Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 118

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 118
62 12. desember 2009 LAUGARDAGUR J æja, hérna eruð þið þá komn- ir, gömlu mennirnir … Jóhann: „Gömlu mennirn- ir? Menn á besta aldri! Við Gunnar verðum ekki gaml- ir fyrr en við verðum komn- ir svona nálægt, tja, hundr- að!“ Er þetta eitthvað sem fólk af bítla- kynslóðinni hefur umfram aðra, að eldast ekki? Jóhann: „Sjáðu bara Stóns. Þeir eru eldri en við Gunni. Keith. Er hann ekki enn að sveifla sér í trjám eins og unglingur.“ Gunnar: „Við erum svona 3-4 árum yngri en þeir. Ég er 64 ára og Jóhann er 62 ára. Eiríkur, bróð- ir Jóhanns, var mikill vinur minn. Fyrstu skrefið mín á gítarnum voru tekin á Ásabrautinni heima hjá frænku Eiríks.“ Jóhann: „Þetta var þannig að faðir okkar dó úr lömunarveiki fjór- um dögum áður en ég fæddist svo föðursystir okkar ól Eirík upp. Ég man að Eiríkur talaði um að Gunna færi rosalega fljótt fram á gítarn- um. Erlingur Björnsson var allt- af hljómakóngurinn því hann átti bók með 3.400 hljómum og kunni þá flesta. Svo kom Gunni og allir sáu hvað hann þaut áfram í gít- ar kunnáttu. Hann tók þetta bara af alvöru.“ Heilbrigð samkeppni í Kef Hljómarnir voru kóngarnir en í Keflavík risu Óðmenn upp og ógn- uðu veldinu. Meðlimir fóru á milli banda, stundum með talsverðum látum. Jóhann: „Engilbert Jensen hætti í Hljómum og varð einn stofnandi Óðmanna. Þegar við vorum að æfa í Gagnfræðaskólanum í Njarðvík heyrðum við af því að Hljómarn- ir hafi verið að njósna um okkur. Komu og lágu á hleri. En auðvitað var keppni á milli banda, bara eins og í fótboltanum. En alltaf mikil virðing og gaman þegar við hitt- umst.“ Gunnar: „Heilbrigð samkeppni bara.“ Mynduð þið segja að þessi fyrstu ár í bransanum séu skemmtilegust, þegar menn eru ungir og frjóir? Gunnar: „Jú, langskemmtilegast. Það var allt svo nýtt fyrir manni.“ Jóhann: „En þetta var öðruvísi í byrjun. Við í Óðmönnum vorum ekki að spila neitt frumsamið efni.“ Gunnar: „Það var bara ekki lensk- an. Þótt við í Hljómum værum búnir að setja fullt af frumsömdum lögum á plötur þá spiluðum við þau aldrei á tónleikum, eða sjaldan. Það var ein- hver vantrú í gangi.“ Jóhann: „Að spila frumsömdu lögin kom ekki fyrr en Óðmenn voru orðnir tríó. Og meira að segja þá gerðum við ekki mikið af því.“ Heppni og seigla Bæði Gunnar og Jóhann hættu fljótlega í hljómsveitastússi og urðu lagahöfundar fyrst og fremst. Jóhann: „Ég fann mig ekki í þessu og myndlistin togaði líka alltaf. Til dæmis spilaði ég í þrjá mánuði með Náttúru og fannst sköpunargáfan alveg gufa upp. Að vera einn með mörgum í bandi tók svo mikið energí frá manni. Maður mætti kannski á æfingu kl. 10, en svo var enginn annar mættur fyrr en kl. 12 og þá var kannski stungið upp á því að fara frekar í bíó! Mér fannst hræðilegt að fara svona með tímann. Seinna fór ég í Póker af því að þar voru menn að landa einhverj- um samningi í útlöndum. Það rann svo auðvitað allt í vaskinn.“ Og þar hvarf sá meikdraumur … Gunnar: „Þetta meikerí er erfitt, maður.“ Jóhann: „Segðu, já.“ Hvenær hættuð þið þá að hafa það á stefnuskránni að verða alþjóðlegir listamenn? Jóhann: „Ég hef aldrei hætt því enda lít ég á mig sem lagahöfund sem á alveg erindi inn á alþjóðleg- an markað. Ég hef margoft fengið það staðfest með því að taka þátt í alþjóðlegum söngvakeppnum og mjög oft komist í úrslit. Ég er alveg klár á því að þetta er bara spurning um heppni og seiglu.