Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 134

Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 134
78 12. desember 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 16 á morgun á Gljúfra- steini Þriðja í aðventu munu enn koma góðir gestir í stofuna á Gljúfrasteini. Lesin verða ljóð, brot úr ævisögu og skáld- sögu. Eyþór Árnason les úr Hundgá úr annarri sveit, Vilborg Davíðsdóttir úr Auði, Sigurður Pálsson úr Ljóðorku- þörf og Sólveig Arnarsdóttir úr Góða elskhuganum eftir Steinunni Sigurð- ardóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Upplesturinn hefst þegar gamla klukkan í forstofunni slær fjög- ur högg, kl. 16. > Ekki missa af... Á morgun lýkur sýningunni Evudætur í Listasafninu á Akureyri, en sýningin hefur staðið frá 24. október. Evudætur er samsýning þriggja listakvenna, Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur, Þor- bjargar Halldórsdóttur og Hrafnhildar Arnardóttur, en á sýningunni má sjá úrval saumaverka og innsetninga. Listakonurnar vinna allar með fundna hluti og ýmiss konar lífræn og ólífræn efni og aðferðir – lopa, silki, gervihár, tvinna, blúndur, bútasaum, kross- saum og flesta aðra sauma og efni sem tilheyra hinni kvenlegu arfleifð. Listasafnið er opið í dag og á morgun frá 12 til 17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar. Á morgun kl. 17 verða haldnir veglegir jólatónleik- ar í Grafarvogskirkju. Til- efnið er ekki smátt og varð- ar allt helgihald í kirkjunni við voginn næstu áratugi: það er verið að safna í sjóð til að kaupa orgel í kirkj- una. Aðgangseyrir rennur í orgelsjóð Grafarvogskirkju. Á tónleikunum koma fram margir af helstu listamönnum þjóðarinn- ar. Má þar nefna tenórsöngvarana Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Gissur Pál Gissurarson, fiðluleik- arann Hjörleif Valsson og píanó- leikarann Arnhildi Valgarðsdótt- ur. Allir fimm kórar kirkjunnar, yfir hundrað manns, koma fram ásamt stjórnendum sínum en þeir eru Hákon Leifsson, Oddný J. Þor- steinsdóttir, Arnhildur Valgarðs- dóttir og Guðlaugur Viktorsson. Mikið verður því um dýrðir á þessari aðventustund kirkjunn- ar. „Til stendur að fylla kirkjuna himneskum hljómi og flytja jóla- tónlist af ýmsum toga. Markmið tónleikanna er að koma gestum í jólaskap og fylla hug og hjörtu okkar allra tilfinningu fyrir nálægð jólanna og boðskap hinn- ar miklu hátíðar,“ segir Hákon Leifsson, organisti kirkjunnar, sem stendur fyrir tónleikunum. Um þessar mundir er Grafar- vogssókn tuttugu ára. Á uppvaxt- arárum sóknarinnar hefur margt gerst. Helgihald í sókninni, sem áður var í skólastofum, er nú í einni stærstu kirkju landsins. Í upphafi var aðeins einn prestur starfandi í sókninni en nú eru prestarnir orðnir fjórir, auk djákna og fjölda annarra starfsmanna. Mikil starf- semi af öllum toga fer fram í veg- legri kirkjubyggingunni. Í hinni lútersku kirkju er alda- gömul hefð fyrir því að orgelið sé meginhljóðfæri helgihaldsins. Mestur meistara hinnar lútersku kirkjuhefðar er J.S. Bach og hefur hann æ síðan verið fyrirmynd ann- arra meistara innan kirkjunnar. Í öllum kirkjum landsins er hljóð- færakostur undirstaða tónlistar- flutnings við stórhátíðir, útfarir, hjónavígslur, skírnir og ferming- ar. Allar þessar stundir eiga sér djúpa merkingu í hugum þeirra einstaklinga sem taka þátt í þeim. Tónlistin er líka undirstaða dag- legs og almenns helgihalds, þannig að miklu skiptir að vel sé vandað til verka þegar hljóðfærakostur er valinn. Orgelið er hljómmikið í eðli sínu og endurspeglar því eðli- lega kraftbirtingarhljóm guðdóms- ins þegar vel tekst til. Um árabil hefur verið á dagskrá sóknarinnar að fjárfesta í org- eli fyrir Grafarvogskirkju. Orgel hefur verið hannað með aðkomu færustu sérfræðinga úr ýmsum áttum og valinn hefur verið einn virtasti orgelsmiður heims til verksins, Ernst Seifert. Vel hefur tekist til við að safna fjármunum til þessarar framkvæmdar. Fyrir hrun hafði tekist að safna fé fyrir bróðurparti af andvirði orgels- ins en gengi íslensku krónunnar hefur fallið gríðarlega og hefur það tafið þessar fyrirætlanir í bili. Fjármunirnir liggja fyrir en hrökkva skammt eins og ástandið er og vænta menn þess að krónan styrkist innan tíðar á nýjan leik þannig að fyrirætlanir og bygg- ing