Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 12
o Þriðji hlnti af kvikmyndasögu Vikunnar, sem birtist í sex blöðum Marienthal er þorp eitt uppi í austurríska fjalllendinu. Þar er yfirleitt rólegt og atburðalítið, en þó gerist það, að gamli presturinn leggur upp laupana, og þegar sagan hefst, kemur þangað nýr prestur, Walter Hartwig, að nafni, ungur maður, sem veldur væntanlegum söfnuði sínum nokkrum vonbrigðum þegar við fyrstu kynni, — þeim frjálslyndustu með því að afsala sér heiðurssæti við langborðið í kránni, en hinum þröngsýnu með því að taka ekki undir skilyrðis- lausa fordæmingu þeirra á öllu, sem þeim er ekki að skapi. Skömmu eftir komu sína til þorpsins kemst ungi presturinn í óvænt kynni við unga dóttur óðalseigandans, Evu von Gronau, er hún ekur gapalega £ eineykisvagni sínum um þorpið og minnstu munar, að hún verði ungri telpu að bana. Ungi presturinn ávítar hana harðlega og þó einkum fyrir það, að hún skuli ekki stíga niður úr vagninum og koma telpunni til hjálpar, — þar eð hann hefur ekki hug- mynd um, að unga stúlkan er lömuð á báðum fótum. Hún er aftur á móti of stolt til að skýra honum frá því og ekur á brott, en hann horfir á eftir henni og hristir höfuðið. Hann heimsækir óðalseigandann nokkru síðar, og fer vel á með þeim; heitir óðalseigandinn honum að sjá um endur- bætur á þaki kirkjunnar, sem hriplekur, og öll er kirkjan í mestu niðurníðslu. Nokkru eftir að prestur er farinn, kemur fyrrverandi unnusti Evu í heimsókn, Stefán von Steinegg, sem vinnur í utanríkisþjónustunni og vill ekki slíta sambandinu þrátt fyrir afleiðingar slyssins, sem Eva varð fyrir, er þau voru í skíðaferð. En hún vill ekki, að neinn unni sér meðaumkunar vegna. . . 3. kafli. EVA OG PRESTURINN HITTAST ÖÐRU SINNI. Diiringer fulltrúi vék sér að undir- manni sinum, Stefáni von Steinegg, í samkvæmi nokkru á vegum utan- rikisþjónustunnar. — Ég hef ætlað yður einstaklega skemmtilegt verk að vinna, von Stein- egg, sagði hann drýgindalega. Þér eig- ið að annast ítalska sendifulltrúann, Fiori, á meðan hann dvelst hér í Vinarborg ásamt fjölskyldu sinni. Á morgun, klukkan hálffjögur, takið þér á móti þeim hjónunum og hinni hrífandi dóttur þeirra, Gínu, þegar flugvél þeirra lendir. — Já, og svo þekkið þér allan gang leiksins. Stefán varp þungt öndinni. — Jú, ætli ég kannist ekki við á- ætlunina. Tíu kirkjur og tólf safna- hús. . . og svo vitanlega krúnudýr- gripasalurinn. — Þér skuluð ekki vanmeta Fiori- fjölskylduna, svaraði Diiringer. Hún er fræg í Rómaborg, og ef þér getið einhvern tíma ráðið það við yður að taka tilboði mínu um starf við sendi- sveitina þar, geta slík kynni orðið yður að ómetanlegu liði. . . Stefán stóð við hlið Martini, starfs- bróður sinum, úti á flugvellinum og beið vélarinnar, sem send hafði verið sérstaklega frá Rómaborg með hina frægu Fiorifjölskyldu. — Eftir svipnum að dæma mætti maður halda, að þú hefðir bitið í gallsúra gúrku, sagði Martini við Stefán. Gerirðu þér það ef til vill ekki ljóst, að við erum hingað komn- ir til að taka á móti itölsku sendifull- trúahjónunum og dóttur þeirra — lifandi, en ekki liðnum! — Það væri öllu þægilegra að taka á móti þeim liðnum, varð Stefáni að orði. Þá þyrftum við þó ekki að fylgja þeim nema í einn kirkjugarð í stað þess að verða að þvælast með þau í allar helztu kirkjur Vínarborg- ar og öll listasöfnin að auki. — Eg hef heyrt sagt, að ungfrú Fiori sé sannkölluð fegurðargyðja, sagði Martini. —. E'kki eru þær barnanna beztar, sagði Stefán. 