Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 29
TRITON blöndunarlæki JVý gerð blönd- unartækja inn- byggð í vegg, fyrir baðkör sturtur og handlaug- ar. Fyrir handlaugar. Triton-Belco blönd- unartækin eru vestur- þýzk úrvalsframleiðsla sem hefur tryggt sér öruggan sess á heims- markaðnum, enda upp- fyllir Triton ströng- ustu kröfur, sem skap- ast vegna hinna öru breytinga á húsakosti og hýbílaprýði. * Einnig ýmsar aðrar gerðir krana og blönd- unartækja fyrir böð og eldhús. Fyrir baðkör og sturtur. EINKAUMBOÐ: Sighvatur Einarsson & Co. SKIPHOLTI 16. — SÍMAR: 24163 — 24127. k II T 'i ’HUPna p HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Svo virSist sem vel muni ganga í öllu, sem snertir peninga í vikunni, og líklega berst þér óvænt gjöf. En þú munt enn fremur eyða talsvert miklu, og oft muntu fara fullósparlega með peningana. En þú mátt svo sem viS því þessa dagana Þú hefur átt í deilu við 'félaga þinn undanfarið, en nú leysist þessi deila mjög óvænt. _____ NautsmerkiÖ (21. apr.—21 maí): Þú skalt ekki flýta þér um of í vikunni, því að fljótfærni þín gæti komið þér illilega i koll. Það verða gerðar talsverðar kröfur til þín í vikunni, og líklega muntu standast flestar. Einhvern veginn atvik- ’ast það, að áform þín varðandi þessa og næstu vikur hreyt- ast, og er það vel. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Það verður létt af þér þungu fargi í vikunni fyrir tilstilli fé- laga þinna, og mundu nú að sýna þeim, að kunnir að meta greiðvikni þeirra. Þú skalt fara að öllu með gát i umferðinni, — þar biða þín margar hættur, þótt ekki séu þær háalvarlegar. Þúferð i samkvæmi i vikunni. Krabbamerkið (22. júní—23 júlí): Vandamál, sem valdið hefur þér einhverjum áhyggjum, mun nú leysast næstum af sjálfu sér. Yfirleitt verður þetta skemmtileg vika. Listrænir hæfileikar þínir fá mjög að njóta sin i vikunni. Maður, sem þú þekkir litið sem ekki neitt, mun koma talsvert við sögu þina í þessari viku og hinni næstu. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23 ág.): Það verður treg- lega lesið margt úr stjörnunum i þessari viku vegna annarlegrar afstöðu þeirra, hvað Ljóns- merkið snertir. Þó virðist illt umtal geta snert þig talsvert. Gættu því tungu þinnar, — enda þótt ekkert bendi sérlega til þess, að þetta illa umtal stafi •frá þér. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept): Það ríkir ein- hver óvissa yfir allri þessari viku, og Þú munt eiga erfitt með að taka fastar ákvarðanir. Þú hefur komið illa fram gagnvart einhverjum í fjölskyldunni, og nú verður þú að stiga fyrsta skrefið í samningsátt, ef ekki á að fara illa. Mundu, hverju þú lofaðir í vikunni sem leið! Heillatala kvenna 5, karla 3. Vogarmerkiö (24 sept.—23. okt): Þú virðist ekki nógu einlægur i framkomu Þinni gagnvart félögum þínum þessa dagana. einkum þó gagn- vart ástvini þinum. Þú ert orðinn háðskur og kaldhæðinn, og veiztu víst bezt. af hverju það stafar. Þetta er alröng framkoma, því að þú skaðar mest sjálfan þig með slíkri framkomu. DrekamerkiÖ (24. okt.'—22. nóv.): Með smá- kænsku getur þú hagnazt vel á viðskiptum við mann, sem þér er ekkert sérlega vel við. Hann hefur áður leikið þig grátt, svo að saklaus hefni- girni ætti ekki að skaða neinn. Vertu helzt heima við á miðvikudagskvöldið Þú gætir ellegar misst af gullvægu tækifæri, sem þér býðst aldrei oftar. Helgin verð- ur dálítið óvenjuleg. Bogmaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þú hefur allt á hornum þér undanfarið og haft það á tilfinn- ingunni, að allir væru upp á móti Þér, — sem er auðvitað mesta fjarstæða. E’itthvað verður samt til þess að bæta skapið í þessari viku. Bréfa- skriftir og símtöl geta skipt þig afar miklu, ekki sízt bréfa- skriftir til útlanda. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þú munt eiga mjög annrikt i vikunni, og Þú skalt engan veg- inn treysta þvi, að einhver komi þér að liði. Eftir unnið verk munt þú fyllast aukinni trú á sjálfan þig. Þú ferð talsvert mikið út að skemmta þér í vikunni. Varastu samt að neyta áfengra drykkja nema 5 hófi. Miðvikudagurinn er mikilvægur dagur. Vatnsberamerkiö (21. jan,—19. feb.): Þú verður fyrir miklum utanaðkomandi áhrifum í vikunni, og þarftu ekki neinu að kvíða, því að yfirleitt verða þau áhrif jákvæð. Þó skaltu ekki láta segja þér fyrir verkum, hvað öll peningamál snertir. Þér mun verða kómið þægilega á óvart á fimmtu- dag eða föstudag. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þér berst freistandi tilboð í vikunni, en stjörnurnar vilja benda þér á, að tilboðið er ekki eins girnilegt og virðist í fljótu bragði. Hugsaðu þig þvi rækilega um, áður en þú aðhefst nokkuð. Einhver deila rís upp í fjölskyldunni, en úr því rætist, áður en varir. Sunnudagurinn er sá dagur, sem skiptir framtíð þína mestu %

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.