Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 5
■. ' < -í ^SISMA RCK and PRÍNZ EUGEN first sighted by NORFOLK and SUFFOLK ;5> 8-32pm May 23 y—NORFOLK and SUFFOLK shadowing ICELAND CoastaJ Commdnd aircraft reported BiSMARCK and PRINZ EUGEN had putto sea from Bergen. May22 7 HOOD s 'únk 'yi 6-37a,m.May24 FAROE ISLANDS SHOOD and PfílNCE OF WALES 8-0 a,m. May 23 HOME FLEET under thé Commander in Chief ÝPKOFWALES /X in action . >6-40piqMay24 / BtSMAfíCK atiacked by ... í l. „ ú' u't, _ _ 111 si ~rn ntn t . I n U UstrEUKin CU UU ines fram V/CTORIOUS—^L , . 12-20 a. m. May 25 BJSMA RCK eludedpursuit N< V 3 2 a.tn. May 25 J^^****, Noon May25 RODNEY Midn ight May24-2S BRiTlSH ISLES 9-30 am. May 24 II-O a.m. May 26. 9-0 cun. Nj May 25 BISMARCK attacked bu aircraft from ARK ROYAl '-±^7-30p.rn. May 26 RAM/LL/ES 6'0a.m.May 25 •StNazoÍrt;; B/SMARCK siffhted by jjl, -T4 CoastaJ Command aircraft • /0-30 a.m. May 26 SHEFflELD detached /0-30a.m May 26 Attacked bu Destroyers /•30-2-30 a.m. May 27 “ÍíS; * ■ ‘ B/SMARCK SUNK BY DORSETSH/RE 11-la.m. May27 GIBU^ WESTEfíN MEO/TERRANEAN FORCE under Admirai Somervi/le 'S.d. n/RNi:K, Bliá héldu á norðurslóðir sem fyrr. Fengu nú öll hin meiri skip Breta fyriskipun um aö halda á vettvang, enda var nú ætlunin að láta til skarar skríða og leggja til sjóorrustu, er færi gæfist. Floti Breta búinn til orrustu. Stefndi nú hinn mikli floti Breta út og norð- ur á hafsvæðið kringum ísland. Hood, undir stjórn Lancelots E. Hollands flotaforingja, lét í haf ásamt Prince of Wales og sex tundurspillum, en beitiskipin Birming- ham og Manchester voru send til varðgæzlu vestur af íslandi. Vestur undan Skotlandi lá beitiskipið Arethus ásamt 5 tundurspillum. Þá komu á vettvang King George V., undir stjórn John Toveys aðmíráls. King George var forysíuskip í leitinni að Bismarck, en því fylgdu flugvélaskipið Victorious, fjögur beitiskip og sjö tundurspillar. Við But of Lewis lá orrustuskipið Repulse ásamt tþremur tundurspilluin. Og við Færeyjar lágu 5 beitiskip í leyni. Norfolk og Suffolk fengu skipun um að sigla fram og aftur fyrir norðan ísland og um sundið milli íslands og Grænlands. Veður var slæmt á þessum slóðum, hvassviðfri og gekk á með hriðaréljum, svo að skyggni var hið versta. Sökum dimmviðris lét Suffolk blekkjast tvisvar, Framhald á bls 27. Hér er sagt frá liiiiiiin tröllankuu herskipuni Breta og l»|óöverja. Hood ogr Biwuiarek, en á kortinu til hægrri er sýnd leiðin. sem þau föru síðast og: frá verður sagt I næsta blaði. Bretar lögðu kafbátanet þvert fyrir mynni Hvalfjarðar og höfðu litið hlið til innsiglingar. Þegar herskip þeirra voru inni i firðinum, létu þeir skip vera á verði við innsiglingarhliðið. Einnig létu þeir sí og æ slæða fjörðinn vegna tundurduflahættu frá Þjóðverjum. Ýmsar fleiri varúðarráðstafanir gerðu þeir, létu t.d. smærri skip vera á siglingu út í Faxa- flóa og inn aftur til athugana og rannsókna um kafbátaferðir Þjóðverja. Þrjú stórskip Breta í Hvalfirði. í lok aprílmánaðar 1941 og í maimánuði voru stórskipin Hood, Norfolk og Suffolk oft sam- timis í Hvalfirði. Hinn 28. apríl sigldi Norfolk, sem var 10 þúsund smálesta beitiskip, út úr firðinum og systurskipið Suffolk nokkru siðar. Seint um kvöldið renndi svo Hood einnig til