Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 3
Útgefandi: VIKAN H.F.
' BitstjóH:
*GÍ«U SigurBsaon (ábro.)
. AuglýBÍngastJóri:
Jóhannes J.örundssoti.
FrarakviemdaatjóH:
Hilmar A. Kristjánsson.
Ritstjórn og nuglýsingnr: Sklpholtl
33. Slmnr: 35320, 35321, 35322. Póst-
hólf 149. AfgreiBsla og drelfing:
Blaöadrelting, Mlklubraut 15, alm)
36720. Drelfingarstjóri: Óskar Karls-
son. VerB I iausasölu kr. 15. Askrift-
arverfl er 200 kr. ársþriBjungsiega,
greiBlst fyrlrfram. Prentun: Hilmir
h.f. Myndamót: -Rafgraí h.L
/ næsfa blaði verdur m. a.:
* Mér líkar spikið bezt. Rætt við færeyska fjölskyldu á þjóð-
hátíðardegi Færeyinga.
* í fullri alvöru: Dýrkeyptar mínútur. Drómundur ræðir um-
ferðarmál.
* Líkið í tjörninni. — Sakamálasaga eftir Rufus King.
* Beðið eftir hneykslinu. — Fjórar síður með myndum og
frásögn af lífinu í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina.
* Ekki er allt gull sem glóir. — Smásaga eftir Edvin Blunt.
* Fjórði hluti kvikmyndasögunnar: Presturinn og lamaða
stúlkan. .....
* Hefnt fyrir Hood. Annar hluti frásagnar Gunnars M. Magnúss
af viðureign Bismark og Hood.
* Er maðurinn æðsta þróunarstig lífsins. — Grein eftir Matthías
Jónasson.
* Vikan og heimilið. Fjórar síður fyrir húsmæður.
* Verðlaunakeppni: Keppt um þriðja transistor-útvarpstæki.
í moldu. Þegar bandið fer að
grotna, hverfa vörturnar! Skrif-
aðu mér aftur, ef þetta heppnast.
ÞEGAR KÆRASTINN ER EKKI
HEIMA. . .
Iíaeri Póstur.
Mig iangar til þess að segja þér
dálitið, sem viukonur mínar hafa
gagnrýnt mig ógurlega fyrir, og
þætti mér gaman að heyra álit þitt
á þessu máli. Ég hef verið trúlofuð
í tæpt ár, og ég elska mannsefnið
mitt meira en orð fá lýst. En ég
fæ bara svo sjaldan að sjá hann,
því að hanu er i siglingum. Við höf-
um ennþá ekki ráð á að gifta okkur.
Þegar hann er i burtu, finnst mér
samt, að ég hafi rétt til þess að
fara öðru hverju út að skemmta
mér, og hef ég stundum farið út með
öðrum strákum. Sjálfri finnst mér
ekkert athugavert við þetta, en vin-
konur mínar segja, að ég sé kær-
astanum mínum ótrú. Þetta finnst
mér bara vitleysa, þvi að ég ber
engar tilfinningar í brjósti til þess-
ara stráka, sem fara með mér út.
Nú vii ég spyrja þig, Póstur góður
— íinnst þér nokkuð athugavert við
þetta? Eða hafa vinkonur minar
eitthvað tii síns máls? Mér finnst
ég eiga rétt á þvi að fara út að
skemmta mér, þótt kærastinn sé
ekki heima.
Hvernig er skriftin?
Með fyrirfram þökk,
X.
FORSÍÐUDEILA. . .
Getur þú sagt mér, af hverri mynd-
in er á forsíðu 28. tbl. 1961 af Vik-
unni? Ég veðjaði við strák, að hún
væri ekki af Soffíu Lóren, en hann
segir, að hún sé af henni.
D.
—------Ég vona þín vegna, að
þið hafið lagt duglega undir, því
að myndin er ekki af Soffíu,
heldur keppinaut hennar, Gínu
Lollóbrígídu.
SEINSÓTTUR VINNINGUR. . .
Kæra Vilta.
Hvernig er það, eru blöð og tima-
rit ekki skyldug til að skila verð-
laiinum, sem þau lofa hinum
heppnu? Ég var svo heppinn eða ó-
heppinn að vinna i getraun hjá
Heimilispóstinum í desember. Vinn-
ingurinn átti að vera hljómplata
með Ómari Ragnarssyni, og áltiti
vinningurinn að sendast i pósti. Nú
er ágústmánuður byrjaður, en ekki
bólar enn á plötunni. Ég er búinn að
spyrja viðkomandi hljóðfæraverzl-
un, en þá er vísað til þessa eða hins,
en ckki getur neinn gefið hreint
svar. Svo sendi ég beztu þakkir fyrir
Vikuna.
Óheppinn vinnandi.
-------Auðvitað eiga allir þeir,
sem vinna í getraunum hjá blöð-
um, kröfu á þeim vinningi, sem
lofað var, ,og það má kallast ó-
svífni og lítil blaðamennsku-
kænska, ef ekki er staðið í skil-
um. ítrekaðu þetta enn einu sinni
við blaðið, sem ku reyndar heita
Ný vikutíðindi þessa dagana.
VÖRTUR. . .
Kæri Póstur.
Þetta er í fyrsta sinn, sem ég
skrifa þér, en ég vona samt, að ég
fái áheyrn, því að ég hef borið þetta
vandamál mitt upp við fj.ölda
manns, og enginn hefur getað leyst
úr því; ég er sem sagt öll útsteypt
í vörtum, og líð önn fyrir þetta, af
því að þetta er svo hryllilega ljótt.
