Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 18
VIKAN og tæknin Lancia Flavia, - ítalskur bíll með framdrifi. Það er ekki eins og framdrif sé neitt nýtt í þróunarsögu þilanna, þar eð fyrstu frönsku bilarnir voru með framdrifi, og jafnvel sumir franskir bílar eru enn þannig gerð- ir. En tæknilega hefur framdrifið verið talið ófulikomnara, og hefur það hingað til verið talin afturför eða að minnsta kosti óheppileg fastheldni að vera að fást við það. Nú litur út fyrir, að einhver breyt- ing sé að verða á þessu. — Til dæmis hefur einn kunnasti bíll, sem ítalskar verksmiðjur framleiða, og það sá, sem alltaf hefur verið tal- inn með hinuin glæsilegustu, Lancia Flavia, verið búinn framdrifi. Telja bílafræðingar, að verkfræðingar verksmiðjunnar hafi leyst viðfangs- efnið þannig, að tæknilega skoðað sé þetta framdrif framför frá aftur- drifinu. Enda gefur auga leið, að framleiðendurnir mundu ekki hafa horfið að því ráði að „prófa“ þessa nýjung í sambandi við svo dýra og mikilsmetna bíltegund, ef þeir teldu sig eiga nokkuð í hættunni. Lancia Flavia er nefnilega fremst- ur í röð ítatskra glæsibíla, einn þeirra bila, sem hefur alltaf þótt við heldra fólks hæfi, enda er allur innri og ytri frágangur og búnaður þeirra — og þá einnig þessarar gerðar — við það miðaður. Sjálfir telja ítalir, að fullrúmt sé um sex í sætum í þessum bíl, en þess ber að gæta, að ítalir eru frekar smá_ vaxnir og Vesturlandabúar telja, að þar sé gott rúm fyrir fjóra, en ekki heldur meira. Lancia Flavia er vita- skuld ekki ódýr bíll; innfluttur til Vestur-Þýzkalands kostar hann um 14000 mörk eða 140 þúsund krónur íslenzkar, en ekki er okkur kunnugt, hvaða kostnaður er þá á fallinn miðað við verksmiðjuverð. Víst er um það, að þýzkum þykir hann dýr, því að Mercedes 220 S, einn dýrasti og vandaðasti fólksbíll frá Mercedes- Benz-verksmiðjunum, er seldur við svipuðu verði, — fullstór sjö manna bíll! Lancia Flavia er knúinn fjögurra strokka „boxer“-hreyfli, 1500 rúm- cm, 78 hestafla. Gangur er fjórskipt- ur og skipting altengd. Lengd er 4,578 m, breidd 1,606 m, hæð 1,5 m, þyngd 1210 kg. Hámarkshraði er eitthvað yfir 100 km á klst. og benzíneyðsla 10 1 á hverja 100 km. Þess skal getið, að þessi tegund er talin með fallegustu itölskum bil- um, — og er þá mikið sagt. Skipaskurður gegnum Verkfræðingum á okkar dögum vex ekki allt í augum, enda eru margar þær verkfræðilegu stór- framkvæmdir, sem áður voru ill- framkvæmanlegar, nú leikur einn, svo hefur allri tækni fleygt fram á því sviði að undanförnu, — ekki hvað sízt gerð og afköstum stór- virkra vinnutækja. Það hefði tekið skemmri tíma að grafa Súezskurð og Panamaskurð en varð, ef verk- takarnir hefðu þá haft nýtizku_ skurðgröfur og jarðýtur til umráða — eða þótt ekki hefðu verið nema nýtízku-horvélar, til að fást við klappirnar, sem sprengja þurfti. Það þarf því engan að undra, þótt verkfræðingar hafi ýmsar stórfram- kvæmdir á prjónunum þessa dag- ana. Og nú er til dæmis verið að mæla fyrir skipaskurði þvert yfir Mexikó, um 300 km á lengd, milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Slíkur skipaskurður mundi ekki aðeins stytta stórkostlega leið þeirra skipa, sem sigla á þessum leiðum, en verða nú að krækja alla leið suður til Panama, heldur mundi hann auð- velda Mexíkóbúum sjálfum alla hagnýtingu náttúruauðæfa