Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 103
27 MENNING
Eftirtaldar bækur voru einnig nefndar:
KARÍTAS ÁN TITILS/ÓREIÐA Á STRIGA eftir
Kristínu Marju Baldursdóttur.
„Mynda saman sögu af lífi íslenskrar konu
sem fæðist í upphafi 20. aldar og deyr í ald-
arlok. Frásögnin er full af stórkostlegum
kvenlýsingum og miklum húmor um leið og
mikil og þung undiralda er í verkinu öllu.
Verk sem vantaði í íslenska bókmennta-
sögu.“
RIGNING Í NÓVEMBER eftir Auði Ólafsdóttur.
„Varla er hægt að gera upp á milli Rigning-
arinnar og Afleggjarans, en þessi bók verður
ofan á vegna þess að hún er ástarsaga, ferða-
saga og matreiðslukver – allt í senn. Persón-
urnar fylgja manni lengi eftir að lestri er
lokið. Gómsæt bók.“
LOVESTAR eftir Andra Snæ Magnason
„Mögnuð og hrollvekjandi saga af því hvern-
ig Ísland hefði sjálfsagt orðið ef góðærið
hefði haldið áfram mikið lengur, heimur þar
sem markaðssetningin á ástinni og dauðan-
um hefur náð fullkomnun sinni.“
LÖMUÐU KENNSLUKONURNAR eftir Guðberg
Bergsson.
„Bók sem er erfitt að gleyma og þolir ekki
aðeins endurlestur heldur líka náin kynni.
Hún sver sig á einhvern furðulegan hátt í
ætt við það besta sem höfundurinn hefur
gert á löngum ferli.“
MINNISBÓK eftir Sigurð Pálsson.
„Að muna, að vera ungur, að lesa. Sigurð-
ur nær þessari merkilegu tilfinningu, sem
er meira en að segja það, óháð öllu því sem
kann að hafa gleymst.“
ÓVINAFAGNAÐUR/OFSI eftir Einar Kárason.
„
Einar Kárason dregur upp óborganlega og
sprenghlægilega mynd af bændum og búa-
liði í vígahug og báðar sýna þær svo ekki
verður um villst að glíman við náttúruöflin
er sú sem mestu máli skiptir hér á þessum
hjara veraldar sem við búum á.“
SEGÐU MÖMMU AÐ MÉR LÍÐI VEL eftir Guð-
mund Andra Thorsson.
„Þegar Guðmundur Andri er góður, þá er
hann með þeim bestu. Því miður sóar hann
tíma sínum í dægurþras og pólitískt þvaður
þegar hann ætti bara að vera að skrifa um
ástina, eins og í þessari bók. Stíllinn er dás-
amlegur, litmjúkar persónur dregnar upp af
listfengi – og eftir allt hugsar maður um tím-
ann, gildi lífsins, eilífðina.“
SKIPIÐ EFTIR Stefán Mána.
„Besta og skemmtilegasta spennusaga
sem skrifuð hefur verið á íslensku. Alvöru
„strákabók“ með hressandi hryllingsívafi.“
SÓLIN SEST AÐ MORGNI eftir Kristínu
Steinsdóttur.
„Sjálfsævisögulegur tónn bókar Kristínar
er ómótstæðilegur í gríðargóðri hugleiðingu
um minni og fortíð.“
SÓLSKINSHESTUR eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur.
„Ég á eftir að lesa Góða elskhugann sem mér
skilst að sé ekki síðri.“
SÓLSKINSRÚTAN ER SEIN Í KVÖLD eftir Sigfús
Bjartmarsson.
„Þessi ferðasaga um rómönsku Ameríku er
eins og gott og hjartastyrkjandi skot, skal
drekkast hægt og helst lykta aðeins fyrst.
Og hvergi hef ég lesið kjarnyrtari ensku-
slettur.“
SVEIGUR eftir Thor Vilhjálmsson.
„Geysilega fallegur texti, alger unaðslestur.
Ljóðrænan ber lesandann frekar inn á við
en áfram. Einstök tilraun til þess að flytja
okkur hugmyndaheim 13. aldar og máta
hann við okkar eigin.“
TRYGGÐARPANTUR eftir Auði Jónsdóttur.