Kanntu, Vika mín, nokkurt ráð við
þessum fjanda? Ef svo er, svaraðu
mér þá fljótt.
Ein útsteypt.
-----— Læknavísindunum hef-
ur enn ekki tekizt að finna við-
unandi ráð við vörtum, svo að
ekki getur þú ætlazt til, að aum-
ingja ég gefi þér nein ráð, sem
duga. Vírusar eru taldir orsaka
vörtur, og hefur verið reynt að
bólusetja menn gegn þessum ára,
en ekki hefur það dugað að neinu
gagni. Á meðan vísindin kunna
ekki fullnægjandi ráð við vört-
urn, verða þau víst að umbera alls
kyns kerlingabækur — og ekki
er mér örgrannt um, að þær hafi
margar reynzt allvel, og kannast
þú vafalaust við margar slíkar;
svo sem að maka tjöru á vört-
urnar, smyrja þær með vítisteini,
binda tvinna fast utan um vört-
una o.fl. o.fl. — Ef ekkert af
þessu dugar, segja gamlar konur
mér, að óbrigðult ráð sé að hnýta
hnút á ullarband og grafa það
--------„Mér finnst ég eiga rétt
á því að fara út að skemta mér,
þótt kærastinn sé ekki heima",
segirðu, og auðvitað eru það orð
að sönnu. En skelfilepa máttu
vera lítt þroskuð, ef þú getur ekki
farið út að skemmta þér, nema
hafa karlmannsfylgd. Það er eins
og karlmaður sé forsendan fyrir
því, að þú getir skemmt þér. Auð-
vitað getur þetta allt verið sárs-
aukalaust, en ekki tel ég það
samt ráðlegt. Vinkonur þínar
vita lengra en nef þeirra nær.
Hvað myndir þú segja, ef þú viss-
ir af kærastanum þínum flanandi
utan í hvaða kvenmanni sem er,
þegar þú ert ekki nálægt? Ef þú
elskar manninn, eins og þú segir
„meira en orð fá lýst,“ ætti þér
ekki að verða skotaskuld úr því
að bíða ögn eftir honum og reyna
að skemmta þér í hópi vinkvenna
þinna, þótt það veitist þér kann-
ski harla erfitt, eftir bréfi þínu
að dæma.
Skriftin er tætingsleg og ó-
vönduð — þú ræður greinilega
ekki við að skrifa hratt. Reyndu
að vanda betur skriftina og skrifa
hægar í fyrstu.
UMGENGNI Á TJALDSTAÐ . . .
Kæra Vika
Mig langar til þess að skrifa þér
nokkrar línur, sem ég vona, að þú
birtir. Ég fór út á land um verzl-
unarmannahelgina og hafðist við í
tjaldi á stóru tjaldsvæði. Þarna var
margt um manninn og mikil gleði,
enda þótt ég geti varla sagt, að þarna
hafi viðgengizt ólæti og ólifnaður,
eins og lýst er í blöðunum ár hvert.
Þarna var samankomið mesta frið-
semdarfólk, og vínneyzla ekki
meiri en góðu liófi gegnir. Ég er
sem sagt ekki að halda neina bind-
indisræðu — en það var annað, sem
mig tók sárt að sjá; við hjónin vor-
um einna síðust til að taka upp tjald
okkar, og áður en við fórum geng-
um við um tjaldsvæðið, og þar var
ófagurt um að lítast. Þar sem tjöld-
in höfðu áður staðið, voru rusla-
hrúgur á -víð og dreif, sem fólkið
hafði skilið eftir í guðsgrænni nátt-
úrunni. Þetta er ósiður, sem venja
verður menn af. Tillaga mín er sú,
að á hverju tjaldsvæði séu nokkrar
ruslatunnur til þess að kasta rusli í
og auk þess vörður, sem sjái um, að
öll umgengni sé til sóma. Þetta ætti
ekki að verða neinum ofraun. Borga
mætti vægt gjald fyrir að tjalda, sem
yrði siðan kaup gæzlumannsins.
Þetla er kannski gert víða, en þetta
ætti að gera alls staðar, þar sem
fyrirsjáanlegt er, að margir tjaldi,
eins og svo víða um umrædda helgi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Halldór K. G.
•------Auðvitað hefur þú lög að
mæla, Halldór, en það er engu að
síður skratti hart, að gæzluinaður
sé nauðsynlegur, til þess að fólk
gangi vel um úti í náttúrunni. Til-
laga þín um ruslatunnurnar er
prýðisgóð og þæglega framkvæm-
anleg. Ef hinsvegar engar rusla-
tunnur eru á staðnum, eiga menn
að hafa vit á því að brenna eða
grafa ruslið. Oft er ekki gerlegt
að koma þessu við, og þá er ekki
annað að gera en taka ruslið með
sér. Það er ekkert ömurlcgra en
að koma að fögrum lundi í þeim
tilgangi að tjalda þar og
reka þá augun í úldnar matar-
leifar og tómar niðursuðudósir.
Á meðan útilegufólk er þetta á-
byrgðarlaust. og. þroskasnautt,
verðum við víst að sætta okkur
við að hafa gæzlumann, — og ég
vil taka enn dýpra í árinni og
láta sekta duglega hvern þann,
sem ekki skilur við tjaldstað á
mannsæmandi hátt. Við skulum
vona að bréfið þitt fái áheyrn
réttra aðila.
Ég breytti grunninum lítilsháttar,
en það mun aldrei verða tekið eftir
því.
Við verðurn að flýta okkur að kaupa
bíl. Ég veit um autt bílstæði!
VlKAN 3