Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 31
I dansinn Morgnn með Þar sem dansinn dunar og gleðin ríkir — er Morgcnt Morgoo er kjördrykkur Veljið spurSi hann svo. Hún hló. „Nei, ég var bara að bursta þær.“ „Bursta þær?“ sagði hann undr- andi. „Til þess að þú vildir kyssa mig,“ sagði hún alvarlega. Hann starði undrandi á hana og si amaði: „En það, það var ekki pess vegna.“ „Hvers vegna þá?“ sagði hún. ,Þú hefur kannski haldið að ég hafi verið að kyssa einhvern ann- an rétt áður.“ Hann langaði til að hlæja, en fann að hann gat það ekki, og fannst hann ekkert geta gert. Ég er lamaður, hugsaði hann, en sagði upphátt; „Ég verð að fara.“ „Fara,“ sagði hún. „Hvert?“ „Um borð,“ sagði liann. Hún horfði spyrjandi á hann. „Já, ég verð að fara,“ sagði hann, en fannst hann enn vera lamaður. „Ætlarðu þá ekki að kyssa mig?“ sagði hún lágt. Hann svaraði ekki. „Hann vill bara ekki kyssa þig, af því þú biður hann um það,“ sagði hásetinn sem sat næstur honum. „Mig langar bara til að kyssa hann einu sinni,“ sagði hún. „Af hverju lcyssirðu mig ekki?" sagði hinn hásetinn og brosti glcið- gosalega framan i hana. „Hann minnir mig á fyrsta mann- iun sem ég elskaði,“ sagði hún, „heima í Rússlandi. Hann var jafu- gamall, og munnurinn er alveg eins ... þess vegna ...“ Hann hlustaði ekki lengur á þau og var staðinn upp áður en hann vissi af þvi. Samt heyrði hann, að hún sagði: „Hann var skotinn í striðinu." Hann vissi varla af sér fyrr en hann var kominn út á götu og liáv- aðinn frá knæpunni hljóðnaði að baki hans. Gatan var auð og honum fannst ljósin horfa ásakandi á hann. „Hann var skotinn," sagði hann upphátt og fann livernig skipið byltist í maganum á honum. Hann gekk upp að ljósastaur, lagði ennið að köldu járninu og ældi. „Skotinn," sagði hann og ældi aftur. Þegar hann vaknaði mundi hann elcki hvernig hann hafið komizt um borð. Það var tekið að birta og sk;p- ið vaggaði við hafnargarðinn. Þá heyrði hann sönginn og vissi hvers vegna hann hafði vaknað, og um leið varð honum ljóst að hann lá ekki i kojunni, heldur á bekknum með kreppta fæturna. Hann lyfli höfðinu og leit upp i kojuna eins og hann byggist við, að einhver væri þar. En hún var tóm. Hvers vegna hafði hann þá sofið á bekkn- um? Söngurinn. — Nú heyrðist hann betur. Hún var um borð og söng fyrir hásetana. Hann heyrði rámar raddir þeirra taka öðru hverju undir. En rödd hennar skar sig úr og sendi straum eftir liryggnum á honum upp i hnakka. Hann stóð upp og fann að hann hafði engan höfuðverk. Hásetarnir öfunduðu hann af þvi að fá aldrei timburmenn. En þeir koma, sögðu þeir, þegar þú ert búinn að drekka þúsund flöskur af vini, reykja milljón sígarettur og sofa hundrað sinnum hjá kvenmanni. Hann ieit í spegilinn og fannst hann sjá ann an mann, þótt andlitið væri hið sama. Eitthvað 1 söngnum orkaði Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið i einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri liúð- snyrtingu. Mamma þin hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA ! V Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. vucan 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.