Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 23
Herbergið
Það verður að nota
plássið vel, þegar her-
bergið er lítið. En þessi
stúlka hefur það, sem
er nauðsynlegt og þar
að auki huggulegt. Hún
hefur fjölda af púðum á
dívaninum, og þeir eru
einnig notaðir sem sæti
á gólfinu, þegar krakk-
arnir koma í heimsókn.
Falleg hengiplanta í
fuglabúri og standlampi
með áföstu litlu borði
gera herbergið vistlegt
og sérkennilegt.
Bréfaviðskipti
Ólöf FriSfinnsdóttir, Mararbraut 13, Húsavík, S.-Þing., óskar
eftir bréfaviðskiptum við pilta á aldrinum 16—17 ára. — Guðfinna
Guðlaugsdóttir, Maria Arnlaugsdóttir og Vallý Sigurðardóttir vilja
skrifast á við pilta á aldrinum 21—25 ára og Þórður Þórðarson
við stúlkur á aldrinum 17—21 árs. Þau eru öll á pósthúsinu í
Keflavík. — Björg Lötveit, Nygárdsvikveg 36, LakSevag, Norge,
Jangar til að skrifast á við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19 ára.
Áhugamál hennar eru teiknun, bækur, hljómlist, leikhús, kvik-
myndir, iþróttir og útilíf. Hún ætti ekki að eiga erfitt með að
finna sér pennavin með sameiginleg áhugamál, og hún skrifar á
norsku, dönsku eða ensku. — Sigrún Grímsdóttir biður um adressu
einhvers norsks blaðs, og hér er ein, sem við vonum, að gagni:
Norsk Ukeblad, Sörkedalsvn. 10A, Oslo NV. — Annars gæti hún
skrifað til Bjargar, hér að ofan.
ÍF~I£>>
Elvis Presley
Elvis Presley var ný-
lega spurður af blaða-
manni, hvers konar
stúlku hann vildi gift-
ast, þegar þar að kæmi.
Hér er svarið: Auð-
vitað gifti ég mig, þeg-
ar þar að kemur og þeg-
ar hin rétta birtist.
Háraliturinn skiptir að
minnsta kosti engu máli.
Hún getur verið rauð-
hærð eða ljóshærð,
brúnhærð eða svart-
hærð. Aðalatriðið er,
að hún sé í sannleika
kvenleg. Ég ætlast til
þess, að konan min líti
upp til mín, ekki sem
goðs á stalli, heldur
eins og hver góð kona
lítur upp til mannsins
síns, vegna þess að
hann er nú einu sinni
sá sterkari, — sá, sem
veitir henni öryggi og
ber ábyrgð á velferð
hennar.
Það er á fleiri stöðum en Islandi,
sem hljómsveitir ferðast um i furðu-
legum bílum, máluðum með alls kon-
ar myndum og hendingum. Þeir mundu
víst ekki kippa sér mikið upp fyrir
norðan, þó að einn bíllinn enn kæmi
þangað svona útlits. Þessir eru bara
óvart ekki íslenzkir, heldur banda-
riskir og heita Johnny and the Hurri-
canes. Þeir eru heimsfrægir og að segja
má eingöngu fyrir „rock“. Þeir voru
ein af þeim gorkúlum, sem þutu upp á
tímum „rocksins“ og hafa haldið velli
síðan. Söngvari er enginn með hljóm-
sveitinni, þeir treysta eingöngu á
hljóðfærin, og eins og sjá má, eru gít-
ararnir tveir, svo að hann er aðalhljóð-
færið. Leik þeirra hefur einhvern tima
verið lýst þannig, að þeir séu blátt
áfram og harðir af sér, taktmiklir og
'þersónulegir. Og annar gagnrýnandi
sagði, eftir að hann hafði heyrt í þeim:
Áður hét það lag og taktur, nú er það
taktur og lag. — Ein af skemmtilegustu
plötum þeirra er Red River Rock, en
það er hið gamla, góða lag Red River
Valley, og þótt furðulegt megi virðast,
hefur lagið sloppið nokkurn veginn
óbrenglað gegnum hreinsunareld
„rocksins", nafninu var aðeins eilítið
breytt. Það eru Johnny and the Hurri-
canes sjálfir, sem sjá um útsetningu
laga sinna.
Hér er svo virðulegri mynd af hljóm-
sveitinni.
22 VIKAN
ÞAÐ VAR FAÐIRINN, SEM BYRJAÐI.
