Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 26
— Hann er duglegur, hann bróðir þinn, mælti Victor með aðdáun. -— Já, hann er staðráðinn í að gera þennan stað eins og við gerðum okk- ur í hugarlund, að hann væri, áður en við komum hingað ... eða öllu heldur eins og Beryl gerði sér i hug- arlund, að hann væri, hugsaði hún með sér -—■ og lét svo þar við sitja. Hún hafði litla löngun til að rifja það upp, sem henni og Beryl hafði farið á milli fyrir andartaki, ... hún vildi beina huganum að því einu, að sólin skein, að Victor hafði lokið við nýja leikritið sitt og að þau voru á leiðinni til Nova Friburgo til að koma þvi í póst ... Það var eins og hann læsi hugsanir hennar. — Þakka þér fyrir hjálpina áðan, sagði hann. Marín fann blóðið streyma fram i vanga sér. — Ég vona, að ég hafi ekki misskilið þig, mælti hún. — Ég vildi einmitt, að þú kæmir með mér, sagði hann, eins og satt var. Ég var búinn að ákveða að biðja þig þess. Þú veizt það, vina mín, að ef þessu nýja leikriti verður vel tekið, ræður það hamingju okkar beggja. Og þess vegna finnst mér ekki nema vel til fundið, að við fylgjum Græn- klæddu stúlkunni bæði úr hlaði og óskum henni góðrar ferðar ... Hann horfði ekki á hana, starði á veginn fram undan og virtist hafa hugann við það eitt að halda jepp- anum á réttri braut. En hann hafði sagt „hamingju okkar beggja", og hann hafði kallað hana „vinu sína". Hún varð því eiginlega að svara hon- um einhverju, en hún vissi bara ekki hverju. •—- Þú veizt, að ég óska þér alls góðs um þetta leikrit þitt, sagði hún lágt. Hann brosti. ■— Við verðum að halda frumsýninguna hátíðlega, sagði hann eftir andartaksþögn. Hefur þú nokkru sinni verið viðstödd hátíðlega frumsýningu, Marin? Hún sá það fyrir hugskotssjónum sinum, þegar hún og Andy stóðu I biðröð úti fyrir leikhúsinu á laugar- dögum, oftast nær í hellirigningu, þegar hún svaraði: — Nei, aldrei. — Það er svo spennandi, að þar verður engu til jafnað. Þegar Söngur vorsins var frumsýndur ... Rödd hans varð áköf, þegar hann fór að segja henni frá því, og henni var ljóst, að hann var í rauninni staddur í fullsetnum áhorfendasaln- um og heyrði lófaklappið og fagn- aðarhrópin, þegar höfundurinn var kallaður upp á sviðið. — Ég hef þá trú, að Grænklædda stúlkan verði sönn gullnáma, Marín ... íullt hús, svo að mánuðum skiptir, þvi að allir vilja sjá nýtt leikrit eftir höfundinn að Söng vorsins ... — Dásamleg tilhugsun ... mælti hún hrifin. VICTOR OG MARlN. Þau námu staðar úti fyrir póst- húsinu. Cleveland hjálpaði Marínu að komast út úr jeppanum og seildist síðan eftir pakkanum, sem handritið var í. Það var skrifað utan á það til einhvers manns í New York. — Hvað verður það lengi á leið- inni þangað? spurði hún. — Þrjá til fjóra daga í flugpósti, svaraði hann. Hún stóð við hlið honum, þegar hann afhenti pakkann til sendingar. Þetta var ósköp venjulegur pakki að ytra útliti, og þó hafði hann inni að halda upphafið að hinu dýrlegasta ævintýri. Þetta voru ekki einungis margar vélritaðar síður, — heldur og viðurkenning, frægð og fé ... Og þegar þau svo urðu samferða út úr pósthúsinu, minntist hún þess allt í einu, að hann hafði aldrei sagt henni neitt nánar af leikritinu, ekki um hvað það fjallaði. —- Manneskjur, svaraði hann, þeg- ar hún spurði. — Hvers konar manneskjur, og hvað gera þær? — Jú, þær talast við. Hann hló. Og yfirleitt um sjálfar sig, held ég, bætti hann við. Þetta virtist hún ekki fyllilega skilja. — Gerist þá ekkert annað? Á meðan persónurnar eru sannar og fyndnar, skiptir gangur leiksins ekki neinu máli, hugsaði hann með sér ... — Þú verður að biða þangað til á frumsýningunni, svaraði hann glettnislega og bætti svo við, áður en henni gafst tími til að segja nokkuð: Það er bezt, að þú verðir í grænum kjól það kvöld, Þar sem Græna klædda stúlkan er í rauninni þú og engin önnur. . . . Hún starði á hann sem höggdofa af undrun. — Ég ... Já, en þú byrjaðir á leikritinu, áður en þú komst til okkar i Monte Paraiso, sagði hún. — Raunar, viðurkenndi hann. Ég Og svo er okkur