Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.07.1961, Qupperneq 14

Vikan - 06.07.1961, Qupperneq 14
$0ftdýh tí£ IV UNDIR YFIRHEYRSLU Lætin úti á götunni voru blátt áfram ekkert í samanburði við allan þann hávaða, sem ríkti inni í höfuð- stöðvum flokksins. Byrjaði það með þvi, að tuttugu menn komu þramm- andi á þungum stígvélum niður þrep- in og þustu út á götuna. Voru þeir allir klæddir grænum skyrtum, með örvakross á erminni, en fyrir þeim fór grannur maður, hvasseygur og holdskarpur. Hann var einna líkastur ofstækisfullum munki frá miðöldum. Lyfti hann nú hendi sinni, og liðs- menn hans svöruðu með því að standa kyrrir eins og myndastyttur. En Gabor skipti sér ekkert af þess- ari kveðju. — Farið þið ekki bráðum að hætta þessum skrípaleik? hrópaði hann. — Ég vara ykkur við. — Ég er búinn að fá nóg af fíflaskap ykkar. — Þér hafið skipun um að fylgjast með okkur, gelti foringinn, og er Gabor geröi sig ekki liklegan til að hlýðnast því, öskraði hann til manna sinna: — FæriO hann brott! Vitanlega mátti Gabor sín einskis gegn þeim öllum. Gripu örvakross- menn okkur þegar og fóru með okk- ur inn i húsið. — Kunnið þið annars hreint ekki að skammast ykkar? æpti foringinn, þegar inn í skrifstofu hans var kom- ið. — Þér, sem eruð ungverskur liðs- foringi, leggizt svo lágt að sýna þessu Gyðingahyski hjálpsemi, og notið meira að segja bifreið til þessara skít- verka. Nú stendur svo á, að viö þurf- um á þessum bíl að halda. Á striðs- timum verða þarfir þjóðarinnar að ganga fyrir, og það er okkar að sjá fyrir þeim! — Lögreglan er nýbúin að viður- kenna rétt minn til að nota bifreið- ina, svaraði Gabor. — Þér eruð ekki dómari, svo þér getið ekki tekið þann rétt frá mér. — Nei, ég er ekki dómari, svaraði maðurinn og hló svo að ásjóna hans varð líkt og á ránfugli. — En nú verðið þér fluttur til Radetzky-lier- skálanna í viðeie-andi varðgæzlu, og þar verður mál yðar rannsakað samkvæmt reglugerðinni. Síðan hinn 15. okt. þegar örva- krossmenn tóku völdin í sinar hend- ur, hafði herdeild ungverskra nazista haft aðsetur í Radetzky-herskáiun- um, svo að þessi ákvörðun hans spáði engu góðu. Næst kom röðin að mér. Ég var fengin í h.r.dur þremur feit- um kerlingum, er rannsökuðu mig frá hvirfli til ílja. Auðvitað fundu þær litlu skammbyssuna, sem ég hafði í vasa mínum. — Svo aö þér beriö vojin d yöur! urr- aði þessi leiðjndaseggur. — Jæja, hernaðaryfirvöldin skera úr um hvort það sé leyfilegt eða ekki. En það má víst senda yður líka I stutta heim- sókn til hermannaskálanna. ÞEGAR til Radetzky-herskálanna kom, var ég leidd eftir löngum, stein- lögðum gangi, inn á stóra skrifstofu til kapteins í heimavarnarliðinu. Stóð hann úti við glugga þegar ég kom inn, og sneri baki við mér. Þegar dyrunum hafði verið lokað á eftir mér, sneri hann sér við. — Hamingjan góða! sagði ég og saup hveljur. — Morton Homonnai! Hann lét sem hann hefði ekki heyrt til mín og bæxi engin kennsl á mig, — Við skulum athuga mál yðar ofurlítið, mælti hann. — Mér hefir verið tilkynnt simleiðis, að vopn hafi fundizt í fórum yðar og að þér hafið valdið opinberu hneyksli úti á götu, allt saman vegna ógeðslegrar sögu um einhverja Gyðinga. Ég hafði engu að svara. Ég þekkti þenna fræga vatnsknattleikssijJHipg svo prýðilega og var nákunnug fojfc’ tíð bans. Hann var sonur húsvárðar i stórhýsi við Apponyitorg. Hafði kaupmaður