Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 16
Spennon<fi og skemmtileg nstnr- sngn eftír Pntríkn Fe.;%vicfc 9. hluti. sem þær voru séðar, eða með öðrum orðum öldungis eins og sjálfur hann, . . . og Það var að sjálfsögðu allur leyndardómurinn við frama hans og frægð. Þegar hann samdi Söng vors- ins, hafði hann gert sér ljóst, að gangur leiksins skipti sáralitlu máli, á meðan persónurnar voru skemmti- legar og fyndnar, og viðtökurnar, sem það leikrit hlaut, sönnuðu honum, að þar hafði honum ekki skjátlazt. Og persónurnar í leikritinu, sem hann var nú að semja, voru þeim þó fremri, að hans eigin dómi, að þessu leyti, þessu leikriti, sem hann hugðist Ijúka við hér uppi í fjöllunum, vegna þess að hann hefði hvergi næði til Þess annars staðar. Það hélt þetta fólk að minnsta kosti. Sjálfur vissi hann betur, enda þótt honum kæmi aldrei til hugar að viðurkenna það fyrir neinum öðr- um en sjálfum sér. Hin raunverulega orsök var sú, að hann átti ekki völ á ódýrari stað — og hafði ekki efni á að búa á dýrkeyptari stað, fyrr en umboðsmaður hans sendi honum nýja peningaávisun. Hann var oft að brjóta heilann um, hvernig peningarnir hefðu í raun- inni getað eyðzt þannig á einu vet- fangi. Að sjálfsögðu var þarna aðeins um tímaibundna fjárhagsörðugleika að ræða, hugsaði hann með sjálfum sér, þegar hann gekk í hópi hinna heim að húsinu aftur. Um leið og hann gæti látið GrænKlæddu stúlkuna frá sér fara, var hann ofan á aftur, — og ©f honum sæktist starfið eins og undanfarna daga, mundi hann ljúka við það leikrit á mettíma. Og þegar hann var kominn upp í herbergi sitt aftur, tók hann að blaða i handritinu, las kafla og kafla. . . . og sá fyrir hugskotssjónum sínum alla hina lofsamlegu dóma, sem biðu hans, þegar þetta nýja leikrit yrði til þess að auka enn á frægð hans. Þessar vonir komu honum aftur í gott skap. Það var að sjálfsögðu óþægilegt að vera í þessum peningavandræðum, — en ef þeim hefði ekki verið til að dreifa, mundi hann aldrei hafa flutzt hingað upp í fjöllin og aldrei hitt Marínu aftur. Hún er dásamleg, hugsaði hann. Þegar ég hef hana við hlið mér. . . Og svo tók hann að dreyma hina fegurstu framtíðardrauma. Marín mundi verða ákaflega hrifin af New York, — og það, sem var enn mikil- vægara að hans dómi, ■—• New York mundi ekki verða síður hrifin af henni. Á eftir Grœnklœddu stúlkunni kæmu svo enn ný leikrit og enn meiri frægð og frami. Þegar ég hef lokið við þetta leik- rit, ætla ég að biðja hennar, sagði hann við sjálfan sig. Þau höfðu að vísu ekki þekkzt nema mjög skamman tima, en hann hafði hugboð um, að hún léti sig það ekki meira skipta en sjálfur hann. HIÐ DULARFULLA FYRIRBÆRI — UNGFRÚ ANNA CURTIS. Lísa hafði íyrir fram gert sér í hugarlund, hvernig Victor Cleveland mundi lita út, en það hafði komið á daginn, að hún mundi harla litlum spásagnaranda gædd. Og þegar hún lagði af stað í Gæðingi til Þess að sækja ungfrú Önnu Curtis, varð henni ljóst, að hún hafði ekki reynt að gera sér í hugarlund, hvernig sú mann- eskja mundi líta út. Það kom á daginn, að ungfrú Anna var kornung stúlka, á að gizka tutt- ugu og þriggja ára, og hún virtist að minnsta kosti eins ópersónuleg á allan hátt og bréfið frá henni hafði verið. Hún var klædd síðum ryk- frakka utan yfir kjól úr hrásilki, sem fór henni ekki tiltakanlega vel. Á höfði bar hún svartan stráhatt, al- gerlega sviplausan, og enda þótt hör- gult hárið hefði getað verið mesta prýði hennar, ef það heft|i verið sæmilega greitt og liðað, kom hún í veg fyrir það með því að reyra það i fastan hnakkahnút. Gagnstætt því, sem Cleveland hafði brugðizt við, virtist hún taka Gæðing eins og. algerlega sjálfsagðan hlut. Á heimleiðinni svaraði hún spurning- um Lísu af hlutlausri hæversku með bandarískum málhreim, — en bar sjálf upp aðeins þá