orgelsins nái nýju flugi í náinni framtíð. Orgel endast um aldir og ævi sé þeim vel viðhaldið. Orgelið mun þjóna og prýða þessa veglegu kirkju á sorgar- og gleðistundum komandi kynslóða. Tónleikarnir til styrktar orgel- sjóði kirkjunnar eru liður í því að hvetja alla hlutaðeigendur til þess að fylgja eftir því verðuga mál- efni að smíða orgel í kirkjuna sem kirkjubyggingunni hæfir. Því kall- ar tónlistarfólkið sem fram kemur á morgun til sóknarbarna og ann- arra velunnara sinna nær og fjær að koma til samkomunnar á morg- un og leggja sitt lóð á vogarskál- arnar. pbb@frettabladid.is Orgelsjóður studdur TÓNLIST Stórtónleikar eru á morgun til styrktar kaupum á orgeli í Grafarvogskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ Sérðu muninn? Í dag kl. 14 verður dagskrá í Listasafni Íslands þar sem gestum er boðið að skyggnast á bak við tjöldin. Ólafur Ingi Jónsson, forvörður safnsins, mun fræða gesti um falsanir og fjalla um þær í tengslum við það sem kallað hefur verið „Stóra málverkafölsunarmál- ið“. Enn fremur mun rithöfundurinn Ragna Sigurðardóttir kynna bók sína Hið fullkomna landslag, sem fjallar á spennandi hátt um íslenskan listheim og hvaða atburða- rás fer af stað þegar falsað verk ratar inn á gólf í virtu safni. Nú stendur yfir sýning á verkum listmálarans Svavars Guðnasonar í safninu og mun Ólafur Ingi skoða höf- undarverk Svavars í þessu samhengi. Þekkir þú í sundur frumgerð og fölsun? Gestum gefst tækifæri til að ræða viðfangsefnið við Ólaf Inga og Rögnu í lokin. Fölsuð verk og ófölsuð MYNDLIST Verk eftir Svavar en hann hefur verið yndi falsara til þess MYND LISTASAFN ÍSLANDS Deleríum Búbónis gerist á aðventunni í Reykjavík á sjötta áratugnum á heimili Ægis Ó. Ægis forstjóra Gleðilegra jóla hf. og eiginkonu hans, frú Pálínu Ægis listunnanda og menningarfrömuðar. Forstjór- inn ætlar að flytja inn jólatré og ávexti fyrir jólin, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Þá eru góð ráð dýr og fátt vænna í stöðunni en að fresta jólun- um fram í mars! En þá kemur það sér vel að eiga góðan að á þingi, því mágur forstjórans er sjálfur jafnvægismálaráðherra Íslands. Það var í nóvember 1954 að Jón Múli kom með nýtt leikrit til þáverandi leiklistarstjóra Útvarps, Þorsteins Ö. Stephensen, og sagði að það væri skrif- að fyrir útvarp og væri eftir tvo höfunda, þá Ein- björn og Tvíbjörn. Svo vel leist Þorsteini á leikrit- ið að hann ákvað að flytja það þá strax, fyrir jólin, „enda er það, eins og allir vita, rétti tíminn til að flytja þetta verk“, sagði Þorsteinn þegar hann rifj- aði upp hvernig Deleríum Búbónis barst fyrst í hendur hans. Þannig hófst sigurganga söngvaleiksins Deleríum Búbónis, með frumflutningi í Útvarpsleikhúsinu á aðventu 1954. Höfundarnir, Einbjörn og Tvíbjörn, reyndust vera bræðurnir góðkunnu Jón Múli og Jónas Árnasynir. Útvarpsgerðin er frumgerð þessarar jóla- og bíl- númerarevíu, sem síðar stækkaði á alla kanta og fór ljósum logum um leiksvið landsins og naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Útvarpsgerðin frá 1954 skartar vinsælum leik- urum þessa tíma: Haraldur Björnsson er í hlut- verki forstjóra Gleðilegra jóla hf. Frú Pálínu Ægis konu hans leikur Emilía Jónasdóttir. Dóttur þeirra, Guðrúnu Ægis listdansara, leikur Kristín Anna Þórarinsdóttir. Jafnvægismálaráðherrann, bróð- ir frúarinnar, er leikinn af Þorsteini Ö. Stephensen og fóstursonur hans, Leifur Róberts tilvonandi tón- skáld, er leikinn af Lárusi Pálssyni. Sigga, vinnu- kona á Ægis-heimilinu, er leikin af Nínu Sveinsdótt- ur. Tónlistinni stjórnaði og útsetti Carl Billich og um hljóðfæraleik sá Karl Lilliendahl, en leikstjóri var Einar Pálsson. Á undan flutningi leikritsins kl. 14 á Rás 1 á sunnudaginn er fluttur formáli sem Þor- steinn Ö. Stephensen samdi og flutti við endurflutn- ing leikritsins árið 1973. Deleríum Búbónis LÁRUS PÁLSSON SYNGUR Á MORGUN upphaflega útgáfu af Áin er alltaf að vaxa sem er eitt magnaðasta djasslag í útgáfu Carls Billich frá árdögum lýðveldisins. „Vel grunduð þroskasaga frá upph ndu aldar, spennandi ogníu forvitnilegum tíma.“ páll baldvin baldvinsson / frét tablaðið 2. PRENTUN KOMIN átakamikil uppvaxtarsaga eins þekktasta landnema íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.