neitað um aðgang; vegna þess að við erum ekki með bindi! byrjaði á því í Ríó, daginn sem ég sá þig í fyrsta sinni. Ég skrapp niður í tollbúðina að spyrja eftir bókasend- ingu, sem ég átti von á. Þegar ég hafði kysst Lísu til Þess að fullvissa tollþjóninn um, að hún væri unnusta mín, og vandræði þeirra mæðgnanna voru þar með leyst, — kom ég auga á þig. Þú varst önnum kafin við að koma fötunum aftur niður I ferðakistuna, en leizt upp, þegar þú heyrðir okkur Lísu talast við. Og þú varst á grænum kjól ... — Já, ég man Það, svaraði hún angurblítt. Þetta var hræðilegt, — tollþjónninn hafði rótað fötunum okkar út á borðið, þar sem þau lágu fyrir allra augum ... — Og einmitt þetta sama kvöld, hélt hann áfram, ákvað ég að skrifa þetta nýja leikrit og að það skyldi heita Grænklædda stúlkan. Þess vegna verður þú að vera i grænum kjól við frumsýninguna, ... og hann starði á hana sínum stóru, dökku augum, rétt eins og hann sæi þetta allt fyrir hugskotssjónum sínum, ... glæsileg- um kjól, sem blaðamennirnir veita athygli, þegar þú gengur inn í stúk- una, þar sem höfundinum er ætlað sæti ... Hún hló. — Já, þeir taka áreiðan- lega eftir honum, þegar ég er búin að aka i Gæðingi alla leiðina til New York ... fjögur til fimm þúsund kílómetra leið ... — Svo löng verður leiðin þangað varla úr íbúðinni okkar, sagði hann léttur í máli. Við verðum að hafa komið okkur þar fyrir í tæka tíð, og það tekst okkur áreiðanlega. Þú ert ekki fylgjandi löngum trúlofunum, er það? Hún starði á hann. — Á ég að taka þetta þannig, að þú sért að biðja mín? spurði hún magnþrota. — Auðvitað, svaraði hann og stakk hendinni undir arm henni. Marín, viltu giftast mér, ástin min . . . Við förum flugleiðis til New York og gift- um okkur þar, því að það tæki mán- uði að verða sér úti um öll þau skil- ríki, sem þeir krefjast hér í Brasilíu. Svo skreppum við í brúðkaupsferð til Flórída, á meðan verið er að ganga frá ibúðinni okkar í New York. Og þig skal hvorki skorta skartgripi, loð- feldi né glæsibila ... ekki neitt það, sem þig langar til ... — Þetta er svo dásamlegt, Victor, mælti hún titrandi röddu. Andy hafði beðið hennar, þegar þau voru á heimleið úr kvikmyndahúsinu i beljandi rigningu, og stoltustu draum- ar hans höfðu verið tengdir bænda- býli uppi í sveit. Og það var Beryl að kenna, að hún minntist þess nú ... Beryl að kenna, að hún sá ekki sól- stafina á húsunum í Nova Friburgo, heldur skugga húsanna i Miklastræti, eins og þau litu út í rigningunni, þegar Andy vafði hana örmum og kyssti hana ... Gat það verið hugsunin um þetta, sem varð til þess, að hún hopaði ör- litið frá manninum, sem leiddi hana nú: — Victor, nei, — þú getur ekki kysst mig hérna? — Hvers vegna ekki? spurði hann. Þú ert svo yndisleg, ástin mín, og við skulum gifta okkur, um leið og samningarnir varðandi leikritið hafa verið undirritaðir ... BERYL KLAGAR FYRI MÖMMU .. . Dagarnir liðu, og sólin skein í heiði . . . Það leið vika, hálfur mán- uður, þrjár vikur. Anna Curtis reið út á Estrellu á hverjum degi. Kitty skrifaði öllum kunningjum sinum heima á Englandi og tilkynnti þeim trúlofun Marínar og hins fræga, bandaríska höfundar. Marín hugsaði ekki um annað en unnusta sinn og alla dýrðina, sem beið þeirra í New York. Mikki og Beryl urðu ósátt og sættust á víxl ... Þannig leit þetta að minnsta kosti út frá sjónarhóli Lisu, — allt þangað til, að þau Beryl og Mikki óku í Gæðingi til Nova Friburgo. Yfirleitt lézt Beryl ekki kæra sig um að hristast í Gæðingi tiu kíló- metra leið, en að þessu sinni átti hún áriðandi erindi til Nova Friburgo. Það var ekki einungis, að trúlofun þeirra, Marínar og Clevelands yrði til þess, að hún taldi nú ástæðulaust fyrir sig að hirast lengur í Monte Paraiso, heldur fannst henni hún slik- ur ósigur fyrir sig persónulega, að hún gæti ekki við unað. Og hið langa og æsiorða bréf, sem hún hafði skrif- að móður sinni heima í Englandi, átti að skera úr um það, að það hefði verið eingöngu fyrir þá óheppni, að hún, Beryl, var trúlofuð Mikka, að hún hreppti ekki hinn