Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 152
12. desember 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Aðeins munar tveim-
ur stigum á toppliðunum í ensku
úrvalsdeildinni fyrir helgina.
Chelsea tapaði um síðustu helgi
og Man. Utd tókst því að minnka
muninn með sigri.
Bæði lið eiga heimaleik um helg-
ina. Chelsea tekur á móti Everton
en Aston Villa sækir United heim.
Chelsea verður án Michaels Essi-
en sem meiddist í Meistaradeildar-
leiknum gegn Apoel Nicosia. Petr
Cech og Frank Lampard verða
aftur á móti með en þeir voru ekki
í liði Chelsea í vikunni.
Everton fær John Heitinga aftur
í sitt lið en hann var í leikbanni í
síðustu viku. Tim Cahill er aftur
á móti kominn í leikbann eftir
að hafa fengið fimm gul spjöld í
vetur. Svo verður Everton einnig
án Josephs Yobo sem er meiddur
og spilar ekki fyrr en eftir ára-
mót.
Stuðningsmenn Chelsea geta
leyft sér að vera bjartsýnir fyrir
leikinn enda hefur Everton ekki
unnið Chelsea í níu ár. Liðin hafa
leikið 23 leiki á þessum níu árum.
David Moyes hefur stýrt Evert-
on í 21 leik af þessum 23. Hann er
kannski aðeins bjartsýnni núna
enda hefur Chelsea verið að gefa
eftir upp á síðkastið. Chelsea hefur
ekki unnið þrjá síðustu leiki sína.
Það eru meiðslavandræði sem
fyrr hjá Man. Utd. Þrír lykilmenn
gætu þó snúið til baka. Það eru þeir
Wayne Rooney, Dimitar Berbat-
ov og Nemanja Vidic. Ryan Giggs
verður í byrjunarliðinu eftir að
hafa hvílt í vikunni. Það eru engir
leikmenn meiddir hjá Aston Villa.
United hefur haft algjört hreðja-
tak á Aston Villa. Villa lagði Man.
Utd í opnunarleik deildarinnar leik-
tíðina 1995-96 en hefur ekki unnið
United síðan. Villa hefur ekki tekist
að landa sigri í síðustu 27 leikjum
liðanna í deildinni og United er þess
utan búið að vinna síðustu 12 af 13
leikjum liðanna. Ekkert annað lið
hefur haft annað eins tak á Villa í
sögunni og tak United á Villa er það
mesta í sögu úrvalsdeildarinnar.
Það er svo stórleikur á sunnudag
þegar Liverpool tekur á móti Ars-
enal. Liverpool þarf sárlega á sigri
að halda. Fernando Torres gæti
byrjað deildarleik í fyrsta skipti í
sex vikur og Alberto Aquilani gæti
jafnvel fengið annað tækifæri.
Alexandre Song snýr til baka
úr leikbanni og mun líklega byrja
á miðjunni hjá Arsenal. Arsene
Wenger, stjóri Arsenal, vonast einn-
ig til þess að þeir Eduardo og Abou
Diaby verði klárir í slaginn.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool,
hefur sagt að tímabilið hjá þeim
byrji núna sem eru út af fyrir sig
áhugaverð ummæli. Liverpool er
í sjöunda sæti en þó aðeins fjór-
um stigum á eftir Arsenal sem er
í þriðja sæti.
Þrjú stig á morgun myndu því
gefa liðsmönnum Rafa mikið.
henry@frettabladid.is
Nær United toppsætinu?
Manchester United getur náð toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag fari svo
að liðið leggi Villa og Chelsea misstígi sig. Bæði lið eru reyndar líkleg til þess að
vinna leiki sína enda hafa þau ekki tapað gegn andstæðingunum í fjölda ára.
SIGURMARK Federico Macheda skorar hér sigurmark United gegn Villa í fyrra. Villa
vann United síðast í deildinni árið 1995. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
LEIKIR HELGARINNAR
Laugardagur:
Stoke - Wigan
Birmingham - West Ham
Bolton - Man. City
Burnley - Fulham
Chelsea - Everton
Hull - Blackburn
Sunderland - Portsmouth
Tottenham - Wolves
Man. Utd - Aston Villa
Sunnudagur:
Liverpool - Arsenal
Vínlandsleið 6-8
113 Reykjavík
Opið: Virka daga kl. 11-18
Laugardaga kl. 11-16
Sunnudaga kl. 12-16
FRÁBÆR VERÐ!