hafs. Hafði skipið þá legið um vikuthna fyrir innan Hvammsnes þar i firðinum. Lítil korvetta hafði verið á verði við innsiglinguna þennan tima. Nokkrum dögum siðar kom Hood aftur inn á Hvalfjörð, tundurduflaslæðarar komu þá á vettvang sem fyrr, og leitarljósum var beitt alla nóttina. Auðséð var, að Bretar gættu þessa skips af sérstakri alúð. D/aginn eftir sigldi Hood svo út aftur. Og enn mun Hood hafa komið einu sinni eða tvisvar til Hvalfjarðar, áður en hinh mikli hildarleikur hófst, laust upp úr 20. maí. Hood, stærsta herskip veraldar. í lok fyrri heimsstyrjaldar, sem geisaði frá 1914 til 1918, hófust Bretar handa um smiði hins mikla herskipsbákns, sem hlaut nafnið Hood. — Þetta skip átti að hafa sérstöðu meðal herskipa, því að i byggingu þess voru sam- einaðir betur og af meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr þeir þrír eiginleikar, sem mestu þykja skipta um slik skip. Þeir voru: árásar- styrkleiki, góð vörn og hraði. Svo mikil var trú manna á fullkomleika þessa skips, að sumir töldu það jafnvel óvinnandi. llood var þvi talið mesta herskip í heimi, 42 þúsund smálestir að stærð. Það var i smíðum hin síðustu missiri fyrri heimsstyrjaldar, hleypt af stokkunum 1918, en lokið við smiði þess árið 1920. Vélar Hoods framleiddu 144 þúsund hestöfl, en hraði skipsins var sagður 32 sjómílur á vöku. Það hafði 20 fallbyssur, 8 þeirra með 15 þuml- unga hlaupvidd og 12 með 5,5 þml. vidd. Loft- varnarbyssur skipsins voru með fjögurra þumi- unga vídd, og fjögur tundurskeytahlaup þess 21 þml. Ein flugvél var um barð. Ýmsar endurbætur Voru gerðar á Hood. 1 samræmi við tækui timanna. Eftir þær endur- bætur var talið, að herskipið kostaði sem svar- aði til 200 milljóna íslenzkra króna. Enn þótti þó brynvörn þilfarsins of veik, og var ráðgert að bæta þar um. En þar eð Hood var á sífelldum flotasýningum, gafst ekki tími til þessarar aðgerðar. Mun það hafa komið stjórnendum í koll á örlagastundu. Floti Þjóðverja. Stærsta og mesta herskip Þjóðverja var orr- ustuskipið Bismark. Það var að allri byggingu hið fullkomnasta eftir nýjustu tækni. Það var 35 þúsund smálestir að stærð, talið var þó, að það væri a.m.k. 40 þúsund smálestir. Og þó að Hood væri nokkru stærra, þá væri Bismarck voldugri að búnaði. Bismarck var ekki síður vopnum búinn en Hood, hafði t.d. 36 fallbyssur, þar af 8 fallbyss- ur með 15 þuml. hlaupvidd. Var annar vopna- búnaður skipsins eftir þessu. Annað stærsta orrustuskip Þjóðverja var Tirpitz, sem var nefnt systurskip Bismarcks og af svipaðri gerð. Þá voru omistuskipin Scharnhorst og Gneisenau í þessum hildarleik, enn fremur heitiskipið Prinz Eugen. Njósnaflugmenn Breta finna Bismarck. Bretar vissu, að Þjóðverjar höfðu bækistöðv- ar fyrir herskip sín i fjörðum og höfnum Noregs. Voru Bretar á sífelldu njósnaflugi yfir þess- um slóðum. Hinn 22. mai hafði Ratterliam höfuðsmaður, einn af kunnustu og fremstu njósnaflugmönn- um Breta, verið sendur í njósnaferð til Noregs. Hann varð þess þá var, að tvö stórskip Þjóð- verja voru að leggja úr höfn i Björgvin. Það voru orrustuskipið Bismarck og beiti- skipið Prinz Eugen. Brezka flotanum var nú samstundis gert við- vart. Gerðu Bretar ráð fyrir, að Þjóðverjar VIKAN. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.