glæsilega, bandariska rithöfund, sem nú hafði gert sér Marínu að góðu. Þess vegna yrði móðirin nú að senda henni fyrir fargjaldinu heim aftur og það tafar- laust, þar sem hún fengi bókstaflega ekki afborið að dveljast stundinni lengur á þessum hræðilega stað ... — Ég hef aldrei á ævi minni verið jafnóhamingjusöm, skrifaði hún; það bar nauðsyn til, að mamma hennar kæmist við, þegar hún yrði þess áskynja, hvilikum órétti dóttir henn- ar hafði verið beitt. Hins vegar var Beryl ekkert að brjóta heilann um það, hvernig móðir hennar, sem lifði af lítilfjörlegum ekknastyrk, ætti að útvega þær fimmtán þúsund krónur, sem þurfti fyrir fargjaldinu, — hugs- aði sem svo, að ekki gæti hjá því farið, að móðirin hefði sparað eitt- hvað saman og lagt í bankabók ... Og nú voru liðnar fullar þrjár vik- ur, síðan hún sendi bréfið, svo að svarbréfið frá móður hennar hlaut að vera komið til Nova Friburgo; hún ætlaði að minnsta kosti að spyrja eftir því á pósthúsinu. Og um leið og hún hafði peningana í höndunum, ætlaði hún svo sannarlega að fleygja hringnum í Mikka, — þessum fjötri, sem neyddi hana til þess að brosa við honum, kalla hann ástina sína og lofa honum jafnvel að kyssa sig — og það, sem var enn lakara, — neyddi hana til að hlusta á allar hans bolla- leggingar varðandi framtíðina og gistihúsið, eins og til dæmis að virkja fossinn og fá þaðan rafmagn ... Og þegar hún missti þolinmæðina, var hann svo ósvífinn, að hann hikaði ekki við að tilkynna henni, að henni færist illa að vera alltaf að finna að öllu. Hún beit á vörina, þegar henni varð hugsað til þess. Hann skyldi svo sannarlega verða að biðjast afsök- unar. — Ég er búin að bíða eftir þér góða stund, mælti hún kuldalega, þegar hann kom út að jeppanum. — En ég var búinn að bíða eftir þér meira en tuttugu mínútur, svar- aði hann blíðlega. Og þegar þú komst ekki, gekk ég út i hesthúsið að lita á Estrellu. Það festist steinn uppi í hófnum á henni í morgun, og Anna bað mig að athuga það. . . — Anna? endurtók Beryl vonzku- lega. Það er aldrei, að þið eruð orð- in góðir vinir. Mikki ók af stað; jeppinn skröngl- aðist yfir nokkra steina og brokkaði svo af stað með hósta og hikstum. Mikki, sem horfði á veginn fram undan, lézt ekki heyra síðustu orð unnustu sinnar. Beryl endurtók þau, og rauðir flekkir spruttu fram á vöngum hennar. — Ég var að segja, að ykkur önnu væri orðið vel til vina, að því er virtist. — Mér fellur hún vel i geð, svaraði Mikki stuttur í spuna. — Þessi heimska drós, sem ekki getur hugsað eða talað um neitt annað en hesta. — Hún gæti hugsað um ýmislegt lakara en það, svaraði Mikki og brá ekki ró sinni. Hann var óþolandi, hugsaði Beryl, en á meðan hún neyddist til að bera trúlofunarhringinn, vildi hún að minnsta kosti ekki sætta sig við neina samkeppni. Hún gerði sér upp sinn hljómskærasta hlátur. — Hún var svo glæsileg eða hitt þó heldur, þegar hún kom, og ekki hefur hún farið batnandi. En ég má víst vera Því fegin, fyrst hún kemur því þannig fyrir, að þú hangir hálfan daginn yfir henni og merinni. E'nginn maður með fullu viti gæti látið slíka fuglahræðu leiða sig í freistni, svo mikið er víst ... Hann leit á hana sem snöggvast, en ekki sá hún nein svipbrigði á andliti hans. — Hvað voruð þið Victor að tala um, þegar ég kom að ykkur áðan að húsabaki? spurði hann allt í einu. Hún greip andann á lofti .. . Var hann að gera gys að ósigri hennar, eða vildi hann aðeins breyta um um- ræðuefni? Það var víst bezt að láta sem ekkert væri, í bili að minnsta kosti. — Hann var bara að biðja mig að spyrja eftir bréfi í pósthúsinu, sem hann á von á. Henni tókst ekki fylli- lega að leyna gremjunni í rödd sinni. Ég fæ ekki skilið, hvers vegna hann fer ekki sjálfur að spyrja eft- ir bréfinu, bætti hún við. — Sennilega vegna þess, að við erum á leiðinni til Nova Friburgo, en ekki hann, varð Mikka að orði. Og þegar hann sá gremjusvipinn á and- liti hennar, snart hann handlegg hennar ástúðlega. Þú eöt falleg í dag, sagði hann. Þér fer þessi kjóll 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.