Puma First Round
Stærðir 36-41
Verð kr. 16.990
Puma First Round
Stærðir 37-41
Verð kr. 16.990
Puma First Round
Stærðir 36-39
Verð kr. 16.990
Puma Etoile Fade
Stærðir 36-41
Verð kr. 12.990
K-Swiss götuskór
Stærðir 37-41
Verð kr. 13.990
Vans götuskór
Stærðir 41-46
Verð kr. 14.990
Puma rennd peysa
Stærðir XS-M
Verð kr. 11.990
Puma bakpokar
Mikið úrval
Upprunalegt verð er
breytilegt milli poka
Outlet
verð:
Kr. 11.9
90 O
utlet ve
rð:
Kr. 11.9
90
Outlet
verð:
Kr. 8.99
0 Ou
tlet ver
ð:
Kr. 11.9
90
Outlet
verð:
Kr. 6.99
0 Ou
tlet ver
ð:
Kr. 7.99
0
Outlet
verð:
Kr. 2.99
0 Ou
tlet ver
ð:
Kr. 7.99
0
HANDBOLTI Þórir Ólafsson verð-
ur frá næstu tvær vikurnar að
minnsta kosti eftir að hann reif
vöðva í kálfa á æfingu með þýska
úrvalsdeildarfélaginu Tus-N-Lübb-
ecke nú fyrr í vikunni. Hann fór
í sneiðmyndatöku í gær þar sem
hann fékk þetta staðfest.
„Ég held að það sé ljóst að þetta
mun kosta að ég verði frá næstu
tvær vikurnar hið minnsta. Það
vill oft gerast að leikmenn fara of
snemma af stað eftir svona meiðsli
og því vil ég gefa þessu nægan
tíma,“ sagði Þórir við Fréttablað-
ið í gær.
„Þetta er óneitanlega svekkj-
andi því tímasetningin er mjög
slæm. Fram undan eru afar mik-
ilvægir leikir í deildinni og ekki
bætir þetta mína möguleika á að
komast á EM í Austurríki,“ bætti
hann við.
Þórir hefur átt frábæru gengi að
fagna á árinu. Hann hefur náð sér
afar vel á strik með sínu félagsliði
en þar er hann orðinn fyrirliði.
Hann hefur einnig verið fastamað-
ur í landsliðinu á árinu og þar til
hann meiddist þótti mjög líklegt
að hann myndi halda sínu sæti í
landsliðinu og spila á EM.
Þórir segir að þó það sé lík-
legt að hann verði orðinn heill af
meiðslum sínum þegar landsliðið
hefur æfingar í byrjun janúar er
slæmt að missa af leikjunum fram
undan í þýsku úrvalsdeildinni.
„Ég vildi auðvitað vera í mínu
besta mögulega standi þegar und-
irbúningurinn hefst fyrir EM. En
það verður bara að koma í ljós
hvernig það fer. Ég reyni að vera
bjartsýnn og gera mitt allra besta
til að halda mér í sem bestu formi.“
- esá
Þórir Ólafsson verður frá næstu vikurnar:
Tímasetningin slæm
ÞÓRIR ÓLAFSSON Þakkar hér áhorfendum fyrir stuðninginn að loknum leik með TuS-
N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í haust. Þórir er fyrir miðju. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
SUND Íslenska boðsundssveit-
in hafnaði í áttunda sæti af tíu
þjóðum í 4 x 50 metra skriðsundi
á EM í stuttri laug í Istanbul í
Tyrklandi. Íslenska sveitin missti
þær írsku fram úr sér á loka-
sprettinum en stelpurnar settu
nýtt Íslandsmet með því að synda
á 1:42,88 mínútum.
Ragnheiður Ragnarsdótt-
ir synti fyrsta sprett og var í
sjötta sæti eftir fyrstu fimm-
tíu metrana eftir að hafa verið
aðeins 3/100 hlutum frá því að
jafna Íslandsmet sitt. Ragnheið-
ur synti á 24,97 sekúndum. Ingi-
björg Kristín Jónsdóttir, Hrafn-
hildur Lútersdóttir og Inga Elín
Cryer tóku síðan við af henni og
kláruðu þetta sögulega sund.
Gamla landsmetið var orðið
fimm ára gamalt eða frá því
íslenska boðsundssveitin synti á
1:46,97 sekúndum í Vín 9. desem-
ber 2004. Holland vann gull á
nýju heimsmeti en sveitin synti á
1:33,25 mínútum.
Fyrr um daginn kepptu þrír
Íslendingar í fjórum greinum í
undanrásum. Davíð Hildiberg
Aðalsteinsson var sá eini sem
bætti sig en það gerði hann í 50
metra baksundi. Hrafnhildur
(200 m bringusund) og Inga (800
m skriðsund) voru nokkuð frá
sínu besta í greinunum. - óój
Heimsmet í boðsundi:
Ísland í 8. sæti
SIGURSVEITIN Sveit Hollands fagnaði
sigri í boðsundinu í gær en hún setti um
leið nýtt heimsmet í greininni.
NORDIC PHOTOS/AFP