“ Gunnar: „Ég nennti bara aldrei að spá í þessu. Ég hef búið erlendis, í Los Angeles, New York og Lond- on og ég nennti aldrei að fara á ein- hverjar skrifstofur og taka þennan rúnt. Til að ná árangri þarftu að sinna þessu. Þetta er bara sérdeild og fúltæm djobb.“ Jóhann: „Þetta er allt önnur staða ef þú ætlar að vera lagahöfundur. Mér finnst gaman að semja og taka upp en finnst handónýtt að þurfa svo að flengjast um að spila sömu lögin aftur og aftur. Ég vil eyða tímanum í eitthvað annað.“ Gunnar: „Það má líta á íslenska popptónlist sem ónotaða auðlind. Hún er bara notuð hérna á Íslandi en það mætti alveg flytja hana út.“ Jóhann: „Akkúrat! Sjáðu til dæmis í þessum erfiðleikum núna. Ef við ættum hljómsveit í sama klassa og Abba værum við mjög fljót að vinna okkur út úr kreppunni. Það er spurning hvort það ætti ekki bara að stofna hljóm- sveit undir stjórn Gunnars og fara að redda málunum hérna. Það er komið að okkur! Það mætti setja einu sinni 200 milljónir – upphæð sem þessir útrásargæjar sumir voru að fara með á einu kvöldi – í góða og skemmtilega tilraun.“ Lagið þarf að vera ókei Vetrarsól nefnist pakki frá Gunnari þar sem tónleikum hans í Borgar- leikhúsinu í október eru gerð skil á CD og DVD. Þá er kominn út diskur- inn Bæn með klassískri tónlist eftir Gunnar. Ný sólóplata Jóhanns heitir Á lengri leið. Þar eru tíu ný lög, en þau voru samin á löngum tíma. Jóhann: „Tónlist er ný þegar hún kemur út. Úrvinnslan skiptir öllu máli. Hvað segir þú um það, Gunni?“ Gunnar: „Þetta spilar allt saman. Lagið þarf náttúrlega að vera ókei. Maður veit aldrei með útkomuna. Hefur kannski háar hugmyndir og á von á að lag gæti gert það gott, en svo fellur það flatt. Það er allt- af spennandi að sjá hvað verður úr þessu.“ Jóhann: „Stundum lendir maður í því að lag sem maður heldur að ekkert geri verður vinsælt. Það var þannig með „Traustur vinur“. Það var bara hent inn af Upplyftingu af því að þá vantaði efni. Það var ekk- ert gert fyrir það en lagið vann sig upp einhvern veginn hjá fólkinu.“ Gunnar: „Þegar ég gaf út plötuna Himinn og jörð þá gerðu lögin „Vetr- arsól“ og „Þitt fyrsta bros“ ekkert í byrjun. Það var ekki fyrr en 2- 3 árum seinna að þau fóru að gera eitthvað.“ Jóhann: „… og eru orðin klassísk í dag. Svona er þetta.“ Heimur versnandi fer Gunnar og Jóhann eru ómyrkir í máli þegar þeir tala um þjóðmálin. Gunnar barði á pott í búsáhaldabylt- ingunni en Jóhann segist hafa verið löglega afsakaður því hann glímdi við veikindi. Hann samdi þó lag sem heitir „Komum þeim frá“ og Sigurð- ur mjólkurbóndi söng inn á plötu. Gunnar: „Það var rosastemning þarna. En svo koðnaði þetta bara niður. Þetta gæti alveg komið upp aftur.“ Jóhann: „Ef maður hugsar rök- rétt getur maður spurt sig: Við hverju var að búast yfirhöfuð frá þessum pólitíkusum? Í stað þess að þiggja öll góð ráð og stofna hrein- lega eitthvert fagráð til að vinna úr þessu voru bara þessir gömlu skarfar fastir í sínum flokksrömm- um látnir taka til. Nú heyrist hæst í þeim sem klúðruðu málunum. Nú vita þeir allt í einu allt betur en allir aðrir.