Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 144

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 144
88 12. desember 2009 LAUGARDAGUR Susanne Boyle hefur upplýst að hún þjáist af þunglyndi. Hún eigi það til að fá reiðiköst en þetta sé afleiðing af því einelti sem hún mátti þola í æsku. Boyle hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir að hún sló í gegn í Britain Got Talent-sjónvarpsþættinum og nýleg plata hennar hefur selst í bílförmum úti um allan heim. „Ég get farið upp og niður, skapið er alveg eins og jójó,“ segir Boyle í samtali við The Sun. Boyle átti erfitt með nám eftir að hafa orðið fyrir súrefnisskorti sem barn og söngkonan upplýs- ir í viðtalinu að henni líði best á sviði fyrir framan troðfullan sal af áhorfendum. „Ég gleymi bæði stund og stað, ég næ einhverri tengingu við áhorfendur og mér hefur verið sagt að ég sé allt önnur manneskja þar.“ Susan Boyle er þunglynd ÞUNGLYND EFTIR EINELTI Susan Boyle hefur stigið fram og upplýst að hún sé þunglynd eftir einelti í æsku. Söngkonan Rihanna lýsti því yfir í breskum fjölmiðlum að hún vildi leggja sitt af mörkum til að koma Cheryl Cole á fram- færi í Bandaríkjunum. Cheryl, sem er gift Chelsea-leikmannin- um Ashley Cole, var að gefa út sína fyrstu sólóplötu en hún er ein aðalsprautan í stúlknasveit- inni Girls Aloud. Cheryl hefur jafnframt sinnt dómarastörfum með miklum glæsibrag í breska X-Factor ásamt Simon Cowell og það var einmitt í þeim þætti sem Rihanna fékk þessa hugmynd. „Ég hitti hana eftir þáttinn og spurði hvort hún vildi ekki koma í tónleikaferð með mér um Banda- ríkin. Ég er alveg sannfærð um að Bandaríkjamenn eigi eftir að elska hana því hún er bæði falleg og frábær,“ sagði Rihanna og var augljóslega ekkert að spara lofið. Rihanna mun syngja og dansa í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en tónleikaferð- in hefst í Belgíu í apríl. Rihanna vill Cheryl Cole Í TÓN- LEIKA- FERÐ Rihanna vill fá Cheryl Cole til að ferðast með sér um Bandaríkin. Nokkrar vinkonur tóku sig til og héldu fyrsta stelpu-uppistandið á Næsta bar á mið- vikudaginn var. Á meðal þeirra sem tróðu upp var Ugla Egilsdóttir leikkona, sem var síðust á svið en vakti rífandi lukku meðal gesta. „Ég held að við höfum allar haft gaman af uppistandi nokkuð lengi, mér finnst til dæmis Sarah Silverman mjög skemmtilegur uppistandari, þannig að þegar Nadia fór að skipuleggja þetta var ekki hægt að slá hend- inni á móti því,“ segir Ugla. Aðspurð segist hún ekki hafa æft sig eins vel fyrir kvöldið og hún hafi ætlað sér og þess vegna fengið vinkonu sína til að taka að sér starf hvísl- ara. „Ég var ekki búin að æfa mig nógu vel. Ég ætlaði að vakna klukkan níu um morg- uninn og læra þetta allt utan að, en ég svaf yfir mig og þurfti að mæta beint í vinnu þannig að ég náði ekki að læra þetta nógu vel. Ég ákvað þá að nota vinkonu mína sem hvíslara og innlima það í atriðið,“ útskýr- ir Ugla og segist ekki hafa átt í vandræðum með að finna umræðuefni heldur hafi hana fyrst og fremst langað að segja aulabrand- ara. Viðburðurinn var mjög vel sóttur og var staðurinn troðinn út úr dyrum. Ugla segir að það hafi komið henni á óvart hversu margir létu sjá sig. „Þetta var mjög skemmtilegt og gekk mjög vel. Ég hélt að maður þyrfti að bjóða vinum og ættingjum til að fylla staðinn þannig að það kom mér á óvart hversu stórt í sniðum þetta varð.“ Því má með sanni segja að stúlkunum hafi tekist ætlunarverk sitt og sannað það í eitt skipti fyrir öll að stelpur eru víst fyndnar. - sm Ugla fór á kostum FYNDIN STÚLKA Ugla Egilsdóttir vakti mikla lukku með uppistandi sínu á Næsta bar á miðvikudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sloggi Romance 20% afsláttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.