Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 4
Dr. Matthías Jónasson: ÞEKKTU SjALFAN ÞIG Er maðurinn æðsta þróunarstig lífsins? EINSTÆTT ÞRÓUNARFYRIRBÆRI. Maðurinn sem tegund er einstæður og óviðjafn_ anlegur. Engin lífvera kemst í jafnkvisti við hann. Nú á tímum taka flestir það sem óvefengjanlega staðreynd, að maðurinn sé afsprengi þróunar, sem hinni tífrænu náttúru var sameiginleg um þúsund milljónir ára. Sú þróun var margbrotin, þróunar- straumarnir sundurieitir og stöðnuðu margir snemma, þótt aðrir streymdu fram. Ýmsar tegundir dóu út, af því að sérhæfing þeirra reyndist óhag- kvæm í samkeppni um lífsskilyrðin, aðrar hafa staðið í stað um óratið og virðast staðnaðar að fullu. Ekkert ungviði er eins gersamlega ósjálfbjarga sem nýfædd börn, sem þó eru í heiminn borin til þess að viðhalda þeim arfi, að maðurinn sé æðsta skepna jarðarinnar. En er hann æðsta þróun- arstig lífsins, eða bíður hans miklu meiri þroski í átökum við vandamál f ramtíðarinnar ? VIKAN Eðlisávísunin er einráð um atferli dýrsins, enda þótt hún virðist nokkru sveigjanlegri hjá æðri spendýrum en t. d. hjá skordýrunum. Allt lífs- nauðsynlegt atferli er fyrir fram ákveðið og bund- ið af henni. Hún setur þvi þróun iífveranna ákveð- in takmörk. Aðeins einni lífveru auðnaðist að hitta á þróunarleið, sem leiddi út fyrir takmörk eðlis- ávísunar: manninum. Hjá honum kom fram nýtt leiðandi afl: vitundin, sem gerði hann færan um að hugsa og draga almennt gildar ályktanir af reynslu sinni. Náttúrufræðingar telja sig geta rakið þessa þró- un, að minsta kosti í höfuðdráttum. Ýmis atriði i byggingu og efnaskiptum mannslíkamans gefa glögga vísbendingu um lifnaðarhætti tegundarinn- ar á löngu liðnum jarðsöguskedðum og um þá þró- unarmöguleika, sem hún hafði fram yfir aðrar tegundir. Merkilegust slíkra auðlcenna eru öndun- arfærin og blóðhitinn, höndin og heilinn. Merkir vísindamenn telja, að forfeður mannsins hafi ver- ið klifurdýr og á því skeiði hafi hönd hans öðl- azt sina sérkennilegu og hagkvæmu byggingu. En þróunin leiddi manninn lengra; hann sté niður úr trjánum og tók að ganga uppréttur á jörðinni. Þar með bauð hann nýjum hættum birginn, og nýtt skeið í kapphlaupinu um lífsskilyrðin hófst. Höndin fékk æðra hlutverk en að grípa um trjá- gréin; hún smiðaði vopn og tól, og hið flótta- gjarna hjarðdýr sneri sér nú gegn hættunni og bauð rándýrunum birginn. En þá er vitund manns- ins tekin við stjórn. Hugkvæmni hans opnar hon- um nýja áfanga á þróunarbrautinni og greinir liann ])ar með endanlega frá stofni hins vitvana lífs. VÖXTUR HEILA OG VITUNDAR. Starfsemi vitundarinnar er nátengd þróun eins líffæris: heilans. Ilin géysilega og einstæða þróun mannsheilans skipaði manninum sérstöðu, ofar hverri annarri lifveru. Mannsheilinn einn fær ann- að þeim ólölulegu vitundartengsluin, sem hugsun krefst. Sérhæfing hans er hið byltingarkennda skref innan iífrænnar þróunar. Róttæk sérhæfing liffæra er sýnileg hjá mörgum tegundum, t. d. vængur fúglsins, en eftir skamma hríð lokaði sú þróun leiðinni endanlega. í óljósri þrá höfum við kannski oft tekið undir með skáld- inu: „Gott á fuglinn fleygi, hann fjötra ei bönd“, — en einmitt fuglinn er í óleysanlegum fjötrum, séð frá sjónarmiði þróunarinnar. Með sérliæfingu framlimanna til flugs glataði fuglinn möguleikun- um á annarri notkun þeirra, og vængurinn, sem gerði honum undankomu frá liættum jarðarinnar svo auðveldlega, leysti hann frá vanda, sem var frumskilyrði vitsmunaþróunar. Því er fuglinn fjötraður órofa eðlisávlsun, sem hann fær livergi haggað. Miðað við verndarþörf brjóstmylkingsins er meðgöngutími konunnar óeðlilega stuttur. Enginn spendýrsungi er jafn ósjálfbjarga og nýfætt manns- barn. Eigi að siður er kynhæfni mannsins þann veg liáttað, að hún styður sérstaklega að hinni mikilvægu þróun heilans, bæði fyrir. og eftir fæð- Framhald á bls. 29; Sjóorrustan vestur af Snæfellsnesi síðari grein eftir Gunnar M. Magnúss Afstaða brezka og þýzka flotans. Þar var komið frásögn, er stærsta herskip veraldar, Hood, hið brezka orrustuskip, og Bismarck hinn Þýzki, voru komin í návígi, svo sem kalla má I nútíma sjóhernaði, og bjuggust til orrustu. Þýzku herskipin, Bismarck og Prinz Eugen, höfðu lagt I haf frá Noregi og brezkar njósnaflugvélar orðið þeirra vör. Héldu Þjóðverjar norður fyrir Island, en brezku beiti- skipin Norfolk og Suffolk voru þar á verði. Vestur af Islandi voru beiti- skipin Birmingham og Manchester. Á þær slóðir kom einnig Hood og Prince of Wales, ásamt fylgdarskip- um. Og enn fleiri herskip Breta voru á nálægum slóðum, t. d. lágu 5 brezk beitiskip I leyni við Færeyjar. Norfolk og Suffolk höfðu elt Bismarck alla aðfaranótt 24. maí 1941. Hélt Bismarck fyrst i vestur- átt og síðan til suðurs. Og um klukk- an 5 að morgni bar saman fundum Þeirra Hood og Bismarck. Feigðarfundurinn. Klukkan um sex hófst orrustan og voru þá um 20 km milli Hood og Bismarcks. Holland, foringja á Hood, varð á skyssa, sem varð örlagarik. Hann tók Prinz Eugen fyrir Bis- marck og hóf skothrið gegn veikari 'andstæðinghum. Þóttu þetta mikil mistök, en Holland var talinn af- burðamaður á sínu sviði, með ævi- langa reynslu í flotanum. Holland var auk þess í mjög slæmri aðstöðu, þegar orrusta hófst. Flota- deild hans sigldi i halarófu gegn þýzku skipunum og þvert á stefnu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.