Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 71
LAUGARDAGUR 12. desember 2009 3
Fjölmörg skreytt tréhús og
stórt viðburðatjald hafa risið
á Hljómalindarreit í miðbæ
Reykjavíkur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgar stjóri opnaði formlega
jólaþorpið á Hljómalindarreit á
fimmtudaginn.
Jólaþorpið samanstendur af fjöl-
mörgum skreyttum tréhúsum og
tjöldum. Einnig er á reitnum að
finna stórt viðburðatjald þar sem
fram munu koma skemmtikraftar,
skáld, tónlistarmenn, uppistand-
arar og jólasveinar. Meðal þess
sem hægt er að kaupa í þorpinu er
íslensk hönnun, heimilisiðnaður,
góðgæti, jólatré, skreytingar og
skartgripir. Þorpið verður opið alla
daga frá 13 til 18 og lengur er nær
dregur jólum, en verslanir í mið-
borginni verða opnar frá klukkan
10 til 22 alla daga fram að jólum og
til klukkan 23 á Þorláksmessu.
Hanna Birna veitti við sama
tækifæri hinn árlega Njarðar-
skjöld, hvatningarverðlaun Reykja-
víkurborgar, Miðborgar innar
okkar og Íslenskrar verslunar.
Skjöldurinn var veittur verslun
Bláa lónsins við Laugaveg 15 fyrir
að skara fram úr í þjónustu við
erlenda ferðamenn.
Jólaþorp opnað á
Hljómalindarreit
Hanna Birna Kristjánsdóttir opnaði jólaþorpið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Snerting nefnist sjöunda kær-
leikskúlan sem Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra gefur út.
Kærleikskúlan þetta árið er eftir
listamanninn Hrein Friðfinnsson.
Allur ágóði af sölu hennar renn-
ur í starfsemi Reykjadals en það
er sumar- og helgardvalarstaður
fyrir fötluð börn og ungmenni.
Markmiðið er að geta gert fleiri
börnum kleift að njóta ævintýra
þar, eignast vini og góðar minn-
ingar. Sala kúlunnar stendur til
laugardagsins 19. desember.
Þess má geta að Færeyingar
hafa tekið kærleikskúluverkefnið
upp á sína arma og gefið út sína
eigin kúlu sem skreytt er af Tróndi
Paturssyni. Á henni synda hvalir
og innan í henni er vatn. Sala kúl-
unnar hefur gengið framar vonum
og er hún nánast uppseld í Fær-
eyjum. Ágóðinn rennur til Dugni
sem er verndaður vinnustaður þar
í landi en hluti ágóðans fer í sér-
stakan kærleikskúlusjóð sem ætl-
aður er fötluðum börnum í þróunar-
löndunum. - gun
Kærleiks-
kúlan
Kærleikskúlan Snerting er til sölu til 19.
desember.
Gefðu góða jólagjöf sem veitir vellíðan.
Þessi glæsilega gjöf fylgir öllum gjafakortum að upphæð
10.000 kr. eða meira.*
Gjafabréf
*Á meðan birgðir endast
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til
að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf-
urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Laugaveg 53 • sími 552 3737 • Opið fim-lau 10-22, sun 13-18
Náttföt – náttkjólar – nærföt
Jólaföt og jólagjafir
Laugaveg 53 • sími 5 2 3737 • i ös. - lau. 10- 2, Sun. 13-18
Úrval af vönduðum
sængurfatnaði
Nýtt - Nýtt - Nýtt
Vorum að taka upp nýja
sendingu af prjónuðum hettu-
treflum og hringtreflum.
Verð frá kr. 2500.
Mikið úrval og
margir litir.