„Áhrifamikil táknsaga um óttann við fram-
andleika og sérgæsku Vesturlandabúa. Um
leið er þetta sannfærandi sálfræðileg skáld-
saga – og svo eru í henni fleiri botnar.“
39 ÞREP Á LEIÐ TIL GLÖTUNAR eftir Eirík Guð-
mundsson. „Sjálfsmeðvitað verk og höfund-
ur kinkar kolli til Bréfs til Láru strax í upp-
hafi. Í báðum þessum verkum er verið að
reyna að fanga tíðarandann sem tekst að
vissu leyti en misheppnast líka vegna þess
að stíll þessara rithöfunda er einungis sjálf-
um sér líkur.“
Þessar bækur voru líka nefndar:
Segja má að sumir höfundar hafi „goldið“
fyrir að senda frá sér hvert úrvalsverkið
á fætur öðru, þar sem atkvæði dreifðust á
milli bóka. Þrír höfundar voru tilnefndir
fyrir þrjár bækur hver:
BRAGI ÓLAFSSON
Gæludýrin: „Í fyrstu tveimur skáldsögum
sínum kynnti Bragi Ólafsson íslenska les-
endur fyrir annars konar húmor en þeir
áttu að venjast, stundum hefur hvarf-
lað að mér að þessi sérstaka kímni gangi
aftur í Næturvaktinni, Dagvaktinni og
Fangavaktinni.“
Samkvæmisleikir:„Ekki var auðvelt að
velja úr skáldsögum Braga, en þessi fær
atkvæðið þó það væri ekki nema fyrir
að hún breytti algjörlega hvernig ég lít á
ákveðið horn af vesturbænum.“
Sendiherrann: „Makalaus skáldsaga
um glæp og refsingu, skáldskap og veru-
leika. Aðstæður og persónur í Sendiherr-
anum er næstum því óbærilega sannar,
pínlegar, sorglegar og fyndnar.“
GYRÐIR ELÍASSON
Hótelsumar: „Það verður aldrei lögð nógu
mikil áhersla á mikilvægi verka Gyrðis.
Stöðugt færir hann okkur ný sjónarhorn
á hversdag og undur.“
Sandárbókin: „Í Sandárbókinni eru
náttúrumyndirnar ógleymanlegar, ein-
semdin þrúgandi og myrkrið í mann-
eskjunni aldrei jafn svart. Yfir öllu vakir
vandvirkni Gyrðis og látlaus stíll, sem
fangar mann ár eftir ár.“
Milli trjánna: „Svona gott smásagna-
safn er vandfundið. Hver saga hefur sína
rödd en saman mynda þær áhrifamikla
hljómkviðu – maður vill ekki að þær taki
enda.“
SJÓN:
Skugga-baldur (sjá 5. sæti.)
Rökkurbýsnir: „Það eru fáar bækur sem
draga mann í undirdjúpin - jafnvel bók-
staflega - eins og þessi gerir svo liggur
við drukknun.“
Með titrandi tár: „Þrátt fyrir að
Skugga-baldur sé verðlaunabókin þá eru
þræðirnir sem Sjón vefur hér svo ótrú-
lega margir og fjölbreytilegir að ég tek
þessa framyfir.“
Þrír höfundar til viðbótar voru tilnefndir
fyrir tvær bækur hver:
JÓN KALMAN STEFÁNSSON:
Sumarljós og svo kemur nóttin (sjá 3.
sæti).
Himnaríki og helvíti: „Í Himnaríki og hel-
víti fann Kalman eitthvað hárfínt jafn-
vægi sem gerir honum kleift að fjalla um
líf og dauða, ást og skáldskap á hátt sem
margir héldu að póstmódernisminn hefði
gengið af dauðum.“
STEINAR BRAGI
Áhyggjudúkkur (sjá 4. sæti)
Konur: „Steinar Bragi er alltaf skemmti-
lega á skjön og er gríðarlega öflugur í
þessari beittu og grimmilegu sögu.“
SÖLVI BJÖRN SIGURÐSSON:
Fljótandi heimur: „Það er bara svo fjandi
mikill galdur, tregi og fegurð í þessari
bók Sölva að þótt hún sé fljótlesin þá er
nauðsynlegt að slóra aðeins með hana og
leyfa henni að seitla í rólegheitum inní
undirmeðvitundina.“
Síðustu dagar móður minnar: „Dem-
anturinn í bókaflóðinu þetta árið. Alveg
hreint frábær skáldsaga sem staurblindri
bókmenntaverðlaunanefndinni tókst ein-
hvern veginn að horfa fram hjá.“
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI:
Dyr að draumi.
