Vikan


Vikan - 07.09.1961, Page 21

Vikan - 07.09.1961, Page 21
hann þolir ckki aS sitja i bílnum og bíða i þessari sólskinssterkju, — svo að ef . . . Áslaug Larsen brosti og kinkaði kolli og átti vist að segja: Gjörið svo vel. — Henni fannst hún segja þetta, og það var eins og hún heyrði sjálfa sig mæla úr fjarska: — Því miður, en ég á lítinn dreng lieima, — og hann er aleinn og vaknar bráðum. — Andartak hrukkaði fína konan augabrúnirnar gremjulega, en svo varð forvitnin sterkari. — Jæja, svo að þér eigið barn fyrir, þér . . .? Frú Larsen leit á hana: Ég' á sex, sagði hún róglega. — þrjár stúlkur og þrjá drengi. Hún brosti. Og nú kemur eitt í viðbót og kemur rugl- ingi á ailt. Kannski það verði tví- burar, svo að við framvegis eigum jafnmarga drengi og stúlkur. — Ó, hvað er þetta, eigið þér svona mörg. . . ? Þegar lnin sagði þetta og gerði totu á varirnar, þekkti unga stúlk- an hana. Henni hafði reyndar virzt vera eitthvað ljómandi við fram- Sögnina. Nú vissi hún, hver þetta var. Hún Telma Teraly, hin kunna filmstjarna. Hún var vist Ieikkona líka, en Ása fór aldrei í leikhús, bara bió. Og síðasta myndin: Vesal- ings mamma — hafði verið mjög á- takanleg, en í henni lék Telma Teraly hermannsekkju, sem barð- ist fyrir börnum sínum fjórum. Á yndislegum augnablikum hafði Ásu dreymt um að vera ný Telma Teraly. Hún brosti beizklega. Nú varð hún víst að fara að æfa sig í nýju hlutverki, — hlutverki hinnar ungu og ógiftu móður . . .En svo gleymdi hún sinum eigin beizkleika örstutta stund. — Að hugsa sér, — hún sat hér við hliðina á Telmu Teraly, og nú . . . nú talaði hún við hana, — það var Telma Teraly, sem talaði við hana. — Er ekki hræðilega heitt hérna inni? — spurði hún og brosti til Ásu. — Jú, tautaði Ása og roðnaði af einskærri gleði. — Á ég ef til vill að opna gluggann? — Takk fyrir, það væri ljómandi. --------Frú Larsen var niður- sokkin í eigin hugsanir. — Já, endurtók hún, sex börn á ég, og nú kemur eitt í viðbót. — Jæja, þér komið þá nú bara til eftirlits. — Nei, . . en hvernig, . . ég meina, hvernig getið þér verið svona viss, þar sem þér hafið ekki verið hjá lækni áður? Áslaug Larsen brosti dálítið. — Ég hef nú reynt þetta fjórum sinn- um áður, svo að ég ætti að vera farin að þekkja einkennin. Hinar tvær kinkuðu kolli. Það gátu þær skilið. Og kyrrðin lagðist aftur yfir. Flugan suðaði ekki lengur. Hún hafði flogið út, þegar Ása opnaði gluggann. Mildur andvari fyllti stof- una síðsumarsilmi frá aldingarði í grennd. — Konurnar þögðu, en með þeim hafði tekizt sérstæður trún_ aður. Hvernig skyldi ég verða í vextin- um, þegar ég er búin að eiga barnið? hugsaði Telma Teraly. í raun og veru vildi liún ekki eiga það. Og það var aðeins fyrir ósk Hinriks, sem þráði son og erfingja, að hún hafði látið undan. En ... það var enn þá ekki of seint að breyta á- kvörðun. Og þess vegna hafði hún tekið þann kost að fara hingað til Bjerkes læknis. Hann hlaut að vera í miklum skuldum, hugsaðí Telma Teraly, nýbúinn að koma sér fyrir i lélegu bæjarhverfi. Og hann mundi verða feginn að fá þúsund króna ávísunina, sem hún hafði hugsað sér að bjóða honum, — ef . . . Hún varð ]íó undir öllum kringumstæðum að taka tillit til samningsins, sem hún hafði gert. Það mundi lita út fyrir, að Iiún hefði orðið ófrisk, einmitt á meðan á æfingum stóð á hinni nýju mynd. Segja mátti, að líf henn- ar fram að þessu hefði verið fullt af samningum, svo að Hinrik varð að bíða þolinmóður eftir þessu barni, sem ... — Allt í einu varð hún hálfvandræðaleg, þvi að þe-tta var i fyrsta sinn, sem hún hugsaði um þetta eins og barn, — eins og lifandi, mannlega veru, litinn dreng með bláu augun hans Hinriks, — eða kannski, — og skyndilega brosti hún, — kannski yrði það lítil stúlka með augun hennar brúnu og djúpu og svarta, liðaða liárið? Unga stúlkan skoðaði vandlega tízkusiðurnar í blaðinu sem hún hélt á. Snotrir kjólar á snotrum kvenlikömum, hattar, skór, allir þessir hlutir, sem hana hafði alla tíð dreymt um. Hvernig skyldi hún annars líta út eftir nokkra mánuði? Og hún, sem hafði einmitt lokið skólanáminu og fengið skrifstofu- starf, sem allar vinstúlkur liennar öfunduðu hana af. Nú loksins var hún byrjuð að vinna sér inn pen- inga, nú loksins gat liún farið að fylla klæðaskápinn af fötum, reglu- legum fötum, en ekki ónýtu drasli. — Og Tom? Ekki gat hún vænzt stuðnings frá honum. Hann var rétt nýbyrjaður á námi, sem taka nmndi sex, sjö ár. Og pabbi og mamma? Það var sem hún heyrði rödd móð- ur sinnar: Sagði ég ekki? Víst sagði ég ykltur, að þið ættuð ekki að fara í þetta tjaldferðalag, og nú getið þið séð afleiðingarnar. — En þau voru nú trúlofuð og ætluðu að gifta sig. —- Og pabbi . . . Enn fylltust augu hennar tárum, og i þetta skipti reyndi hún árangurslaust að depla þeim burt. —- Æ, þetta var allt svo vonlaust og ómögulegt. Var ekki lif hennar i rústum? — En Tom sagði alltaf: Þetta er ekki hægt fyrir okk- ur, Ása, — þegar hún minntist á, að hún væri barnshafandi. Tom sagði, að ótti hennar stafaði af því, að hún vissi, að þau hefðu misstigið sig. Tom sagði, að hún væri úr liófi þreytt eftir langan og erfiðan göngu- túr. — Ása brosti snöggvast, og minningar um nokkrar yndislegar vikur fylltu hug hennar. Dásamlegir sólskinsdagar, glampandi og fagrir, fjallalækir fullir af urriða, — urr- iða, sem Tom veiddi og steikti á teini fyrir utan tjaldið þeirra, þegar sumarkyrrðin umvafði láð og lög og ekkert lét á sér bæra nema mýið. Og nú . . . nú færu þau víst aldrei framar í slíka skemmtiferð, Tom og hún. Tárin blinduðu hana, svo að hún sá ekki lengur myndirnar í blöðunum. Hún sneri blaðinu við og lét það falla niður i kjöltu sér. Og blaðopnan blasti við henni, þar sem annars vegar gat að lita: Verið vel- klædd, á meðan þér bíðið, — stóð yfir myndinni af verðandi móður, klæddri víðum kyrtli og síðbuxum. Og á hinni síðunni mátti sjá bros- andi hvítvoðung í slitbuxum, ný- prjónuðum, og myndtextinn hélt á- fram á þessa leið: Prjónið, á meðan þér biðið. Telma Teraly gægðist forvitnis- lega í blaðið, sem lá í kjöltu Ásu. Jæja, skyldi það virkilega vera hægt að klæðast svo vel og snotur- lega? Þessi kyrtill var blátt áfram ljómandi, eftir því skyldi hún muna. Muna eftir? Hún varð vandræðaleg aftur og leit snöggt á frú Larsen. Sex börn. Vesalings konan. En hún