum, þykkur
safi. Pipar, sólber, bakað, mold og
steinefni. Vínið kallar á mat eins og
villibráð með sósu.
Dominique Plédel Jónsson
Mjög berjaríkt í nefinu en þurrt og
jarðvegsbundið í munni.
Gunnar Páll Rúnarsson
Nefið ruglar mann í þessu. Eik,
sólber, vínið þurrkar munninn og
mold í bragðinu.
Ólafur Björn Guðmundsson
Þurrt í munninn og á nóg inni. Þetta
er þykkur skratti sem þarf að geyma
í nokkurn tíma. Kraftmikið og flott.
Vínið er sætt svo það mætti borða
eitthvað sætt með því.
Ólafur Örn Ólafsson
Í munni kemur ávöxturinn strax inn.
Pínulítið í væmnari kantinum en
ekkert óþægilega mikið. Fer úr
krækiberjum yfir í plómur. Væri
auðvelt að para vínið meðmat.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
BARON DE LEY FINCA MONA-
STERIO
Vínið er opið, ég finn fyrir bleki,
cassis, kjötkrafti, karamellu, vanillu.
Bragðið er flókið, hér eru jurtir og
krydd, tóbak. Nef samsvarar sér í
munni, eikin er sæt og nokkur
nýjaheimsfílingur í þessu.
Dominique Plédel Jónsson
Eikað og sýran er góð. Nokkuð
áfengt og jafnvægið mætti vera
meira. Þægilegt vín.
Gunnar Páll Rúnarsson
Vanilla og sæta, mikil eik og
karamella. Þægilegt vín, þroskað
tannín. Mætti borða rauðkál og
svínaskanka með.
Ólafur Björn Guðmundsson
Ólafur Örn náði ekki að smakka
síðasta vínið áður en hann sótti barn
sitt á leikskólann(Í vínsmökkun er
ekki kyngt).
Ólafur Örn Ólafsson
Vínið er bleklitað. Það er ýmislegt
sem vill brjótast út í því. Lakkrís,
ferskt tóbak, fita, karamella og mikil
eik. Þetta helst allt saman í hendur.
Það er meiri ávöxtur í munni en nefi.
Elísabet Alba Valdimarsdóttir
10 VÍNDÓMAR Vín & veisla fékk til liðs við sig fimm þaulreynda vínunnendur til að blindsmakka fimm hvítvín og fimm rauðvín. Vín-gúrúarnir hittust á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu í góðu yfirlæti. Í blindsmökkuninni var vínunum tíu pakk-
að inn í álpappír svo enginn vissi hvað hann var að drekka hverju sinni og gat því fordómalaust sagt sína skoðun.
Til starfsins völdust Dominique Plédel Jónsson hjá Vínskólanum, Ólafur Örn Ólafsson og Ólafur Björn Guðmunds-
son hjá Dill, Elísabet Alba Valdimarsdóttir yfirvínþjónn á Vox og Gunnar Páll Rúnarsson á Vínbarnum.