— Þetta er pabba að kenna, segir Frankie
Avalon og brosir feimnislega. — Hann er
mjög músíkalskur, og þegar hann var ungur,
hafði hann eigin liljómsveit, sem vann fjölda-
mörg verðlaun í samkeppnum. Hann hafði
í huga að gerast hljómlistarmaður að at-
vinnu, en fannst of áhættusamt að segja upp
góðri stöðu, — ekki síður vegna þess, að
hann giftist mömmu mjög ungur. Svo kom
eldri systir mín, Teresa, til sögunnar, og þá
gerði pabbi út af við alla drauma um hljóm-
listarbrautina. — Mamma er einnig mjög
söngvin. Hún söng með skólahljómsveit, áð-
ur en hún kynntist pabba, en þegar ég og
Teresa komum í heiminn, sneri hún sér al-
veg að lieimili og börnum. Allir vinir for-
eldra minna eru samt með söng- og hljóm-
listardellu, og alla ævi hef ég haft söng og
hljómlist í kringum mig. Mamma vildi lika,
að ég syngi, og pabbi vildi, að ég spilaði.
Þe-ss vegna gaf hann mér trompet, en ég
nennti ekki að æfa mig á hann, ég vildi
heldur leika mér. Og mamma gat ekki held-
ur fengið mig til að syngja þá söngva, sem
hún hafði kennt mér, þegar gestir voru.
MAMMA KOM MÉR AF STAÐ.
— Við bjuggum i iFiladelfíu, og einu
skiptin, sem ég söng opinberlega, voru, þeg-
ar við fóruin í kirkju: Pabbi vildi endilega
koma mér i drengjakór kirkjunnar, en ég
vildi það ekki. — Svo Jar það dag nokkurn,
að við mamma vorum úti að verzla. Við
settumst inn í stórt veitingahús til að hvíla
okkur svolítið og fengum okkur ís. Þarna
voru skemmtiatriði, og liljómsveitarstjórinn
sagði, að ef einhver börn væru í salnum,
sem vildu koma upp á sviðið og skemmta,
þá skyldu þau fú stóra súkkulaðikringlu
hvert. Og siðan áttu áheyrendur að velja
þann bezta, og vinningurinn var kúrekaföt
og 25 dollarar. Mér fannst súkkulaðikringlur
mjög góðar, en var samt efins. Þá ýtti
mamma vingjarnlega i mig, svo að ég stóð
á fætur, og hijómsveitarstjórinn brosti og
kallaði á mig. Ég var dauðfeiminn, en kynn-
irinn gat samt haft upp úr mér, að ég kynni
nokkur lög utan að. Og svo fékk hann mig
til að syngja nokkur þeirra. Fyrst söng ég
svo lágt, að enginn heyrði neitt, en þá hélt
hann magnaranum alveg upp í andlitið á
mér, og hljómsveitin hætti að spila, og allt
i einu söng ég hástöfum. Fólkið hló og
klappaði, ég fékk súkkulaðikringluna, en svo
var ég kallaður upp aftur og féklc kúrekafötin
og peningana. Og nú varð ég að syngja Give
Me Five Minutes More og Nevertlieless einu
sinni til.. Þarna kom ég fram í fyrsta skipti.
En mamma gat samt ekki fengið mig til að
syngja fyrir gesti heima, ég var enn þá of
feiminn. Samt byrjaði ég í kyrrþey að æfa
mig á trompetinn.
TROMPETINN AFLAÐI MÉR
MEIRI YERÐLAUNA.
— Ásamt nokkruin skólafélögum stofnaði
ég hljómsveit, og við.lékum á dansæfingum
og seinna einnig á dansleikjum. Við tókum
einnig þátt í kappmótum og sigruðum á
mörgurn þeirra. Perry Como var dómari í
einu þeirra og bauð mér að leika einleik í
einum af sjónvarpsþáttum sinum. Ég kom
einnig fram hjá Paul Whiteman og Jackie
Gleason, en svo nennti ég ekki að vinna
meira og einbeitti mér í staðinn að skól-
FRANKIE
AVALON
segir fáein orð
um sjálfan sig.
Flestir unglingar kannast við dönsku lukkutröllin, þessa litlu, feitu, en
ómótstæðilegu karla. Stúlkan þarna á myndinni heitir Lajla, en það er faðir
hennar, sem býr tröllin til. Hún lijálpar upp á með því að klæða þau, greiða
þeim, fægja á þeim nefið og setja skemmtilega spékoppa í kinnar þeirra.
Þarna eru mörg þeirra að fara í heimsókn á veitingakrá, en það tilheyrir
uppeldinu. Þeir verða jú að læra að haga sér vel, þegar þeir fara út ...
