Vikan


Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 07.09.1961, Blaðsíða 20
Smásaga eftir IJllian BJöran Þrjár konur á biðstofu kvenlæknisins. Ein fá- tæk, ein rik og ein ógift. Sömu tilfinningarnar hið sama í vænd- um þrátt fyrir ólíkar aðstæðnr. Konurnar tvær, sem sátu í bið- stofu Bjerkes læknis, litu snöggv- ast upp úr myndablöðunum, þegar unga stúlkan kom inn. Hún litaðist um hjálparvana, áður en hún sett- ist gætilega á yztu brún stólsins, sem stóð næstur dyrunum. — Hún sat lengi grafkyrr. Þá tók hún eftir myndablöðunum, sem lágu á borðinu með glerplötunni i miðju herherginu. Hægt og gætilega, — eins og hún væri hrædd við að gera hávaða, — stóð hún á fætnr og náði sér i blað. — Aftur litu konurnar tvær á hana, en hún faldi sig á hak við blaðið, eins og hún þyrði ekki að mæta rannsakandi, en um leið vingjarnlegu augnaráði þeirra. Og aftur grúfði kyrrðin yfir stofu- unni. Aðeins fluga suðaði á glugga- karminum, ör af siðsumarssólinni; aðeins hún var ósnortin af hinni undarlegu kyrrð, kyrrðinni í bið- stofu kvenlæknis. Og unga stúlkan grúfði sig meira að segja dýpra yfir tizkusíður blaðsins eins og til þess að leyna sínum stóru gráu augum, sem aftur og aftur fylltust tárum. Ilún linykkti til höfðinu, svo að sitt, ljóst hárið Jjómaði i sólskininu. Kjóllinn hennar var ljósblár og hressilegur. Hún var berfætt með sólbrennda fætur og hafði brugðið á sig léttum sumarsandölum. Konan, sem sat nær henni, var mjög vel til fara. Svarti, barðastóri og fislétti hatturinn virtist ekki eiga heirna í þessu fátæklega útlítandi herbergi. Svartur léreftskjóllinn lagðist þétt að vel snyrtum, grönn- um líkama hennar, sem var dökk- hrúnn eftir langa dvöl í sólskini Ítalíu. Nælonsokkarnir voru þunnir og gagnsæir. Upp úr tösku sinni dró hún sígarettuveski, sein glamp- aði á í sólinni og fékk stúlkuna næst glugganum til þess að líta upp úr blaði sínu. Sígarettuveski? Skyldi það vera úr gulli? Hún mætti augnaráði kon- unnar, en hún sagði: Finnst yður óþægilegt, að ég reyki? — O, nei, — sagði hún lágt og leit niður. Ósjálfrátt dró hún fæturna að sér. Þeir voru hvítir og voru með byrj- andi æðalinúta. Og hvítu skórnir, sem hún var á voru ekki úr slcinni, heldur taui. Þrátt fyrir hitann var hún enn í hinni gömlu, þvegnu pop- línkápu. Hún hefði svo gjarnan vilj- að fara. úr kápunni, en hún bar merki um grautarmáltíð litla dengsa. Hún hafði hent honum i rúmið og kastað yfir sig kápunni. Hún vonaði, að læknirinn yrði brátt húinn með sjúklinginn, sem inni var, svo að hún gæti komizt heim, áður en litli dengsi vaknaði. Hún sat og hugsaði um Þórdísi, sem var úti í garði með Jan og Inger, og hún hugaði um Óla og Trínu, sem áttu að vera í reikn- ingsprófi í dag. — Eitt í viðbót, — hugsaði hún. Hvernig skyldi það ganga? — Enn þá einn munnur að seðja, enn eitt svefnpláss sem finna varð i þremur troðfullum herbergjum. Hún var að hugsa um allt þetta, þegar fina konan sagði: — Það er slæmt, hvað þetta tekur langan tíma. Hún leit snöggvast á klukkuna. — Hvað, hana vantar kortér í ellefu. Ég er búin að sitja hér í hálftíma. — Hún athugaði þreytulegu konuna við hlið sér. — Þér eruð vist næst, . . . en mér datt í hug . . .? — Áslaug Larsen vissi, hvað á eftir mundi koma. Þannig var það alltaf. Hún var svo feimnisleg; það var eins og lítill líkami hennar hnipraðisl saman í stólnum, því að hún beið þess, sem koma mundi: Ef þér eigið ekki allt of annríkt . . . Vitið þér, maðurinn minn ætlaði að koma einmitt núna að sækja mig. En ZD VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.