Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 132
76 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Jæja, svona fer
þegar maður
reynir að kveikja
í gömlum
glæðum.
Ljónið: Þú ert að fara í
ferðlag og haltu þig frá
öllum umsvifamiklum
fjárfestingum á meðan
efnahagskerfi heimsins
er enn að jafna sig.
Full górilla
gæti skrifað
þetta. Og svo
er fólk sem
trúir á þetta.
Þar
hefurðu
rétt fyrir
þér.
Þetta eru lygar!
Hver er það
eiginlega sem
finnur upp á þessu?
Á ritstjórnarskrifstofu
blaðsins
Hvernig
gengur með
stjörnuspána?
Hver veit?
Hann er
ofurölvi.
Ég og pabbi þinn erum svo
ánægð með einkunnirnar
þínar ...
... að við viljum
gefa þér gjöf.
FARSÍMI
Nú verða vinir þínir
hissa! Án nokkurs
vafa.
Ég hef verið sá eini sem hef ekki
haft farsíma og fólk var farið að
halda að við tilheyrðum einhverj-
um öfgatrúarflokki.
Hvaða
má
ég fá
mér?
Það eru epli og bananar í
skálinni þarna og svo eru
frosin ber í frystinum.
Þetta var svolítið
heilsusamlegt
svar við fremur
sykraðri
spurningu.
Já, þetta er mín
leið til að vera fyndin.
10. HVE
R
VINNUR
!
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL SW6 Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA Á MYNDINA!
FULLT AF AUKAVINNINGUM:
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA
VILTU
MIÐA?
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
FRUMSÝND 11. DESEMBER
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
Stundum fer ég sársvangur að versla til að fá fleiri og betri hugmynd-
ir. Fari ég saddur út í búð kem ég heim
með handsápu og saltstangir, en svang-
ur fylli ég körfuna af reyktum silungi,
nautalundum og appelsínusafa, sem
ætti að skammast sín fyrir verðmiðann.
Kræsingarnar reyna svo burðarþol pok-
anna til hins ýtrasta og heima bíða
þeirra örlögin á botni salernis-
skálar.
ÞEGAR ég kom heim úr einni af
þessum ferðum á dögunum sá ég
róna styðja sig upp við hús í göt-
unni minni. Ofar í götunni er gisti-
skýli fyrir heimilislausa og þetta
kvöld hitti ég í fyrsta skipti einn af
íbúunum. Hann hélt í þakrennu
með annarri og hin hélt á plast-
poka með núðlusúpupökkum
og studdist við hækju.
ÉG bauðst til að hjálpa
honum heim og hann
þáði það. Ég tók pok-
ann, sem var rifinn og
tættur – eftir að hafa
dregist eftir grófri
klæðningu húsanna í
götunni. Hann stopp-
aði nokkrum sinnum á
leiðinni til að kasta mæðinni og spurði
spurninga. Hann var mjög ölvaður og
ég átti erfitt með að skilja hann. En ég
heyri reyndar illa. Þegar við fórum að
nálgast gistiskýlið vissi hann nafn mitt
og ég hans. Hann vissi líka hvað ég er
gamall og við hvað ég starfa, en ég vissi
bara að hann ætti hvergi heima.
HANN hringdi bjöllunni í gistiskýlinu
og til dyra kom vinaleg kona og tók á
móti honum. Ég reyndi að tjasla pokan-
um saman þegar eitthvað datt á jörð-
ina. Ég beygði mig niður og sá Appolo-
stjörnurúllu, sem hann hafði fengið sér
með núðlusúpupökkunum. Lúxusinn
sem hann leyfði sér var í formi sælgæt-
is sem, þrátt fyrir smæð sína, kostar
örugglega á við tvær til þrjár núðlusúpu-
máltíðir.
ÉG get lítið gert til að hjálpa áfengis-
sjúklingum sem ráfa um göturnar og
eiga hvergi heima. Ég ætla ekki held-
ur að vorkenna þeim, þar sem vorkunn
hlýtur að vera það síðasta sem þeir þurfa
á að halda. En eftir kynni mín við rón-
ann í götunni minni get ég ekki annað en
hugsað til þeirra, þegar rigningin lemur
gluggann minn á meðan ég raða allt of
miklum mat inn í ísskápinn. Sjálfselskur
sonur neysluhyggjunnar, sem ég er.
Rónar