Byrjunin á þessu öllu saman var sú, að pabbi Lajlu var vanur að segja
henni sögur um tröllin, sein byggju í fjöllunum, og auðvitað varð Lajla að fá
að sjá tröllin. Og árangur af hugmyndaflugi þeirra beggja varð svo þessi.
Nú skreyta þessir litlu, skemmtilegu karlar unglingaherbergi út um allan heim.
STOFNAÐI KLUBB.
— Félagar mínir héldu þó áfram að æfa,
og þeir fengu mig með aftur. Og dag nokk-
urn komumst við að því, að okkur vantaði
táningaklúbb i götunni. Við fengum leyfi til
að innrétta nokkur herbergi i kjallara í
einni blokkinni og höfðum opið hús þrisvar
í viku. Það var dálítið erfitt fyrir okkur að
sjá um skemmtiatriðin á eigin spýtur, én það
kom svo mikið af hljómlistarmönnum og
söngvurum heim til mín, —■ vinir foreldra
minna, — og þeir komu öðru hverju og
skemmtu. Tveir af beztu vinum pabba voru
textahöfundurinn Bob Marcucci og tónskáldið Peter de Angelis. Þeir bjuggu
til nokkur lög handa okkur, og fljótlega talaði ekki aðeins öll gatan um
okkur, heldur allur bærinn. Við komum fram í útvarpi og sjónvarpi, og
Bob frændi og Pétur frændi, eins og ég kallaði þá tvo, skrifuðu samning
við mig og útveguðu mér starf á hljómleikum og sáu um, að ég söng inn
á fyrstu plötur mínar fyrir plötufélagið California. Það urðu metsöluplöt-
ur, — og síðan fór allt af stað. Hollywood sendi eftir mér og Broad
way, og Pe-rry Como tók mig upp að nýju i sjónvarpsþætti sínurn. Hið fyrsta,
sem ég söng, voru lögin Cupid, Teachers Pet, Shy Guy, Ginger Bread, Venus
og Bobby Sox. Siðan söng ég inn á hæggengis-plötur, og þegar aðdáenda-
bréfin byrjuðu að streyma inn, voru stórar myndir af mér settar á plötu-
umslögin og stór andlitsmynd af mér í litum, sem stúlkurnar áttu að geta
hengt upp á vegg. Hið nýjasta er hæggengis-plata, sem hÖggmynd af mér
fylgir með. Hvað ætli verði næst?
EINKENNILEG TILFINNING AÐ VERA FRÆGUR.
— Ég var allt í einu orðinn frægur, og það er einkennileg tilfinning, þegar
maður á annað borð er dauðfeiminn. Auglýsingastjórarnir kunnu þó ráð við
því og undirstrikuðu einmitt feimni mína. Það var sérstaklega lögð áherzla
á hana, þegar þeir fundu Fabian og auglýstu hann sem mótsetningu. Skömmu
seinna komust þeir að raun um, að ég ætti ekki að syngja rokk, heldur eitt-
hvað rómantískara. Smám saman fór ég meira út í annað, og það er ágætt,
þvi að það hæfir mér betur. Það er kannski þess vegna sem Frank Sinatra
og Pat Boone eru eftirlætissöngvarar
mínir. Það er auðvitað skemmtilegt að
vera frægur, en það getur verði dá-
lítið þreytandi. Ég get ekki ferðazt í
lest eða flugvél án þess að hitta ein-
hverja af aðdáendum mínum, og hvað
sem ég er þreyttur, verð ég að vera
glaðlegur og vingjarnlegur. Ég hef
ekki ástæðu til annars, og aðdáendur
mínir ætlast til þess af mér. Alls staðar
hitti ég vingjarnlegar manneskjur, sem
óska þess, að ég segi þeim allt um
sjálfan mig.
EINKALÍFIÐ.
— Ég er jú ekki mjög gamall, svo
að ég er ekki trúlofaður. Ég er ekki
einu sinni með sérstakri stúlku. En
auðvitað fer ég út og skemmti mér,
þegar ég get. Ég skil vel núna, að pabbi
hafi orðið að segja skilið við frama-
brautina, þegar hann giftist mömmu
og eignaðist barn. Sé maður á annað
borð i „showbusiness“, hefur maður
ekki tíma til einkalífs. Ég nýt þess að
geta eytt einu og einu notalegu kvöldi
með foreldruin mínum og Teresu. Ég
á indælan „lassie“-hund, sem heitir
De-De, því að ég féklc hann, þegar lag
mitt De De Dinah sló öll sölumet. Mér
finnst gaman að leika knattspyrnu með
strákunum heima i Fíladelfíu, og ég
Framhald á bls. 30.
VIKAN 23