“ Gunnar: „Það er ömurlegt að horfa upp á Alþingi núna. Ég næ þessu liði bara ekki.“ Jóhann: „Þetta fólk hugsar bara í fjögurra ára tímabilum. Hvern- ig er hægt að ætlast til að það hafi einhverja heildarsýn til komandi kynslóða. Það er reyndar ágætis hugsjónafólk þarna inn á milli en það koðnar bara niður því það fær engu framgengt.“ Hvernig finnst ykkur stemming- in á Íslandi í dag? Sjáið þið eintómt svartnætti fram undan? Gunnar: „Nei, ég held þetta sé bara heilbrigðara núna en það var. Það er reyndar ömurlegt að sjá hvernig margar fjölskyldur hafa það í dag.“ Jóhann: „Það er oft full mikið svartnætti sem blasir við úr fjöl- miðlum. En það er nú bara eins og það er, fréttamatið er að horfa allt- af á hið neikvæða. Ég var til dæmis að opna sýningu og halda tónleika en það sinnti því enginn fjölmiðill. Ef ég hefði verið barinn á staðnum hefði það komið í öllum fjölmiðlum. Maður ætti kannski að láta ein- hvern lemja sig næst til að komast í blöðin!? Það er margt bogið við ástand mála hjá poppurum.“ Gunnar: „Hvernig stendur til dæmis á því að tónlistarmenn hafa árum saman látið bjóða sér að spila í þáttum á Stöð 2 án þess að fá borgað fyrir það? Og hafa gert alla tíð.“ Jóhann: „Akkúrat. Nú er þetta víst orðið eins á Ríkissjónvarp- inu. Ef ég hefði átt að komast að í Kastljósi hefði ég þurft að æfa upp band og spila frítt. Ég sagði bara nei takk. Þess vegna gerði ég frekar myndband því það má nota það.“ Gunnar: „Þegar við í Hljómum vorum að spila fyrir Sjónvarpið á 7. áratugnum þá fengum við alltaf greitt fyrir það. Vel greitt, meira að segja. Ég held við höfum verið á leikarataxta. Síðan hefur heimur versnandi farið.“ Popp er vannýtt auðlind Gunnar Þórðarson og Jóhann G. Jóhannsson eru tveir af burðarveggjunum í musteri íslenska poppsins. Dr. Gunni hitti þá í vikunni til að forvitnast um nýju plöturnar með þeim, öll árin í bransanum og ástand þjóðmála. ÞETTA MEIKERÍ ER ERFITT, MAÐUR Jóhann G. Jóhannsson segir að heppni og seigla skipti öllu í meikinu en Gunnar Þórðarson nennti aldrei að spá í þetta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GÖMLU KEPPINAUTARNIR ÚR KEF Bara heilbrigð samkeppni. Jóhann: „Það sem kemur fyrst upp í hugann af lögum Gunnars er „Vetrarsól“. En svo man ég líka að mér fannst „Once“ af fjögurra laga plötu Hljóma æðislegt þegar ég heyrði það fyrst. En auðvitað hef ég heillast af mjög mörgu sem Gunnar hefur gert. Þarna var fyrirmyndin. Gunnar og Rúnar voru goðin. Maður hafði aldrei séð annað eins.“ Gunnar: „Uppáhaldslagið mitt eftir Jóa er „Don‘t try to fool me“. Það er náttúrlega tímalaus snilld. Það er svo einstakt lag.“ Jóhann: „Ég á nú eftir að láta þig fá nýja diskinn!“ Hafið þið gert eitthvað saman í músíkinni? Jóhann: „Ég hef samið texta fyrir þig, Gunni minn.“ Gunnar: „Ha, bíddu?“ Jóhann: „Það var haft samband við mig fyrir plötu með Pálma Gunnarssyni sem þú samdir lög á. Menn biðu bara í stúdíóinu og vantaði orð til að syngja og ég þurfti að snara fram nokkrum textum í mikilli törn. Svo samdi ég líka texta við lag sem Björgvin Halldórsson söng inn á plötu eftir þig og varð nokkuð vinsælt. Hvað hét það nú aftur?“ Jóhann raular laglínu lagsins en ekki kviknar á neinni peru hjá Gunnari. Jóhann um Gunnar og Gunnar um Jóhann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.