spurningu, hvort hún gæti fengið tækifæri til að koma á hestbak í Monte Paraiso. — Já, við eigum tvo hesta, svaraði Lísa hikandi. Frændi minn, sem átti gistihúsið, var mikið fyrir hesta. —• Ég vildi gjarna fá annan þeirra léðan, sagði ungfrú Anna. Og svo sagði hún ekki fleira. — Hún er áreiðanlega sú fátalað- asta manneskja, sem ég hef fyrir hitt, sagði Lísa um kvöldið við Marínu. — Hvað getur eiginlega gengið að henni? spurði Marín. Hún fæst ekki til að segja annað en „Já, þökk fyrir“ og „Nei, þökk fyrir," og að þvi frá- töldu gæti maður haldið, að hún væri bæði mállaus og heyrnarlaus. Og það fer varla hjá þvi, að það sé með vilja gert, að hún býr sig eins og hún sé einhver fuglahræða. — Hún lætur sig að minnsta kosti ekki útlit sitt miklu skipta, varð Lísu að orði. Kannski er hún svona fátæk. — Hún gæti að minnsta kosti reynt að velja sér föt í líflegri litum. Fá- tækar höfum við verið og ekki þurft að bera það utan á okkur samt. Lísa hlaut að viðurkenna, að það væri satt, maður þurfti ekki endi- lega að bera fátæktina utan á sér. Og svo minntist hún þess líka, að ung- frú Anna hafði haft ráð á að kofna með flugvél frá Sao Paolo. Það var engu líkara en hún gerði það með vilja að vera eins illá til fara og þurr á manninn og hún frekast gat. Ungfrú Anna var ráðgáta. Á meðan hún greiðir leiguna reglu- lega, læt ég mér allt annað, sem hana varðar, á sama standa, sagði Mikki og beindi umræðunum varðandi þenn- an nýja gest þar með yfir á hvers- dagslegra svið. En samt bætti hann við eftir andartaksumhugsun. Maður gæti haldið, að hún væri í meira lagi nízk .... Ekki varð undrun þeirra minni morguninn eftir, þegar ungfrú Anna kom niður. Hún var klædd í reiðbux- ur og hvíta silkiblússu, sem fór henni hvort tveggja vel, enda Þótt hár- greiðslan væri söm og áður. Hún hafði tekið ofan sólgleraugun, og það kom í ljós, að hún hafði grá, greind- arleg augu og rólegt augnatillit. köld, þegar hún ræddi við Mikka. — Systir yðar sagði mér, að þér ættuð hesta. Ég hefði gaman af að ríða út i dag. Viljið þér biðja hestasvein- inn að söðla hest handa mér. Mikki brosti. — Ég er hræddur um, að ég sé ekki orðinn svo efnaður enn, að ég hafi ráð á að halda hestasvein, en ég skal sjálfur söðla hest handa yður tafarlaust. Hann gekk út í hesthúsið. Honum til undrunar slóst hún í fylgd með honum. —• Það er bezt, að ég velji sjálf, hvorn hestinn ég fæ, sagði hún. — Gerið svo vel, svaraði hann. En því miður er ég hræddur um, að Það sé aðeins annar, sem kemur til greina. Estrella er svo óviðráðanleg. Frændi minn hafði að visu mikið dálæti á henni, en henni er ekki reitt sökum ofsá. Þessu svaraði hún engu, en gekk þegjandi við hlið honum inn i hest- húsið, þar sem Armando var að ljúka við að kemba gæðingunum og kom þó engu tauti við brúnu hryssuna, sem gerði bæði að ausa og prjóna, þegar gamli negrinn. nálgaðist hana. — Calma, dalma, Estnella, sagði negrinn. Komið ekki nálægt henni, herra. iHún má ekki sjá ókunnuga. . . Og hann blimskakkaði augunum á Mikki bauð Armando að söðla gráa hestinn, en það aftók ungfrú Anna með öllu. — Ég ríð E'strellu, sagði hún. Gerið svo vel að söðla hana og teyma hana heim að veröndinni. Ég bíð þar á meðan. Mikki ætlaði eitthvað að malda í móinn, en hætti við það, þar sem hann sá, að ungfrú Anna mundi ekki einu sinni veita orðum hans athygli. Hún var þegar lögð af stað heim að gisti- húsinu, tággrönn og beinvaxin og Þög- ul eins og fyrri daginn. Hann starði hugsi á eftir henni, en bauð gamla negranum síðan að söðla hryssuna. — En Estrella kastar henni af sér, sagði gamli negrinn. — Það verður þeirra á milli, svar- aði Mikki. Þær voru bersýnilega báðar vilja- sterkar, hryssan og Ungfrú Anna, hugsaði hann og aðstoðaði Armando við að söðla Estrellu. Og svo er eftir að vita, hvor hefur betur. Það