Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 112

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 112
56 12. desember 2009 LAUGARDAGUR M iðbæjarro... hamstr- arnir Hugleikur og Lóa eru komin langt út fyrir hefð- bundin heimkynni sín. Hugleikur er náfölur og skjálf- andi eftir bílferðina og Lóa afsak- ar sig og segist vera óörugg undir stýri enda eigi hún ekki bíl. „Er maður ekki smá lúser verandi um þrítugt og þurfa alltaf að fá lánað- an bílinn hjá stóru systur sinni?“ spyr hún afsakandi. „Það er ekk- ert auðvelt að rata hingað. Það birtist aldrei neitt Ikea-skilti og svo fórum við óvart tvo hringi á hringtorginu.“ Hugleikur er ekki einu sinni með bílpróf. „Ég ætla ekki að fá mér bílpróf fyrr en ég er búinn að barna stelpu,“ segir hann kok- hraustur. „Þá hef ég níu mánuði til að drífa í því.“ Ristir ekki upp bangsa Hugleikur og Lóa eru leiðandi í teiknimyndasögugerð á Íslandi. Hulli er náttúrlega landsfrægur fyrir sjúklega dónalegu spýtukarl- ana sína í „Okkur“-bókunum. Öllu því ógeðslega fyndna dóti hefur nú verið safnað saman í risabókina 1001 okkur. Auk þess hefur hann stofnað bókaútgáfuna Ókeibæ(kur) og gefur þar út sjálfan sig í hinni bráðfyndnu smábók Íslensk dæg- urlög. Þar hæðist hann að lands- frægum popptextum. Ókeibæ(kur) hafa einnig gefið út fyrstu bók Lóu, hina bráðsmellnu Alhæft um þjóð- ir. Þar fabúlerar hún á næman hátt um þau grundvallar karakterein- kenni sem aðskilja þjóðir og eng- inn hefur viljað hafa hátt um áður. Mér finnst því upplagt að alhæfa nokkuð djarflega og spyr: Er ekki pirrandi fyrir ykkur að fá ekki almennilegt café au lait hérna í Ikea? „Ég verð því miður að eyði- leggja þessa alhæfingu því ég drekk aldrei café au lait, helst bara uppáhelling,“ segir Hugleik- ur. „Mér finnst bara stórt atriði að koma hingað því ég fíla þess- ar kjötbollur svo vel,“ bætir hann við og kjammsar á sænskri bollu, sultu og rauðkáli. „Mér finnst gaman í Ikea!“ opin- berar Lóa. Nei, hættu nú alveg!? „Í alvörunni. Ég er aðallega í smávörunum. Á ég segja þér eitt? Það er ódýrara að kaupa Ikea-púða og rista þá upp og hirða fylling- una en að kaupa fyllingu í vefnað- arvöruverslunum. Þetta er ástæð- an fyrir því að ég er komin hingað því ég er að búa til jólagjafir. Púð- arnir í Tiger eru asnalega dýrir af því að það eru pallíettur á þeim og ég þarf þær ekkert, bara innvolsið. Mig langar ekki beinlínis í fylling- una í böngsunum úr Góða hirðin- um. Það væri einum of að rista upp bangsa.“ Ert þú svona neytendasinnuð? „Eða nísk. Annaðhvort. Ég er enn þá á námslána-fjárhagsáætlun.“ En þú, Hugleikur? „Nei, ég er ekkert voða flínkur með peninga.“ Hvað ert þú að gera í Ikea? „Ég gerði lista áður en ég lagði af stað,“ segir hann og dregur upp þéttskrifað blað: „Óhreinat- auskörfur, mottur – ég þarf að fá tyrkneskt teppi, en það er líklega ekki til hérna, allavega ekkert almennilegt – stóra skál, plöntur, skurðarbretti úr tré, litla pönnu, straubretti, púða, skóhillu. Og svo þarf ég líka að kaupa straujárn og blandara.“ Jólastress er lúxusstress Ikea spilar stórt hlutverk í lífi ungs fólks. Þessu menningarfyrir- bæri voru gerð eftirminnileg skil í myndinni Fight Club þegar Edward Norton sá líf sitt borið saman við Ikea-bækling. Þetta atriði hafði djúpstæð áhrif á bæði Hugleik og Lóu. „Það er reyndar ekkert allt í Ikea-húsgögnum heima hjá mér því ég á fæst húsgögnin þar,“ segir Lóa. „Ég sit til dæmis í sófanum hans Benna Hemm Hemm heima hjá mér.“ Hugleikur getur ekki flúið Ikea- vætt líf sitt. „Ég er með tvö borð, sófa, sex stóla, fullt af einhverjum smávörum og rúm. Fokk, þetta er allt úr Ikea! Ég er örugglega með annan persónuleika heima hjá mér.