lands- ins; t. d. eru þar stór skógarflæmi, þar sem vaxa mjög verðmætar trjá- tegundir, er ekki verða nýttar nú sökum flutningsörðugleika. Loks mundu rísa miklar hafnarborgir við bæði mynni skurðsins, og miðað við þann skipafjölda, sem fer um Panamaskurð nú, 36 skip á dag, — og er það hámark þess, sem sá skurður getur „afkastað“, — og þá einnig við það gjald, sem hvert skip greiðir, mundi þetta mannvirki Framhald á bls. 34. jbr. Watáíaí Jc onaáíon ÞEKKTU SJÁLFAN . ÞIG Er menning vðntinarfyrirbrigði UPPRUNI SKYNSEMINNAR. Þessi spurning mun flestum mönnum þykja hrein fjarstæða. Okkur er tamt að skoða manninn sem miðdepil tilverunnar og goðborinn skapara menningarinnar. Sú staðreynd bliknar þó ekki, að lífræn náttúra er aðeins örlítið brot af efnisheiminum og maðurinn aðeins ein tegund af ótölulegum fjölda lífrænna tegunda. Sé þessa gætt, vekur það siður furðu, að málsmetandi vísindamenn hafa rökrætt þessa spurningu i fullri alvöru. Hvernig sem menn vilja túlka goðsagnir um sköpun heimsins, neitar enginn þvi, að maðurinn, eins og við þekltjum hann, er fram genginn úr langri þróun. Hann tók sinn þátt í miskunnar- lausri baráttu lífveranna um tilveru sína, og meðan hann átti ekki önnur vopn en dýrin, stóð hann illa að vígi með sljóa kló og skamma vígtönn sína. Auk þess var húð hans nakin fyrir hita og kulda og uppvaxtarskeið verndarþurfa afkvæmis langt. Manninn skorti svo margt, sem stóru rándýrin, keppinautar hans um æti og .líf, höfðu sér til framdráttar. Vel hefði getað farið svo, að hann yrði þeim að bráð, að tegundin homo dæi út og hyrfi af sjónarsviði þróunarinnar eins og ýmsir aðrir stundar- duttlungar náttúrunnar. Eðlisávísun tegundarinnar réð ekki við þennan vanda. E. t. v. var maðurinn einnig afskiptur á þessu sviði og atferli hans eklci jafnhnitmiðað og óskeikult eins og hjá keppinautum hans. Að minnsta kosti átti tegundin aðeins tveggja kosta völ: að farast eða að brjótast út úr hinni almennu þróun, sem eðlisávísunin réð. E. t. v. verður aldrei hægt að tímasetja með fullu öryggi þessi merkilegu straumhvörf í þróun jarðlífsins. En þau markast af hin- um geysilega vexti mannsheilans. Rándýrin eru sérhæfð í við- bragðsflýti, líkamsafli og baráttu með klóm og tönnum. En atferli þeirra er bundið eðlisávísuninni og kemst þvi ekki út úr hinni þröngt mörkuðu þróunarbraut. En maðurinn öðlast hugsun og vit. Hann tók að draga gildar ályktanir af reyslu sinni, fella þær undir hugtök og hugfesta þær með orðum þess máls, sem vaknandi vit- und hans skapaði. Um leið hafði hann brotizt út úr þróunarferli þeirrar lífveru, sem var alháð eðlisávísun. í staðinn eignaðist nú hugsunin sivaxandi þátt í atferli hans. Hjarðhvötin breyttist i félagskennd, hvatabundið viðbragð í vitrænt atferli. Og upp af hugkvæmni mannsins, sem felldi reynslu sina í hugtök og orð, óx menning, sem gagnkvæmt örvaði þróun hans. Af þessari þróun má álykta, — að vísu með einhliða og all- þröngum skilningi, — að menningin sé sprottin af óhæfni ákveð- innar lífveru til þess að heyja miskunnarlausa baráttu allra gegn öllum með þeim „vopnum“ einum, sem blind náttúra og Er þnð mögulegt nð meusjingin hufi rií orðið vcgoo þess nð tegundin Homo hofði InUtirí sbilgrði til nð bjorgo sér með Uióm og Ujofti en onn- ur dýr metUwcinnnv 1B VIKAK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.