Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 132

Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 132
76 12. desember 2009 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, svona fer þegar maður reynir að kveikja í gömlum glæðum. Ljónið: Þú ert að fara í ferðlag og haltu þig frá öllum umsvifamiklum fjárfestingum á meðan efnahagskerfi heimsins er enn að jafna sig. Full górilla gæti skrifað þetta. Og svo er fólk sem trúir á þetta. Þar hefurðu rétt fyrir þér. Þetta eru lygar! Hver er það eiginlega sem finnur upp á þessu? Á ritstjórnarskrifstofu blaðsins Hvernig gengur með stjörnuspána? Hver veit? Hann er ofurölvi. Ég og pabbi þinn erum svo ánægð með einkunnirnar þínar ... ... að við viljum gefa þér gjöf. FARSÍMI Nú verða vinir þínir hissa! Án nokkurs vafa. Ég hef verið sá eini sem hef ekki haft farsíma og fólk var farið að halda að við tilheyrðum einhverj- um öfgatrúarflokki. Hvaða má ég fá mér? Það eru epli og bananar í skálinni þarna og svo eru frosin ber í frystinum. Þetta var svolítið heilsusamlegt svar við fremur sykraðri spurningu. Já, þetta er mín leið til að vera fyndin. 10. HVE R VINNUR ! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL SW6 Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA Á MYNDINA! FULLT AF AUKAVINNINGUM: TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA VILTU MIÐA? Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FRUMSÝND 11. DESEMBER BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Stundum fer ég sársvangur að versla til að fá fleiri og betri hugmynd- ir. Fari ég saddur út í búð kem ég heim með handsápu og saltstangir, en svang- ur fylli ég körfuna af reyktum silungi, nautalundum og appelsínusafa, sem ætti að skammast sín fyrir verðmiðann. Kræsingarnar reyna svo burðarþol pok- anna til hins ýtrasta og heima bíða þeirra örlögin á botni salernis- skálar. ÞEGAR ég kom heim úr einni af þessum ferðum á dögunum sá ég róna styðja sig upp við hús í göt- unni minni. Ofar í götunni er gisti- skýli fyrir heimilislausa og þetta kvöld hitti ég í fyrsta skipti einn af íbúunum. Hann hélt í þakrennu með annarri og hin hélt á plast- poka með núðlusúpupökkum og studdist við hækju. ÉG bauðst til að hjálpa honum heim og hann þáði það. Ég tók pok- ann, sem var rifinn og tættur – eftir að hafa dregist eftir grófri klæðningu húsanna í götunni. Hann stopp- aði nokkrum sinnum á leiðinni til að kasta mæðinni og spurði spurninga. Hann var mjög ölvaður og ég átti erfitt með að skilja hann. En ég heyri reyndar illa. Þegar við fórum að nálgast gistiskýlið vissi hann nafn mitt og ég hans. Hann vissi líka hvað ég er gamall og við hvað ég starfa, en ég vissi bara að hann ætti hvergi heima. HANN hringdi bjöllunni í gistiskýlinu og til dyra kom vinaleg kona og tók á móti honum. Ég reyndi að tjasla pokan- um saman þegar eitthvað datt á jörð- ina. Ég beygði mig niður og sá Appolo- stjörnurúllu, sem hann hafði fengið sér með núðlusúpupökkunum. Lúxusinn sem hann leyfði sér var í formi sælgæt- is sem, þrátt fyrir smæð sína, kostar örugglega á við tvær til þrjár núðlusúpu- máltíðir. ÉG get lítið gert til að hjálpa áfengis- sjúklingum sem ráfa um göturnar og eiga hvergi heima. Ég ætla ekki held- ur að vorkenna þeim, þar sem vorkunn hlýtur að vera það síðasta sem þeir þurfa á að halda. En eftir kynni mín við rón- ann í götunni minni get ég ekki annað en hugsað til þeirra, þegar rigningin lemur gluggann minn á meðan ég raða allt of miklum mat inn í ísskápinn. Sjálfselskur sonur neysluhyggjunnar, sem ég er. Rónar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.