“ Nú kemur annar miðbæjar- hamstur með bakka gangandi inn í veitingasal Ikea og Hugleikur og Lóa veifa til hans fagnandi. „Þetta er bara eins og þegar maður hittir Íslending í útlönd- um!“ segir Hulli glaður. Já, það er náttúrlega önnur teg- und af fólki hér en í miðbænum. „Allt fyrir utan 101 er hillbillí kántrí,“ segir Hugleikur. „Það er náttúrlega enginn yfir fertugu oní bæ, nema ógeðslega háaldrað fólk sem lítur út fyrir að komast ekki úr miðbænum,“ segir Lóa. Eruð þið komin í jólaskap? „Já og nei,“ segir Hulli. „Það er alltaf svo mikið að gera hjá mér að ég man ekki eftir að fara í jóla- skap fyrr en alveg rétt fyrir jól. Og það er alltaf gaman. Ég er ekk- ert mikið að væla yfir jólastress- inu. Jólastress er lúxusstress. Að stressa sig yfir því að kaupa gjafir og eitthvað. Mér finnst það nú ekk- ert vandamál.“ „Mér finnst leiðinlegt að segja Ikea aftur, en ég komst í jólaskap síðast þegar ég kom hingað. Þeir voru einir búnir að skreyta,“ segir Lóa. Kúk- og piss-húmorinn Lóa og Hugleikur þekkjast frá fornu fari og voru skólafélagar í LHÍ, sem hét líklega eitthvað annað þegar þau útskrifuðust. „Við erum með sömu gráðuna, en hún er miklu meiri teiknari en ég,“ segir Hugleikur. „Hún teiknar betur. Mínar teikningar eru bara eins og þær eru. Naumhyggja. Mínímal. Þegar ég legg mig allan fram og Lóa leggur sig alla fram er hún miklu betri en ég.“ „Ég er nú ekki svo viss um þetta,“ segir Lóa lítillát. „Ég hef samt samið einn svona brandara eins og Hugleikur gerir. Ég var bara að stríða honum og reyna að sýna fram á hvað þetta er auðvelt. Svo er þetta náttúrlega ekkert auð- velt.“ Þetta lítur samt út fyrir að vera auðvelt. Er mikið verið að herma eftir þér? „Ég fékk reyndar senda mynda- sögu í pósti í gær, já, nokkur A4- blöð. Kona á Seltjarnarnesi skrif- aði með: „Sæll Hugleikur. Þrettán ára sonur minn vildi endilega sýna þér þessa myndasögu.“ Myndasag- an er svona tveir spýtukarlar. Einn segir Fokk jú, I shit on you, og svo skýtur hann hinn með vélbyssu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona sent. Einu sinni fékk ég bréf frá Egilsstöðum: „Halló Hugleikur. Hér eru hugmyndir, þú mátt nota þær í næstu bók.“ Og svo var þetta eitthvað: „Ég er að deyja, ha ha ha, ég ætla að kúka í munn- inn þinn.“ Og svo framvegis.“ Ertu stoltur af þeim áhrifum sem þú hefur haft á æskuna? „Ekkert sérstaklega, en ekki út af kúk og pisshúmornum heldur út af teiknistílnum. Ég vil að krakkar sem eru að gera teiknimyndasögur stoppi ekki bara þarna. Maður þarf að læra módelteikningu og allt til að geta gert þetta vel.“ Dreifbýlisjussur og úthverfapakk Fólk er alveg hætt að móðgast yfir list. Það hefur eiginlega aldrei neinn móðgast og verið í sjokki yfir teikningunum hans Hugleiks. „Ég held að fólk sé bara hrætt um að vera talið ógeðslega heimskt og skilja þetta ekki ef það er á móti þessu,“ segir Lóa. „Þannig að allir eru bara: Ha ha ha, þetta er gróf pólitísk ádeila á neysluþjóðfélagið. Geðveikt fyndið.“ Nú? Er þetta ekki gróf pólitísk ádeila á neysluþjóðfélagið? „Ekki í upphafi, en svona þegar á leið varð ég meðvitaðri um það,“ segir Hugleikur. „Þú varst geðveikt hræddur þegar þú varst að byrja á þessu,“ segir Lóa. „Ég man eftir því þegar þú sýndir okkur þetta fyrst. Þá vorum við að sýna saman á Seyð- isfirði og þú varst búinn að vera að teikna allan daginn. Klárað- Allt utan 101 er hillbillí kántrí Þegar sást til Hugleiks Dagssonar og Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur í Ikea lengst suður í Hafnarfjarðarhrauni stökk Dr. Gunni á svæðið, forvitnaðist um hagi þeirra og át með þeim sænskar kjötbollur. ERUÐ ÞIÐ EKKI EITTHVAÐ AÐ VILLAST? Miðbæjarhamstrarnir Lóa og Hugleikur órafjarri náttúrulegum heimkynnum sínum í 101. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.