eini af Gyðingaættum fengið augastað á honum, komið non- um i skóla og kostað hann síðan á háskóla. Ég þekkti einnig konu hans. Kato Szöke. Var hún mikil sundkona og Gyðingur að ætt. Þau áttu elna dóttur, Katalínu, og hafði ég oft synt með henni sum- arið áður, 1 sundlauginni á Margit- eyju. Þessi stúlka hlaut gullmerki á Ólýmpiuleikunum i Helsingfors árið 1952, og notaði þá ættarnafn móðui sinnar, Szöke, Homonnai var ekki foringi i fastahernum, og hlaut þvi að hafa komizt svo fljótt til metorða vegna starfsemi sinnar innan örva- krosshreyfingarinnar. Einn þeirra manna, sem höfðu flutt mig, lagði skammbyssuna mína á skrifborðið fyrir framan setuliðs- stiórann. í því skyni að gefa mér tima ti) að verða sem óstyrkust á taugum, tók hann að athuga byssuna mjög rækilega. — Ég vænti að þér gerið yður grein fyrir þvi, að bæði þér og Gabor Alapy kapteinn hafið unnið til mjög þungrar refsingar? spurði hann loks- ins. — Vér getum ekki látið það við- gangast, að ungverskur liðsforingi svívirði heiður hersins með því að reyna að vernda hin hebresku sníkju- dýr. — Mér finnst að þér smánið sjálf- ur heiður hersins allmikilu meira en Alapy kapteinn, svaraði ég. — Og sé það ætlun yðar að fara að kenna honum föðurlandsást, þá minnizt þess, Homonnai, að þér eruð sjálfur ættaður frá Slóvakíu, og heitið réttu nafni Hlavati! Hins vegar vita ailir að Alapy kapteinn er af ungverskum aðalsættum og að fjölskyldunafn hans er Alapy de Rétalap de Naijylcemlék, og að einn forfeðra hans var undir- konungur í Króatíu! Það veit og hver einasti maður, að foringi ykkar Ferenc Szalasi, heitir í raun réttri Szalosjam og er armenskur að ætterni. Og hvað snertir Béla Imrédi, hinn mikla andsemitislr" nródikara, þá liggur amma'hans g ’P.fin í kirkjugarði Gyð- inga. Vafah ur/ ' t tolja að Gabor hefði ausið sér yíir nomonnai, enda virtist hann eklfi ha.r. iöngun til að ég lýsti nánar ætivr ' "ns m.eðal Júða. — Nú er nóg komið! öskraði hann. —Þið verðið bar,öi seid í hendur N-emz- \t\ SSámonkéroTeszék.' >essi þriðji staður sem við vorum nú flutt til, var eins konar örvakross- dómstóll, sem var illræmdur í meira lagi. Maður sá er átti að yfirheyra mig þar, var nýbakaður liðsforingi. Þurfti enga skarpskyggni til þess að sjá, að hann hafði nýlega verið hækkaður I tign. Komst ég síðar að því að hann hét Szabo. Honum varð ekki andartak á að haga sér eins og siðuðum manni sómdi. Visaði hann mér ekki einu sinni til sætis, en ruddi þegar í stað yfir mig steypiflóði af spurningum, sem mér var með öllu ómögulegt að finna nokkurt samhengi í. Var greini- legt að hann hafði nýlega setið á stuttu námsskeiði i yfirheyrslum. Markmið hans var án efa að brjóta niður mótstöðuafl mitt. Þegar klukku- stund var liðin, neitaði ég að svara einni einustu spurningu, nema ég fengi að setjast. Þá brosti Szabo. Nú hélt hann að takmarkinu væri náð. Setjizt þér! sagði hann og hélt svo áfram þessurn endalausu spurn- ingum, en batt sig nú aðallega við tvö atriði: Hvernig við höfðum kom- izt í samband við sænska sendiráðið og hvernig ég hefði náð i skámríibyss- una. Höfðu Sviar látið mig fá þana? Ég neytti síðustu krafta minna til í næsta blaði fellur þessi saga niður sökum þess að blaðið er unnið langt fyrirfram vegna sumarleyfa. Hins- vegar heldur sagan áfram í 29. blaði. V4 wíkan

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.