Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 14
Á síSustu árum hefur svampgúmmí numið rækilega land í hús- gagnaiðnaðinum og er á góðri leið með að útrýma venjulegri bólstrun. Hins vegar er það óskiljanlegt, hvað valdið getur því okurverðlagi, sem er á svampi. Sýnist það nauðsyn hér á landi að framleiðsla og sala kæmist á fleiri hendur, til þess að etðlileg samkeppni fengi að njóta sín. Svampgúmmíið er einmitt efni, sem hefði átt að verða til þess að gera góð húsgögn almenningseign, en raunin hefur orðið sú, að það er mun dýrara en gamaldag(s bólstursaðferðir og fjaðradýnur. Hvað um það: Svampurinn hef- ur leitt af sér nýtt útlit, eins og ný efni gera ævinlega og verð- lagið hlýtur að breytast til bóta með tímanum. — Við birturn hér mynd af frönskum sófa, sem virðist hinn bezti gripur og mun þægilegri en barokkhúsgögnin, sem Frakkar hafa notað allt fram á þennan dag. Bakpúðarnir í sófanum eru lausir, og má raða þeim á ýmsa vegu. Þið sjáið, að stúlkan á myndinni hefur lag á því að láta fara vel um sig. Hús og húsbúnaður Ný efni ný form Svampgúmmíið hefur marga kosti, en er alltof dýrt enn sem komið er. I fullri aivöru: Lækkið soldið ... Ekki alls fyrir löngu átti maður nokkur einhver erindi við fyrirtæki eitt hér í höíuðborginni. Svo hagar til í fyrir- tæki þessu, aS þar er margt manna við vinnu í stórum sal, en lágur bás fyrir innan dyr, og situr þar stúlka, sem ann- ast símavörzlu og veitir nauðsynlega fyrirgreiðslu þeim viðskiptamönnum og öðrum, sem þangað eiga erindi. Það skal fram tekið, að stúlka þessi er prúð í framkomu og vingjarnleg. Þegar maður þessi var þarna á ferðinni, stóð svo á, að verið var að jarðsyngja gamlan mann, sem lengi hafði gegnt embætti úti á landi, notið vinsælda og virðingar í því starfi sínu og eignazt fjölda vina og kunningja, og var sizt að undra, þótt aðstandendum hans þætti sjálfsagt, að jarðarfararathöfninni væri útvarpað, svo að þeir hinir mörgu, sem gjarna hefðu viljað votta honum vináttu sína og virðingu með því að vera viðstaddir útförina, en máttu ekki koma þvi við fjarlægðarinnar vegna, gætu að minnsta kosti fylgt honum í anda hinzta spölinn. Og sem sögu- maður okkar opnaði dyrnar að salarkynnum hins fyrr- nefnda fyrirtækis, lagði útfararathöfn hins aldna sóma- manns á móti honum út úr útvarpsviðtæki þar inni, — ekki sem angurblíðan blæ, heldur hávaðarok með svipti- byljum sálmasöngs, gný organleiks og skruggum þeim og skruðningi, sem ■ tæknimenntaðir útvarpsmenn segja okkur, að eigi upptök sín í eldsumbrotum á sólinni og hvorki þeim né öðrum verði því um kennt, — en bergmálið í salnum margfaldaði og magnaði loks allt saman, svo að hin virðulega og hugðnæma athöfn breyttist ekki einungis í hinn ferlegasta gauragang, sem mest minnti á skemmti- samkomu drukkinna rokkæðinga, heldur gerði hún og sögumanni okkar með öllu ókleift að gera hinni elsku- legu afgreiðslustúlku skiljanlegt erindi sitt. Horfði stúlkan þá fyrst bliðu og afsakandi augnaráði á komumann, en leit siðan um öxl til þeirra, er sátu við vinnu sína inni í salnum, og kallaði allhöstulega: — Lækkið soldið þennan bölvaðan hávaða! Það er ótrúlegt, að nokkur þarna inni hafi átt hinum látna dánumanni svo grátt að gjalda, að það afsakaði þá skömm og óvirðingu, sem honum vr sýnd með því að skrumskæla svo jarðarför hans sem raun bar vitni. Hins vegar er mjög sennilegt, að enginn þar inni hafi gert sér nokkra grein fyrir því, að þar með væri verið að óvirða minningu hans. Það er kannski skiljanlegt. Hitt er meö öllu óskiljanlegt, að nokkur mannleg eyru — eða mann- legar taugar — skuli þola slikan hávaða til lengdar, enn óskiljanlegra, að nokkur skuli bjóða þeim slika raun ótil- neyddur, — en þó óskiljanlegast með öllu, ef það skyldi vera satt, að fólk geti ekki aðeins vanizt þessum ósköp- um, heldur og vanizt á þau eins og hverja aðra nautn, þannig að það geti ekki á heilu sér tekið án þeirra. Auk þess er önnur hlið á málinu. Þarna var ekki ein- ungis um það að ræða, að látnum manni væri sýnd óvirð- ing í algeru hugsunarleysi, heldur var og viðskiptamönn- um fyrirtækisins, sem komu þangað einhverra erinda eins og sögumaður okkar, sýnd frekasta ókurteisi og tillits- leysi. Látum svo vera, að það hafi verið orðin föst venja þarna — eins og svo víða á vinnustöðvum — að hafa út- varpsvíðtækið opið daglangt — án minnsta tillits til þess, hvaða efni var flutt, — að það hafi eingöngu verið gert til að svala þessari óskiljanlegu hávaðaþörf starfsfólksins og það hafi jafnvel ekki einu sinni veitt Þvi athygli, hvort verið var að útvarpa jarðarför eða rokk-„tónlist“, — en því bar engu að síður að minnast þess, að um leið varð hávaðinn beinlínis einn þáttur í framkomu fyrirtækisins gagnvart þeim viðskiptavinum, sem að garði bar, og hversu hávaðatryllt, sem það var annars orðið, hlaut því að skilj- ast, að sá þáttur væri harla neikvæður. En — hávaðinn er orðinn svo sjálfsagður, jafnvel þar sem hann á sízt við, að engum kemur slíkt til hugar. Hér hefur aðeins verið minnzt á eitt fyrirtæki, — ekki vegna þess, að þar sé um sérstætt fyrirbæri að ræða, heldur þvert á móti fyrir Þá sök, að nú fara að verða teljandi Þau fyrirtæki eða vinnustaðir hér í höfuðborginni, þar sem ,,ósköp“ þessj dynja ekki á skynfærum manns, um leið og maður gengur inn úr dyrunum, — og er þá hending ein, sem ræður, hvort Þau ósköp eru skrumskæld útfararat- höín eða eitthvað annað. Þarna er ekki aðeins um mis- notkun tækninnar að ræða, heldur ómenningu og frek- legan skilningsskort á því, hvað sæmilegt sé 1 daglegri umgengni manna og samskiptum. — Hávaðasýkin sjálf er svo önnur saga. Sumum kann að virðast sem viðbragð hinnar elskulegu og hæversku afgreiðslustúlku hafi ekki verið hið fágað- asta gagnvart samstarfsfólki hennar. Má vera, — en það var að minnsta kosti fyllilega skiljanlegt og þar með afsakanlegt, — svo skiljanlegt og afsakanlegt, að fjöldi manns má vera henni þakklátur fyrir að kveða upp úr með það, sem' aðrir hugsa, ... og taka undir við hana, svo að það yfirgnæfi „ósköpin“: — Lækkið soldið þennan bölvaðan hávaða. . . 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.