1 hvert skipti, sem mað- ur kemst í tæri við unga og fallega stúlku, hittist svo á, að hún leggur stund á fornfræði og vill endilega, að maður sýni henni smyrlingasafnið . . Litlu síðar lenti hin stóra og glæsi- léga flugvél. Fiori sendifulltrúi gekk niður lendingarstigann og heilsaði þeim félögum, sem sendir höfðu verið til að taka á móti honum, mjög virðu- lega. Andartaki síðar komu þær Fiori- mæðgur niður stigann. —■ Sendifull- trúinn kynnti þær, og Stefán helgaði hinni fögru dóttur þeirra hjóná taf- arlaust alla athygli sína. Og hún virt- ist telja sér það mikinn heiður, að hinn ungi og glæsilegi sendisveitar- starfsmaður auðsýndi henni slika virðingu. Þegar í stjórnarráðsbygginguna kom, biðu þeirra veitingar á borðum, — ávextir, kökur og kampavin. —- [Ég leyfi mér að bjáða yður hjartanlega velkomin til Vínarborgar, mælti Martini og lyfti glasi sínu. Og þegar skálar höfðu verið tæmd- ar, eins og siðvenjur við slíkt tækifæri kröfðust, tók Martini að skýra þeim mæðgum frá öllu því marga og merki- lega, sem Þær ættu fyrir höndum að sjá og skoða undir handleiðslu Stef- áns. Martini, sem var nokkru eldri en Stefán von Steinegg, hafði stund- um gaman af að efta hann svolítið og þá einkum með því að minnast sérstaklega á krúnudýrgripasalinn, sem hann vissi, að Stefán hafði orðið að sýna gestum utanríkisþjónustunn- ar svo oft og mörgum sinnum, að hann þoldi helzt ekki orðið að heyra þann stað nefndan. — Herra von Steinegg hefur skipu- lagt þetta öldungis prýðilpga, full- vissaði hann Þær mæðgur. Kírkj- urnar, hallirnar og svo söfnin. . . — Það verður mér einstök ánægja að leggja Vínarborg að fótum yðar, signorina, sagði Stefán og’ hneigði sig hæversklega fyrir hinni ungu, ítölsku fegurðargyðju. — Og sér í lagi er þessum unga starfsbróður mínum það kærkomið að fá tækifæri til þess að sýna yður krúnudýrgripasalinn, mælti Martini enn og hló við. Það er stórfenglegi ■ safn, og sjálfum þykir honum stöðugt meira til þess koma, því oftar sem hann sér það. — Ég hlakka sannarlega til, mælti Gina Fiori. — Það er í rauninni stórfenglegt, sagði Stefán. Meðal annars getur þar að líta keisarakórónu Karis mikla og borðbúnað, sem er gjöf frá rússneska zarnum, — 392 muni úr skíra gulli! Mamma mia! hrópaði unga stúlk- an öldungis dolfallin. Veslings starfs- fólkið, sem verður að fága allan þenn- an silfurborð-, gullborðbúnað, ætlaði ég að segja! En segið mér eitt, herra Sendifulltrúinn kynnti þær, og Stefán helgaði hinni fögru dóttur þeirra hjóna tafarlaust alla athygli sína. Og hún virtist telja sér það mikinn heiður, að hinn ujngi og glæsilegi sendisveitarstarfsmaður auðsýndi henni slíka virðingu. von Steinegg, — er einhver fótur fyrir Því, sem maður hefur heyrt á- væning af, að þér munið setjast að í Rómaborg í náinni framtíð? Eða kannski ég hefði ekki átt að minn- ast á það? — Það er ekki neitt leyndarmál lengur, sagði Fiori sendifulltrúi. Og ég ætla að vona, að þér gerið okkur þann heiður að heimsækja okkur i Rómaborg. — Það verður mér áreiðanlega sér- stök ánægja, svaraði Stefán von Steinegg, sem þegar átti örðugt með að hafa augun af hinni ungu og fögru stúlku. Eva von Gronau sat við kaffiborð- ið í hinum mikla og skrautlega við- hafnarsal óðalshallarinnar ásamt föð- ur sinum og Hert von Steinegg. — Það er gaman að sjá þig sitja og knippla, mælti Hertha. Hvaðan hefurðu fengið þetta dásamlega efni? — Frá Feneyjum, svaraði Eva. — Þegar Stefán er setztur að í Rómaborg, skal ég sannarlega biðja hann að útvega mér svipað efni, varð Herthu að orði. Eva leit undrandi á hana. — Rómaborg? endurtók hún. Þá hefur hann þrátt fyrir allt sótt um stöðu erlendis — og fengið hana? — Hefur Stefán ekki sagt Þér það? spurði Hertha og lézt verða hissa. Nú-jæja, hann hefur kannski ætlað að segja Þér það sjálfur, þegar hann kemur hingað um helgina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.