Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 77
LAUGARDAGUR 12. desember 2009 3
Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á sjötta hundrað talsins, verkefnin margvísleg og störfi n fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar,
eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, iðnfræðingar, rafvirkjar, vélvirkjar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfi ngu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.
Framkvæmdastjóri skautsmiðju
og steypuskála
Verksvið og ábyrgð:
› Ábyrgð á rekstri og stjórnun í skautsmiðju
og steypuskála
› Stefnumótun, áætlanagerð og kostnaðareftirlit
› Þróun og eftirfylgni með verkferlum og gæðastöðlum
› Virk þátttaka í framkvæmdastjórn Norðuráls
á Grundartanga
Sérhæfðar hæfniskröfur:
› Meistarapróf í verkfræði eða önnur sambærileg
háskólamenntun sem nýtist í starfi
› Sterk leiðtoga- og skipulagshæfni
› Marktæk stjórnunarreynsla
Nánari upplýsingar veitir Rakel Heiðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Mannauðssviðs í síma 430 1000.
Verkfræðingur í kerskála
Verksvið og ábyrgð:
› Umsjón með tölvustýrðu framleiðslukerfi í kerskála
› Rekstur kera og eftirlit með verkferlum
› Greining og úrvinnsla framleiðsluupplýsinga
› Virk þátttaka í sameiginlegum verkefnum milli deilda
Sérhæfðar hæfniskröfur:
› Meistarapróf í rafmagnsverkfræði eða sambærileg
menntun
Nánari upplýsingar veitir Halldór Guðmundsson
deildarstjóri framleiðslustýringar í síma 430 1000.
Sérfræðingur í viðhaldsáætlunum
Verksvið og ábyrgð:
› Gerð áætlana um viðhald til lengri og skemmri tíma
› Skipulagning verka með áherslu á öryggi, umfang
verks og helstu verkþætti
› Þátttaka í öfl ugum viðhaldshópi sem sér um viðhald
á háspennubúnaði, hafnarbúnaði og tengdum búnaði
› Regluleg greining lykiltalna
Sérhæfðar hæfniskröfur:
› Rafmagnstæknifræði, rafmagnsiðnfræði eða
sambærileg menntun
› Sveinspróf í rafvirkjun, reynslu af viðhaldi á
háspennubúnaði, almennum rafbúnaði og vélbúnaði
› Þekking á SAP tölvukerfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Jónsson
deildarstjóri viðhaldsáætlana í síma 430 1000.
Almennar hæfniskröfur vegna allra starfanna:
› Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
› Sterk öryggisvitund
› Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til
að koma fram
› Gott vald á töluðu og rituðu máli, bæði á íslensku
og ensku
› Góð almenn tölvukunnátta
› Fyrri reynsla úr iðnaðarumhverfi er kostur
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
28. desember n.k. Þú getur sótt um á vef
fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn þína
á netfangið umsokn@nordural.is, eða póstlagt
umsóknina til Norðuráls á Grundartanga.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla
og kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Trúnaður
Við förum með umsókn þína sem trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað.
Norðurál á Grundartanga óskar að ráða í þrjár lykilstöður hjá fyrirtækinu:
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Framkvæmdastjóri skautsmiðju
og steypuskála, verkfræðingur í kerskála og
sérfræðingur í viðhaldsáætlunum