Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 20
BÖRNUNUM LÍÐUR ÞVÍ AÐEINS VEL í SKÓLANUM • AÐ ÞAU KUNNI LEXÍURNAR • AÐ ÞAU SÉU HREIN • AÐ ÞAU SÉU SNYRTILEG TIL FARA VÉR GETUM SÉÐ BÖRNUM YÐAR FYRIR VÖNDUÐUM, HLÝJUM OG SNYRTILEGUM SKÓLAFATNAÐI. LEITIÐ TIL OKKAR. II i ’bilPftap HrútsmerJciÖ (21. marz—20. apr.): Þú hefur ótal ástæður til Þess að líta björtum augum á tilver- una í þessari viku. 1 vikunni rætist einn draum- ur þinn, svo að þssi vika og næstu vikur verða nánast dásarhlegar. Einn vinur þinn veldur þér einhverjupm vonbrigðum í vikunni, en þetta stafar allt af einhverjum misskilningi. Nœutsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú skalt hugsa þig um tvisvar, áður en þú tekur nokkra veiga- mikla ákvörðun í vikunni, því að dómgreind þín virðist ekki sem bezt þessa dagana. Þú skalt ekki skammast þín fyrir að leita ráða annarra. Þér verður komið á óvart um helgina, en ekki er ljóst, hvort það verður þægilega eður ei. TvíburavierkiÖ (22. maí—21. júní): Þér gefast mörg tækifærin til þess að breyta til og hrista af þér þetta slen hversdagsleikans — þótt ekki sé enn Ijóst, hvort þú kannt að nota þér þessi tækifæri. Amor verður mikið á ferðinni — lík- lega i sambandi við eitthvert samkvæmi. Maður, sem er eldri en þú kemur talsvert við sögu bína í vikunni. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): Þig skortir einhvern veginn hugmyndaflug í vikunni, og verður það til þess að þú missir af mörgum góð- um tækifærum. Verið getur að gleymska þín komi þér í koll í vikunni, og láttu Þetta þér nú að kenningu verða! Fólk, sem komið er yfir þritugt fær miklar gleðifréttir, líklegast um helgina. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú verður hrók- ur alls fagnaðar í vikunni — líklega muntu skemmta þér óvenjumikið. — Þó skaltu varast að smakka áfengi, nema Þá í miklu hófi. Eitt- hvað, sem gerist í siðustu viku, endurtekur sig nú en á nokkuð skemmtilegri hátt. Um helgina gerist eitt- hvað, sem veldur þér smávægilegum áhyggjum MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú munt eiga mjög annríkt í vikunni, en þó muntu finna tima til þess að sinna Því, sem á hug þinn þessa dag- ana. Þú ferð að líkindum í stutta ferð, einhvern tíma i vikunni. Vinur þinn veldur þér einhverj- um vonbrigðum, en hann bætir ráð sitt, fyrr en varir. Glappaskot, sem einhverjum varð á í fjölskyldunni, bitnar einhvern veginn á þér. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það er eitt- hvert eirðarleysi yfir vikunni, og það er eins og þú vitir ekki, hvað þú átt að þér að gera. Þó verður eitthvað til þess í vikulokin, að úr þessu rætist. Líklega muntu fá skemmtilegt verkefni til að glíma við. Takist þér að leysa þetta verkefni, mun næsta vika verða einkar ánægjuleg fyrir þig og vini þína. DrékamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þetta verður mikil hamingjuvika fyrir þig og einhvern annan, sem þú hefur umgengizt mjög mikið áður fyrr. Þú skalt aðeins varast alla fljótfærni, þvi að hún gæti komið ykkur báðum illilega í koll. Þú skalt ekki hætta þér út i nein stórfyrirtæki i vikunni, heldur lifa lífinu, eins og þú hefur gert undanfarið. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Þú hefur ekki verið í sem beztu skapi undanfarið, en nú verð- ur eitthvað til þess að þú kemst i fyrirtaks skap alla vikuna. Líklega muntu skemmta þér óvenju- mikið i vikunni, en varast skaltu samt allt óhóf. Þú hézt einhverju fyrir skömmu, en það verður líklega að hryggja þig með þvi, að þú stendur ekki við það. GeitarmerkiÖ (22. des-—20. jan.): Liklega græð- ist þér fé á óvæntan hátt í þessari viku. Mundu að votta réttum aðilum þakklæti þitt. Eitthvað, sem þú gerir i vikunni, verður tekið illa upp hjá tveimur kunningjum þinum. Reyndu að sýna þe.im fram á, að þetta hafi allt verið vel meint. Þú færð furðulega hugmynd í vikunni, sem þú skalt alls ekki hrinda í framkvæmd — að sinni. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Það gerist svo sem ekki ýkjamikið í þessari viku, en þú getur verið viss um, að hún verður þrátt fyrir allt ánægjuleg fyrir þig og þína. Liklega muntu bezt á heimili þinu. Þú ættir að reyna að um- gangast fleiri en þessa „föstu“ félaga þína, til þess að víkka sjóndeildarhring Þinn. ^Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það gerist SHNH margt markvert í þessari viku, og yfirleitt verð- ur það þér í hag. Eitthvað undarlegt gerist i sambandi við húsnæði það, sem þú býrð í. Þú færð skemmtilegan gest í heimsókn, og mundu nú að koma fram við hann, eins og þér var bent á í siðustu viku. Bréfaskriftir skipta þig afar miklu í vikunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.