leit alls ekki út fyrir að vera óham- ingjusöm. Hún var þreytuleg, satt var það, en yfir andlitinu hvíldi ró. Það var líkast því sem hún svæfi, þar sem hún sat með lukt augu, böðuð sólskini við opinn gluggann. Hún hafði hneppt frá sér poplíns- kápunni, svo að kjóllinn kom í Ijós. Hann var strengdur yfir magann. — Nú slrax . . .? hugsaði Telma Teraly vandræðalega. Þá minntist hún þess, að konan hafði sagt henni, að minnsti anginn væri bara sex mán- aða, — og ])að mátti búast við að vera framsett eftir svona margar fæðingar, hugsaði hún, og hana hryllti við. — Hvað skyldi hún ann- ars vera gömul? Á aldur við hana, einhvers staðar á þrítugsaldrinum? Hin konan var nú þegar orðin út- slitin og gömul fyrir aldur fram, þar sem hún sjálf aftur á móti . . . Húgsanagangur liennar truflaðist við það, að dyrnar opnuðust og kvenrödd mælti: — Ég kem þá aft- ur eftir mánuð, læknir? — Gerið það, — svaraði læknirinn, áður en hann sagði: — Næsta! — Og frú Larsen stóð upp og gekk inn, og tvöfalda hurðin lokaðist á eftir þedm. í kyrrðinni, sem á eftir fór, heyrðu þær tvær, sem sátu eftir og biðu, að bíll var stöðvaður niðri á götunni. Hið lága, háttbundna vélar- hljóð varð til þess, að Telma Teraly leit upp og gekk síðan út að glugg- anum. Þetta var dökkrauði, stóri Mercedesinn hans Hinriks. Hún sá, að hann steig út úr bílnum, gekk að blaðsala og keypti blað og sígarettu- pakka. Þegar hann sneri sér við og ætlaði að ganga til baka, kom hann auga á hana. Hann veifaði blaðinu og brosti, áður en hann settist inn i bílinn aftur. Ása hafði deplað brott tárunum, og allt í einu beindist athygli henn- ar að myndinni af kornbarninu, sem var fyrir framan hana. Angur- blíðar tilfinningar gagntóku hana, og hún varð eitthvað svo einkenni- leg. Hún sat reyndar hérna og var glöð, ... já, blátt áfram glöð. Hvernig var þetta með hana? En þetta gekk ekki, það var til einskis. Og hún lagði blaðið óþolinmóðlega frá sér, það dugði ekki annað en að losa sig við alla tilfinningavellu. Uss, . . . krakkar orguðu bara um nætur og gerðu í bleyjurnar sinar. — Frú Teraly greip blaðið, opn- aði það og sagði: — Þau eru nú reyndar indæl . . ? Ása svaraði ekki, og frú Teraly hélt áfram: Sex börn þegar, og nú væntir hún þess sjöunda. Hún er ósköp þreytuleg, auminginn. — En Telma Teraly var ekki þreytuleg, þar sem hún sat þarna og teygði sína löngu og grönnu fæt- ur. Þessi var hugsun Ásu, sem dáð- ist bersýnilega að henni. Og Telma Teraly þekkti aðdáunina og sólaði sig í henni eins og svo oft áður. En hvernig yrði það eftir nokkra mán- uði? Telma leitaði í veskinu sinu, þar lá ávisunin útfyllt . . . Hún leit aftur á ungu stúlkuna . . . — Er það 1 fyrsta skipti, sem þér komið hingað? — Unga stúlkan sagði lágt já og laut höfði. Frú Teraly fannst spurning sín lítið við- eigandi og þagði. — Það liðu nokkrar minútur, Framhald á bls. 34. Ön momang, madamoasel. . . ön momang . . . a. Ég hlýt að hafa sagt einhverja band-vitleysu. Oh. . . Þú ert svo frábrugðin öðrum konum! Ég er BÚINN að fara úr sokkunum! Heldurðu ekki, að það hafi komist ormur í þetta! VIKAN' 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.