Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 43
\ Austur 1 spaði pass pass Suður pass 2 grönd pass Vestur pass pass pass Norður 2 hjörtu 3 Krönd Útspil: Spaðafjarki. í spilinu hér að ofan kemur fyrir falleg varnarspilamennska, sem ])ví miður er alltof sjaldan athuguð. Austur og vestur voru lcunnir bandariskir stórmeistarar, sem sýndu eftirminnilega að þeir eru engin lömb að leika sér við. Vestur átti of veik spil til þess að halda opnu og norður og suður voru fljótir að komast í þrjú grönd. Þau hefðu ifka unnizt, ef austur liefði ekki verið á verði í fyrsta slag og vestur öðrum. „Þriðja hönd hátt“ er venjuleg- asta reglan í varnarspili, en í þessu tilfelli sá austur, að sú regla myndi duga skammt. Ef hann léti drottn- inguna í fyrsta slag, gæfi suður slag- inn. Síðan dræpi hann á gosann í næsta slag og þá gæti vestur ekki spilað, jafnvel þó að hann kæmist inn. Þetta myndi gefa sagnhafa tirna til þess að sækja sér laufslag, se:n myndi ásamt fimrn slögum á tígul, tveimur á spaða og hjartaás nægja til vinnings. Austur lét því einfaldlega tíuna i fyrsta slag. Sagnhafi varð að drepa til þess að tapa ekki slag og hann spilaði strax laufi á gosann til þess að reyna að stela sér níunda slagn- um. Nú var komið að vestri að syna snilldina. Hann stakk upp laufakóng og spilaði spaða. Austur lét droÞn- inguna og fríaði þar með litinn sinn og átti laufásinn sem innkomu. Og nú var sama hvernig sagnhafi spil- aði, þvi ómögulegt var að vinna spiíið. Hefði austur látið hátt 1 fyrsta spaðaslaginn og haldið áfram með litinn, þegar sagnhafi gaf, þá var vestur orðinn spaðalaus og þvi þýð- ingarfaust fyrir hann að reyna að vernda laufainnkomu félaga sins með þvi að drepa strax á kónginn. Spilið er þá unnið, hvernig sem vörnin er spiluð. Það skiptir oft meira máli, hvenær þú drepur slag, heldur en hvort þú getur drepið hann. Vertu elcki hræddur við að láta andstæðingana fá ódýran slag, ef þú með því heid- ur opnum samgangi við félaga þinn. Herra draumaráðningamaður. Mig iangar til að biðja þig að ráða draum fyrir mig. Mér fannst, sem kæmi inn til mín stúlka, sem sýndi mér tvo gullhringa á baug- fingri, var annar steinhringur en hinn trúlofunarhringur. Mér fannst hún segja að sonur minn hefði gefið sér hringana og nú væru þau trú- lofuð, síðan gengur hún til mín og kyssir mig. Draumurinn var nú ekki lengri, en það má bæta því við að þau hafa verið saman í nokkra mánuði, þessi stúlka og sonur minn. Með fyrirfram þökk, Fróðleiksfús móðir. Svar til Fróðleiksfúsrar móður. Ég mundi túlka þennan draum nákvæmlega eins og hann birtist þér. Tveir hringir á baugfingri gefa til kynna trúlofun og síðar giftingu, kossinn í draumnum gef- ur til kynna mjög gott samkomu- lag milli ykkar. Kæri Draumaráðandi. Mig dreymdi að þekkt skip hér á landi væri í hættu komið. Það var að fara af stað úr höfn á Breiðafirði og var skipið mikið hlaðið og skol- aði öllu útbirðis, sem á dekki var og leki kom að því. Á þessu skipi var piltur, sem mér fannst óg kann- ast við og tókú foreldrar minir þennan pilt. Síðar náðist gott sam- band mifli mín og hans. Hulda Sverrisdóttir. Svar til Huldu Sverrisdóttur. Að sjá skip farast eins og draumur þessi bendir til merkir vonbrigði og sorg. Hins vegar spretta upp af þeim atvikum hlutir, sem þú munt verða mjög ánægð með. Það þarf ekki nauð- synlega að vera á ástasviðinu. -VsM-SSyY//////A ysy/s/v/CwyX’ Imgluggar fyrir verzlan- ir og skrifstofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verk- smiöiubyggingar, gróður- hus, bílskúra o fl. /ZZ7 MaLMGLUGGAR w Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022. VIKAN. 43 11 Nýtt útlit Nú tækni & A-G-9 V G $ D-G-10-8-5 D-10-6-2 Allir utan hættu. Austur gefur. * 7-6-5 A-10-9-8-6 $ A-K-4 G-3 A V K-9-8-T-4 * K-D-10-8-3 K-D-7 9-3-2 A-5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.