Vikan


Vikan - 07.09.1961, Síða 13

Vikan - 07.09.1961, Síða 13
— Ég hef ekki heldur heyrt á það minnzt, að hann væri væntanlegur hingað um helgina, sagði Eva dálítið stutt í spuna. •— Jú, vitanlega kemur hann, varð Herthu að orði. E'kki getur hann farið úr landi án þess að kveðja þig. —■ Þetta hefur gengið hraðar en ég bjóst við, sagði Eva utan við sig. Það gleður mig hans vegna. Óðalseigandinn leit dálftið ásak- andi á Herthu. — Hvenær fréttirðu þetta? spurði hann. Ég á við, að Stefán hafi fengið stöðu við sendisveitina í Rómaborg? — Eg átti símtal við hann í gær, svaraði Hertha, eins og ekkert væri um að vera. Ég ætla að skreppa út í garðinn, varð Evu að orði. Gamli þjónninn lét ekki á sér standa og ók henni í stólnum út í garðinn. Þegar þau voru orðin ein, óðals- eigandinn og H|ertha, mælti hann með nokkrum áhyggjuhreim: — iHeldurðu, að það hefði ekki verið hyggilegra að láta Stefán sjálf- an um það að segja henni þessa frétt? Hertha hló. — Ég setti duglega ofan í við hann, þegar hann kom hingað siðast, og svo aftur í símanum í gær, sagði hún. Annars hefði hann áreiðanlega neitað slíku stöðutilboði einu sinni enn. —> 'Ég fylgist v®st ekki fyllilega með, varð óðalseigandanum að orði. —• Skilurðu það þá ekki, að ef hann hefði dvalizt áfram í Vínar- borg og haldið áfram þeim upptekna hætti að skreppa hingað öðru hverju, mundi hann fyrr eða síðar hafa orðið leiður á Þessu öllu saman og kennt Evu um, hvernig komið er? I Róma- borg verður hann aftur á móti alltaf með hugann hjá henni, og Þá fer varla hjá því, að hann kenni sam- vizkubits. Og um leið losnar Eva við þá þjáningu, sem það er henni, að hann skuli fórna framtíð sinni fyrir hana. , Hún leit brosandi á óðalseigand- ann. — Þér finnst auðvitað, að ég sé fram úr hófi bragðvís kona. — Þú veizt það ósköp vel, Hertha, að mér finnst allt, sem þú gerir, ævin- lega hið eina rétta. Sannleikurinn er sá, að ég er ekki fyllilega eins og ég á að mér, síðan þetta kom fyrir Evu. Og fyrir bragðið hef ég hneigð til að hlífa henni eins og mér er frekast unnt. — Ég er nú þeirrar skoðunar, að sannleikurinn, hversu óþægilegur sem hann kann að vera, sé alltaf ákjósan- legri en undanbrögð og lygi, sagði Hertha, sem alltaf hafði síðasta orðið. Gamli þjónninn ók Evu á þann stað í garðinum, sem hún hafði mest dá- læti á. Svo dokaði hann við nokkra hríð og virti hana fyrir sér. Þú ert fátalaður í dag, varð EVu að orði. Og hvers vegna hefurðu sett upp þennan áhyggjusvip? — Ég hef eitthvert hugboð um, að eitthvað það hafi komið íyrir þig, sem þér fellur þyngra en Þú vilt láta á bera, svaraði gamli þjönniiin, að einhver hafi unnið þér mein. — Alls ekki, svaraði Eva. — Gott er það, sagði gamli maður- inn, því að sá skyldi eiga mig á fæti, þó að ég sé orðinn gamall. Hún hló við. Maður gæti haldið, að þú værir gamall víkingur, sagði hún. Það heyrðist fótatak skammt frá þeim, og gamla þjóninum varð litið um öxl. — Nýi presturinn er að koma, sagði hann lágt. —• Presturinn? endurtók Eva undr- andi, en í sömu svifum var séra Hart- wig kominn og leiddi unga telpu við hönd sér. ■—- |Éig leyfi mér að koma með Grétu litlu hingað, sagði prestur. Þið hafið kynnzt áður, enda þótt það bæri brátt að. Eva benti telpunni að koma nær og heilsaði henni með handabandi. —■ Það er gaman, iað þú skulir koma og heimsækja mig, Gréta, sagði hún vingjarnlega. — Ég vildi, að þér gætuð sann- færzt um það af eigin sjón, að Gréta er ómeidd með öllu, mælti prestur. Og svo bið ég yður afsökunar á þvi, að ég skyldi verða yður svo reiður. Eva broti ástúðlega. — Þess var ekki nein von, að þér vissuð, að mér var ekki hægt um vik að stiga út úr vagninum. Gréta starði frá sér numinn á smá- hest, sem stóð tjóðraður á grasflöt í garðinum. — Er þetta folald? spurði hún á- köf. — Nei, það er smáhestur. Og eí þig langar til, máttu gjarna skreppa á bak honum. — Það þætti mér fjarska gaman, svaraði telpan hrifin. Gamli