Hvert orð er atvik.(Sjá ljóð.)
1. YFIR EBRÓFLJÓTIÐ
Eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur.
„Magnaðasta stríðsádeila
sem komið hefur út á
íslensku síðan Laxness sendi
frá sér Gerplu.“
„Ein glæsilegasta skáld-
saga áratugarins – fátt hefur
magnaðra verið skrifað um
stríð.“
„Ekki aðeins besta skáld-
saga áratugarins heldur eitt
besta íslenska skáldverkið
yfirleitt.“
„Ein af merkustu skáld-
sögum síðari ára á Íslandi.
Stríðssaga sem stenst sam-
anburð við hliðstæð verk í
vestrænni bókmenntasögu,
um leið og hún hefur að
geyma miskunnarlaust upp-
gjör við eðli hugsjóna.“
2. YOSOY
Eftir Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur.
„Guðrún Eva sýnir lesend-
um sínum ekki í sér hjart-
að en hún megnar að kveikja
eitthvað í hugskoti þeirra
sjálfra sem þeir höfðu ef
til vill ekki séð þar áður.
Hvernig er hægt að svara
sífellt frekari kröfum í sam-
tímanum eftir því að mann-
eskja sýni allt og segi allt
um sjálfa sig með opinská-
um hætti?“
„Sýn Guðrúnar Evu á
mannlega tilveru er svo
skörp að maður fellur á köfl-
um í stafi yfir því hversu
næmur og klár höfundur
hún er.“
„Guðrún Evu tekst að
skapa svo magnaða jarð-
tengingu í þessa fantasíu að
maður efast aldrei um ónátt-
úrulega hæfileika meðlima
hryllingsleikhússins.“
3. SUMARLJÓS, OG SVO
KEMUR NÓTTIN
eftir Jón Kalman Stefánsson.
„Í fyrstu kann mann að virð-
ast sem þorpið sé heimur út
af fyrir sig úr tengslum við
umheiminn en svo er ekki.
Sýnt er hvernig aldarandinn
lætur engan ósnortinn enda
þótt einstaklingar kunni að
vera mismóttækilegir fyrir
honum.“
„Bæði nýstárleg og gam-
aldags, sár og fögur í senn.
Kjaftasagnaelementið sem
við þorpsbúarnir á þessu
örlandi þekkjum svo vel
vefur upp á sig og úr verð-
ur aldeilis magnaður sagna-
bálkur sem umfram allt er
skemmtilegur.“
4. HÖFUNDUR ÍSLANDS
Eftir Hallgrím Helgason.
ÁHYGGJUDÚKKUR
Eftir Steinar Braga.
Um Höfund Íslands: „Frá-
bær skáldsaga sem stendur í
skugga höfundar síns. Virk-
ar á mörgum plönum, sem
raunsæissaga, menningar-
pólitísk krufning og skáld-
skapur um skáldskap.“
„Uppgjör við „höfundinn“
og „stærstu bók“ liðinnar
aldar, hugmyndanáman
rudd og stílgáfan nær hæst-
um þroska.“
Um Áhyggjudúkkur: Stein-
ar Bragi lýsir persónum
sem lifa í varanlegu tómu
núi skömmu fyrir jól við
Laugaveginn sem maður sér
ekki sömu augum eftir lest-
ur bókarinnar.“
„Verk sem tengdist tím-
unum á annan hátt en áður
hafði tíðkast í íslenskum
bókmenntum og er enn í
dag besta lýsing á þeim sam-
tíma sem nú hefur hvolfst
yfir okkur með ömurlegum
afleiðingum. Þetta var allt
þarna.“
5. SKUGGA-BALDUR
Eftir Sjón.
„Góð skáldsaga, vel skrifuð,
hefur haldgóða byggingu,
eftirminnilegar persónur, er
spennandi aflestrar, skilar
erindi sínu á gefandi hátt –
hefur í raun flest sem vönd-
uð skáldsaga þarf að hafa.“
„Klárlega bók áratugar-
ins á Íslandi og kannski á
Norðurlöndum. Sprúðlandi
og margræður skáldskapur
með þungum siðferðilegum
undirtóni grípur mann strax
en bókin heldur áfram að
dýpka við hvern lestur.“
Bestu skáldverkin að mati álitsgjafa
Höfundar tilnefndir
fyrir flestar bækur