var með nokkurri eftirvænt- ingu, að hann teymdi Estrellu heim að veröndinni, þar sem ungfrú Anna beið, og virtist orðin óþolinmóð. Þegar Estrella leit hana, ranghvolfdi hún í sér augunum og hneggjaði hátt, en Anna gekk róleg að henni, tók við taumunum og hafði sveiflað sér létti- lega í hnakkinn, áður en Estrella vissi af. E’n Estrella var ekki lengi að átta s*g og grípa til gagnráðstafana. Hún prjónaði og jós, og Mikki stóð á önd- inni, þegar hann sá aðfarirnar. En honum til undrunar hló Anna dillandi, hljómskærum gleðihlátri. Nú var hún ekki þegjandaleg og fálát lengur, svipur hennar bókstaflega ljómaði af áhuga; það var meira að segja kominn roði í vanga hennar. Þegar Estrella sá, að þessi brögð voru tilgangslaus, greip hún sprett- inn, og Mikki varð orðlaus af hræðslu, begar hann sá hana taka sltefnu beint á hliðið. Mundi ungfrú önnu Enn vax þó röddin ópersónuleg ogtakast að stöðva æði hennar, áður enhans og yfirlætis. kæmi að hliðargrindinni? Hún gerði ekki einu sinni tilraun til þess, . . . og áður en honum gafst tóm til að vara hana við, hafði hún lotið fram í söðlinum og herti á Estrellu. Grind- in var að minnsta kosti hálfur annar metri á hæð, en Estrella lyfti sér yfir hana eins og ekkert væri og hélt sprettinum áfram út á veginn, svo að jörðin dundi við hófaslögin. Mikki horfði furðu lostinn á eftir þeim og skyggði hönd fyrir sól. Þegar ungfrú Anna hafði loíað Est- rellu að hlaupa nokkur hundruð metra, tók hún til við taumhaldið, og áður en þær voru horfnar sjónum Mikka, hafði Anna náð henni niður á brokk, eins og um þaultaminn reið- skjájta væri að ræða. —•' Sú kann þó að sitja hest, tautaði Mikki við sjálfan sig. Og sjálf virðist hún öll önnur manneskja en í gær. Kannski er hún ekki eins furðuleg ogfhún virðist við fyrstu kynni. SKÝRINGIN. Leikritinu var lokið. Þetta verður heimsfrægt verk, hugsaði Victor með sjálfum sér, stolt- ur og ánægður, þegar hann hafði und- irritað bréfið til útgefanda síns og umboðsmanns. Og það, sem honum reið mest á, — nú mundi öllum fjár- hagsörðugleikum hans lokið, því að hann fengi nokkra fyrirframgreiðslu, um leið og samningurinn væri undir- ritaður. Hann blístraði lagstúf, þegar hann gekk inn í stofuna. Lísa var að þurrka ryk af húsgögn- unum, þegar hann kom inn. Hann er jafnvel enn ánægðari með sjálfan sig en venjulega, hugsaði hún; ætli andinn hafi komið yfir hann — eða hvað? — Leikritinu er lokið, mælti hann stoltur. Og erindið var að vita, hvort þú gætir hjálpað mér um dálítið af brúnum umbúðapappír utan um handritið. Ég þarf að koma þvi i póst, svo að umboðsmaður minn geti tekið til óspilltra málanna. Það hittist svo á, að umbúðapappir var eitt af því, sem var yfirleitt ekki til í San Paraiso, en vitanlega kom henni ekki til hugar að fara að viður- kenna þá staðreynd fyrir honum. — Ég skal athuga Það, svaraði hún og gekk inn í herbergið, þar sem töskum og ferðakistum fjölskyldunnar hafði verið komið fyrir. Hana minnti óljóst, að það væri eitthvað af brúnum um- búðapappír í ferðakistunni sinni, en þar var ekki greitt aðgöngu, — vitan- lega var ferðakistan hennar neðst í staflanum. — Það vildi ég, að fjandinn hirti alla rithöfunda og handrit þeirra, tautaði hún, og röddin var þrungin sannfæringarkrafti. Og svo fór hún að bisa við koffortin og töskurnar. — Ef þú vildir segja mér, hvar tak- mark leitarinnar muni að finna, þá er velkomið, að ég hjálpi þér, sagði Victor Cleveland fyrir aftan hana. Hún var þegar rjóð í vöngum af á- reynslunni, en vitundin um, að hann hefði heyrt taut hennar, varð til þess, að hún stokkroðnaði. Hún hafði ekki haft hugmynd um, að hann veitti henni eftirför. Og henni var ekki öllu óljúfara að biðja nokkurn mann af- sökunar en einmitt hann sökum hroka 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.