þjónninn tók í hönd telp- unni, leiddi hana þangað, sem hest- urinn stóð, og lyfti henni á bak. Svo teymdi hann hestinn um garðinn góða stund. — Einu sinni gat ég líka setið á hesti, mælti Eva og varp Þungt önd- inni. — Þér segið þetta eins og það hafi verið fyrir heilli öld, varð presti að orði, og það vottaði fyrir ásökun í röddinni. Hún kinkaði kolli, hrygg á svip. — Þá var ég frisk og fsér, sagði hún. — Þetta minnir mig á það, er ég var í fangelsinu. . . Hann komst ekki lengra, því að Eva greip fram í fyrir honum. — Hafið þér verið í fangelsi? — Sem fangelsisprestur, svaraði hann. Og þar kynntist ég fanga, sem kunni til hlítar þá list að taka líf- inu. Hann sat inni fyrir fjársvik, sem námu milljónum, og átti langa refsi- vist fyrir höndum, en engu að síður var hann allra manna glaðastur og Ég er hrædd um, að þér gerið yður of háar hugmyndir um hæfileika mína, sagði Eva og brosti. reifastur. Það er ekki hið hættuleg- asta að bogna, ungfrú, — hitt er hættulegra, að hafa ekki þrótt eða vilja til að rétta úr sér aftur. Hún leit spyrjandi á hann. — Hvers vegna segið þér þetta? Haldið þér kannski, að það sé undir sjálfri mér komið, hvort ég fæ bata eða ekki? — Það geri ég, — að vissu leyti, svaraði prestur. Þegar sjúkdóm ber að höndum, er það ævinlega fyrst og tremst undir hinum innri mótstöðu- krafti komið, hvort manni tekst að sigrast á honum. Sumir eflast að andlegu þreki, aðrir bogna eða bresta. Það, sem allt veltur á, er, að maður berjist gegn sjúkdómnum af lifi og sál. Eva brosti, en dálítið vandræða- lega. — Þér ráðið mér með öðrum orð- um til að einbeita mér að hugsana- lífi mínu? Séra Hartwig gafst ekki ráðrúm til að svarai því að nú bar óðalseig- andann að. — Góðan dag, herra prestur, mælti hann. Hverju eigum við þann heiður að þakka? Presturinn kom með telpuna litlu hingað, svo að ég gæti séð, að hún hefur sloppið betur en ástæða virtist til, mælti Eva. — I rauninn var það aðeins á- tylla, sagði ungi presturinn. Erindið var að biðja dóttur yðar að veita mér aðstoð, von Gronau. ■—- Aðstoð? Hvað eigið þér við? spurði óðalseigandinn undrandi. Presturinn brosti við. — Hafið þér nokkurn tíma verið viðstaddur söngtíma hjá skólastýr- unni í þorpsskólanum? spurði hann. Sé svo, trúi ég ekki öðru en þér séuð enn með hlustarverk. Ég yrði því óumræðilega feginn, ,*ef dóttir yðar vildi kenna börnunum undir- stöðuatriðin að eiginlegum söng. — Ég er hræddur um, að þér ger- ið yður of háar hugmyndir um hæfi- leika mína, svaraði Eva og brosti. — Þér gætuð að minnsta kosti reynt að lagfæra kirkjusönginn svo- lítið, mælti prestur biðjandi. Fyrir alla muni, segið já . . . Rödd Evu var glaðlegri en fyrr, þegar hún svaraði: —• Þá verð ég víst að segja já. . . — Ég er yður ákaflega þakklátur fyrir, svaraði prestur. Bn ég er hræddur um, að erindi mínu sé ekki þar með lokið. Hann sneri sér að óðalseigandanum. — Mig langaði til að ræða við yður um landskuldir yðar við kirkj- una, sagði hann. Von Gronau leit undrandi á unga prestinn. — Hafa þær ekki verið greiddar í tæka tíð? spurði hann. — Jú, að því leyti hef ég ekki um neitt að kvarta. En eftirgjaldið hefur verið hið sama i full tuttugu ár, enda þótt gildi peninga hafi sífellt rýrnað. Við kirkjunnar menn erum að vísu þolinmóðir, en mér finnst satt að segja, að það sé kominn tími til að leiðrétta þetta. Kirkjan er fá- tæk, og við gætum leigt þetta land fyrir fimmfalt hærra eftirgjald þegar í dag. — Gerið svo vel að koma inn, mælti óðalseigandinn stuttur í spuna. Ráðs- maðurinn minn hefur aldrei orðfært þetta við mig. Þegar þeir voru komnir inn I skrif- stofuna, kallaði óðalseigandinn ráðs- mann sinn tafarlaust fyrir sig og krafði hann skýringar. Ég hélt, lað formaður safnaðar- nefndar þyrfti ekki að ræða leigu- málann við neinn, svaraði hann. — Einmitt það, svaraði von Gronau. En ég kæri mig ekkert um Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.