Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 96
vín&veisla14
C H I L E6 RAUÐVÍN
4 HVÍTVÍN
Mikil uppsveifla er í vínyrkju í
Chile í Suður-Ameríku. Útflutn-
ingur hefur aukist að sama skapi
um leið og gæðin. Árið 1995
voru um tólf vínekrur í landinu
en tíu árum síðar hafði þeim
fjölgað upp í sjötíu. Loftslaginu í
Chile hefur verið lýst sem mitt á
milli þess sem er í Kaliforníu og
Frakklandi. Algengustu þrúg-
urnar eru Cabernet Sauvignon,
Merlot og Carménère. Það voru
Spánverjar sem komu með fyrsta
vínviðinn til Chile eins og fleiri
landa í Suður-Ameríku um miðja
16. öld. Fyrir 1980 var megnið
af vínunum talið frekar lélegt en
með tæknivæðingu og gæðaút-
tektum tókst Chilebúum að kom-
ast í hóp þeirra vínframleiðanda
sem fremstir þykja í heiminum í
dag.
Mikil uppsveifla í Chile
Maipo-dalurinn liggur í miðju Chile í nágrenni við höfuðborgina Sant-
iago. Andesfjöllin eru austur af
dalnum og strandlengjan í vestri.
Þar eru elstu vínekrur Suður-
Ameríku.
Spænskir trúboðar voru þeir
fyrstu sem hófu vínrækt í Chile
um miðja 17. öld. Þeir tóku með
sér Pais-vínþrúguna, sem bar
höfuð og herðar yfir aðrar þrúg-
ur í landinu næstu 300 árin. Enn
í dag samanstendur helmingur
framleiðslu landsins af henni.
Undir lok 19. aldar fóru menn
að koma með aðra græðlinga af
vínviðum til landsins eins og Ca-
bernet Franc, Cabernet Sau-
vignon, Malbec, Merlot, Pinot
Noir, Sauvignon Blanc og Sémill-
on. Þarna urðu til víngerðarfyr-
irtæki sem enn standa styrkum
fótum í heiminum í dag. Þeirra á
meðal er Concha y Toro.
Saga Concha y Toro hófst 1883
þegar Don Melchor Concha y
Toro kom til Chile með vínvið frá
Bordeaux. Starf hans bar ávöxt
og í dag er Concha y Toro með
vínrækt á öllum vínræktarsvæð-
um Chile og Argentínu.
Þess má geta að til er skemmti-
leg saga af vandræðum Concha
y Toro en vín fyrirtækisins átti
það til að hverfa úr vínkjöllurum
þess. Don Melchor lét þá sögu út
ganga á meðal verkamannanna
sem komu að víngerð hans að
djöfullinn sjálfur hefði tekið að
sér hlutverk kjallaravarðar í vín-
kjöllurunum og allir sem tækju
þaðan vín ófrjálsri hendi fengju
hann á hæla sér. Skröksagan bar
árangur og í dag er þekktasta vín
Concha y Toro einmitt Casillero
del Diablo, það er Kjallari djöf-
ulsins.
Concha y Toro í Maipo-dalnum:
Enginn stelur af djöflinum
SÖGUSAGNIR Í vínkjallara
Concha y Toro átti andskotinn
sjálfur að hafa gætt vínanna.
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S
/G
E
TT
Y
CASILLERO DEL DI-
ABLO CHARDONN-
AY
Mjög aðlaðandi an-
anasilmur og smjör-
áferð. Suðræn-
ir ávextir í for-
grunni. Ferskt og
snarpt en fágað.
Langt og gott eft-
irbragð. Gott með
fiskréttum, kjúkl-
ingi og salötum. Eitt
mest selda hvítvínið frá Chile
á heimsvísu. Kr. 1.699.-
CASILLERO DEL DIABLO CABERNET SAUVIGNON
Ákafur ilmur af rauðum kirsuberjum og svörtum plómum. Vottar fyrir rist-
aðri eik. Þétt og fágað bragð. Súkkulaði, ber og ristuð eik í bland við nett
krydd. Vín sem ræður við fjölbreyttan mat og ekki skemmir fyrir að hann
sé grillaður. Vín sem hentar vel með lambi, grís, nauti og dökku fuglakjöti.
Kr. 1.799.-
TRIO MERLOT – CAR-
MENÉRE – CABERNET
SAUVIGNON
Mjög opið og aðlaðandi vín sem leik-
ur við lyktarskynið. Frábær blanda af þrem-
ur þrúgum sem gefur af sér mikla mýkt, þroskað tannín með kröftugum
endi og löngu eftirbragði. Gott vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúkling-
ur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d.
nautakjöt og villibráð. Kr. 1.899.-
MORANDÉ SAUVIGN-
ION BLANC
Hressandi ávaxta-
bragð með áberandi
perum. Þykk ending
sem gerir þetta frá-
bært matarvín. Kr.
1790.-
MONTES CABERNET
SAUVIGNON CARMEN-
ERE LIMITED SEL.
Dökkkirsuberjarautt. Með-
alfylling, þurrt, ferskt,
miðlungs tannín. Þétt-
ir eikartónar, skógarber,
vanilla, kaffi. Kr. 1.898.-
MONTES CHARD-
ONNAY RESERVE
Ljóssítrónugult, meðal
fylling, þurrt, ferskt.
Sítrus, epli, vanilla, eik.
Kr. 1.698.-
MONTES
SAUVIGNON
BLANC
Ljóssítrónugult.
Meðalfylling,
þurrt, ferskt.
Grösugir sítrus,
stikilsberja og
aspastónar. Kr.
1.598.-
MONTES MERLOT
Dökkrúbínrautt, mikil fyll-
ing, þurrt, ferskt, miðl-
ungs tannin. Sólbakað-
ur berjarauði, lyng, mosi,
eik, vanilla. Kr. 1.798.-
SUNRISE CABERNET SAUVIGNON
Brómber, sólber, þurrkaðar plómur og vanilla eru áberandi. Langvinnt
með mjög góðri fyllingu. Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Kr.
1.399.-
Kemur út 28. desember
Ferðalög
Benedikt Freyr • Benediktj@365.is • Sími 5125411
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband
MORANDÉ MERLOT
Ilmar af bláberjum,
grænum pipar og
fersku kryddi. Mjúkt
og gott eftirbragð. Kr.
1.790.-