Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 69

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 69
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þetta er ákveðin vertíð og margir biðja mig að koma og tala um jólin. Þó er misjafnt hvað fólk vill að ég tali um enda er þetta víðfeðmt efni og sumt auðvitað talsvert útþvælt,“ segir Árni Björnsson, sem heldur í dag fyrirlestur um íslenska jóla- siði í Þjóðminjasafninu þar sem hann starfaði í þrjátíu ár. „Í þetta skipti ætla ég þó ekki að vera með neinar jólaþulur eða -guðspjöll heldur langar mig að fletta ofan af ýmiss konar vit leysu sem veður uppi,“ segir hann og bætir við að fólk sé jú alltaf að skálda. „Jón Árnason, sem var nú frumkvöðull í því að safna þjóð- sögum, bað til dæmis um það í formála að fólk skyldi varast að halda að fólk hefði trúað þjóð- sögunum. Þær væru skáldskapur þjóðarinnar sem sífellt endurnýj- aðist.“ Sem dæmi um algengan mis- skilning nefnir Árni jólaköttinn. „Á hann er lauslega minnst í þjóð- sögunum og alls ekki klárt hvað það fyrirbæri er. Síðan fóru menn að geta í eyðurnar og halda því fram að jólakötturinn hefði étið börn en það stendur hvergi í þjóð- sögunum,“ segir hann. Hann bætir við að í kvæði Jóhannesar í Kötl- um um jólaköttinn geri Jóhannes köttinn að tákni auðvaldsins sem leggist á fátæka fólkið. „Fólk er því sífellt að skálda út frá litlum heimildum og mig lang- ar að útskýra fyrir fólki hvernig sumar hugmyndir urðu til,“ segir Árni. Hann mun hefja fyrirlestur sinn á því að gera grein fyrir því hvernig skammdegishátíðir hafi verið til um víða veröld óháð trú- arbrögðum. „Slíkar hátíðir eru ekkert endilega kristilegt fyrir- brigði og það er spaugileg saga hvernig þetta varð að fæðingarhá- tíð Jesú Krists. En þeir sem vilja vita meira um það verða bara að mæta,“ segir Árni glettinn. Árni þykir helsti sérfræðingur Íslendinga í hátíðasiðum þjóðar- innar enda hefur hann skrifað bók um alla hátíðisdaga ársins, Sögu daganna. Því er oft leitað til hans um svör við ýmsum spurningum sem vakna varðandi þessa daga. „Það er skemmtilegt en getur verið svolítið þreytandi því fólk ætlast til að maður viti alla skap- aða hluti, sem getur verið dálítið íþyngjandi,“ segir hann kíminn en ekki er óalgengt að fólk svífi á hann á förnum vegi og spyrji hann út í eitt og annað. Árni segir marga siði sem flest- ir telji rótgróna í raun fremur nýja af nálinni. „Verslunin síðast- liðin 100 ár hefur búið til mikið af þessum jólasiðum,“ segir hann og tekur sem dæmi aðventukransa, sem hann segir að blómaverslan- ir hafi komið á kreik fyrir fimm- tíu árum. Árni segir nýja siði þó ekki endilega síðri en gamla. „Mér finnst hins vegar skemmtilegra ef jólasiðir eru sjálfsprottnir fremur en innfluttir,“ segir hann en tekur fram að einnig séu til innfluttir jólasiðir sem síðan hafi fengið séríslenskt snið. Sem dæmi megi nefna þá hefð að börn fái í skóinn. „Fólk sem er fætt fyrir 1950 man ekki eftir þessum sið. Hann er til úti í Evrópu við sjávarsíðuna, en þar er hann bara eitt kvöld eða mesta lagi á hverjum sunnudegi í aðventu,“ segir Árni og telur að siðurinn hafi borist hingað með sjómannsfjölskyldum. Um 1960 hafi mjög margar fjölskyldur verið farnar að fylgja siðnum en þó virðist engin almenn regla hafa gilt um hann. „Þessi eldgamli evr- ópski siður varð í raun að plágu þangað til Þjóðminjasafnið, í sam- vinnu við leikskóla og fósturfélag- ið, kom böndum á hann og miðað var við að byrjað væri að gefa í skóinn þegar fyrsti jólasveinninn kæmi til byggða.“ Þeir sem vilja fræðast enn frek- ar um jólasiði geta hlýtt á Árna í dag í Þjóðminjasafninu en fyrir- lestur hans hefst klukkan 13. solveig@frettabladid.is Flettir ofan af vitleysum Árni Björnsson þjóðháttafræðingur þekkir vel til íslenskra jólasiða enda mun hann í dag flytja fyrirlestur um það efni í Þjóðminjasafninu. Þar ætlar hann að leiðrétta ýmsan misskilning er varðar siði og venjur. Árni Björnsson heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 13 um íslenska jólasiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓL Í KOTI, JÓL Í BORG Minjasafn Reykjavíkur býður gestum í sögugöngu í dag klukkan 11 en í henni verður fjallað um helgihald í Kvosinni í Reykjavík allt frá tímum fyrstu landnámsmanna til dags- ins í dag. Þá fræðast göngumenn um hvar fyrsta jólatrésskemmtunin fór fram í Reykjavík og hvenær jólakortin komu til sögunnar. Gangan hefst við Landnámssýninguna í Aðalstræti. Jólagjafirnar hans póker - billiard - dart Lín Design, gamla sjónvarpshúsið • Laugavegi 176 • Sími 533 2220 • www.lindesign.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.