Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 24
Dag nokkurn þegar nornin Minný Maggý Malla sat og talaði við Jens og Lisu um þaS, hvernig það mundi vera aS fara til tunglsins, þá kom Sígauninn allt í einu og sagSi: — Jæja, nú verSiS þiS aS bera virSingu fyrir mér, þvi að ég hef verið valinn til að vera dómari í fegurðarsamkeppni. — Valinn til hvers? spurði nornin. — Að vera dómari í fegurðarsamkeppni, það er alveg satt. Allar fallegustu stúlkurnar hér í bænum eiga að koma í samkomuhúsið á sunnudaginn og svo á ég að kíkja á þær og dæma um það hver er fegurst. — Það er Bogga dóttir smiðsins, sagði Lisa. — Nei, það er Kolla dóttir múrarans, sagði Jens. — Áttu aS skera úr um þetta einn? spurði nornin. — Nei, kannski ekki, sagði Sígauninn. Bakarinn á líka að vera dóm- ari og stöðvarstjórinn og tóbaksvörukaupmaðurinn, en ég á þó alltaf aS vera með. — Hvenær á ég að koma, spurði nornin. — Heyrðu, þú heldur þó ekki aS þú getir verið með ... það er að segja, ég meina, þetta eiga að vera ungar stúlkur og hérna, þetta er fegurðarsamkeppni, sem stúlkurnar geta orðið frægar af. — Hvað, er ekki allt í lagi með mitt útlit? sagði nornin hvasslega. Og ég gæti lika vel hugsað mér að verða fræg. Og ég er alveg vis's Þegar nornin varð fræg um að dómararnir velja mig, þegar þeir hafa smakkað pönnukökurnar mínar. — ÞaS tilheyrir ekki keppninni að balca pönnukökur, sagði Sigaun- inn. — Þá er þetta asnaleg keppni, sagði Minný Maggý Malla, og þaS verður að breyta henni. Sígauninn reyndi að útskýra heilmikiS fyrir henni, en þaS þýddi ekkert, hún stóð á fætur og fór. — Þið getið sett lykilinn undir mottuna, ef þið farið áður en ég kem heim, sagSi hún. En hvorki Jens, Lisa né Sígauninn höfðu löngun til aS fara neitt, fyrr en þau vissu hvað nornin hefði verið að gera í bæinn, svo að þau voru kyrr. — Bara að hún eyðileggi þetta ekki allt saman, sagði Sígauninn, því aS ég er svo stoltur af því að allir vildu hafa mig fyrir dómara. Loksins kom nornin heim aftur og settist í ruggustólinn sinn. — Jæja, þá er það í lagi, sagði hún. Fyrst fór ég til bakarans og sagði honum að hann fengi aldrei framar lánaðar kökuuppskriftirnar minar, ef pönnukökubakstur yrði ekki með i keppninni. Svo fór ég til stöðvarstjórans og sagði honum að ég mundi koma á hverju kvöldi niður á brautarstöðina og standa og hrópa svo hátt að eimreiðarstjór- inn gæti ekki heyrt i flautunni hans og lestin kæmist ekkert áfram. SiSan fór ég til tóbaksvörukaupmannsins og sagði honum að ég mundi koma af stað bindindisfélagi gegn tóbaki og sigarettum. Og það kom í Ijós að þeár voru allir á sama máli og ég. Meira að segja maðurinn í samkvæmishúsinu vildi gera allt, sem í hans valdi stæði, ef ég vildi fá frænku mína, hana Grétu til að brugga nokkrar öltunnur fyrir hann. — Hamingjan góða, hverju ein gömul norn getur komið af stað, sagði Sígauninn. — Ekki gömul, heldur roskin, sagði nornin. — Gömul, sagði Sigauninn, um leið og hann fór og skellti hurðinni. Þennan umrædda sunnudag fóru svo Jens og Lísa niSur í sam- komuhúsið, til að sjá, hvað gerðist. Allar ungu stúlkurnar voru komnar, og þær stóðu á fætur, ein i einti, svo að dómararnir gætu athugað þær. Minný Maggý Malla var þarna líka, en hún vildi ekki standa á fætur. Framhald á bls. 32. Nú getið þið haft það rólegt með litina ykkar dálitla stund, og við lofum þvi, að þið verðið undrandi, þegar þið sjáið, hvað kemur út úr myndinni. Litið aðeins reitina eins og stafirnir segja til um. B þýðir blátt, Y gult, V fjólublátt, Br brúnt, G grænt, O appelsínugult, R rautt, P bleikt eða ljósrautt. Þrautin er fólgin í því aS koma 1—9 (báðar taldar með) í litlu hringina. Talan 5 er, eins og þið sjáið, þegar komin í miðjuna. Tölunum á að koma þannig fyrir, að útkoman verði allt- af 15, þegar lagðar eru saman talan í miðj- unni og þær, sem eru á ásnum sín hvorum megin við hana. Lausnin er hér á siðunni. ’9 'T ‘2 ‘S ‘k ‘6 ‘8 IJSæij p; urejjn ungis 3o umeg t i SjtCjas 3o umuSuiJif ujsje e Qibníg :usnng Hve glöggur ertu? Þessar tvær teikningar virð_ ast í fljótu bragði vera eins, en í raun og veru er sú neðri frábrugðin í sjö atriðum. ReyniS nú að finna þessi sjö atriði og flettið síðan upp á bls. 36. þar er rétt lausn. 24 VIKANÍ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.