Vikan


Vikan - 14.09.1961, Page 17

Vikan - 14.09.1961, Page 17
Ræll við | Johan Olsen í Sjómannaheimili Færeyinga Erlendur, eldri sonur Johans, hefur gaman af að hjóla og hefur rann- sakað stóran hluta bœjarins á hjól- inu sínu. um og var um tíma á síld við Siglu- fjörð. Johan varð að hætta sjó- mennsku, er hann lenti i slysi, sem varð honum til ævarandi Örkumla. Johan hugðist þó vinna áfram í þágu sjómanna, og starfar hann nú við Færeyska sjómannatrúhoðið. Þegar inn kemur, getur að líta smekldega kaffistofu. Meðfram gluggunum standa borðin, lirein og snotur. Stofan er björt óg vistlcg. í einu horninu er útvarp og segul- band, og í öðrum endanum er orgel. Sjómannaheimili Færeyinga við Skúlagötu. Hér er rekin kaffistofa og gistihús. Á sunnudögum er hald- in guðsþjónusta í kaffistofunni. — Hvenær komuð þið til lands- ins, Johan? — Við komum um miðjan marz, konan og strákarnir komu 12. marz, frá Færeyjum, en ég kom nokkru seinna frá Grimsby. Síðastliðinn vetur var ég á dönsku sjómanna- heimili í Grimsby. Færeyingar hafa lagt dálítið af mörkum í þetta heim- ili, og höfum við þvi Færeyinga- stofu þar. Ég lagði úr höfn frá Hull með Selfossi 14. marz. Ég var i ká- etu með hafnfirzkum skipstjóra, prýðisnáunga, sem reyndist mér mjög vingjarnlegur. Maturinn var mjög góður á skipinu, og mér leið vel í alla staði. Þegar líða tók á ferðina, fór að versna í sjóinn, en það lægði fljótlega aftur. Þegar við komum til Vestmanna- eyja, blöstu við okkur snævi þaktir fjallatopparnir. Það var mjög ólikt því, sem var í Grimsby; þar var sól og sumar. — Mvernig fannst ykkur nú að koma hingað? — Það var dálítið kalt, og snjór var á jörðu. En ég kunni vel við mig hér. Landið er líkt og í Fær- cyjum, mjög svipað. Annars hafði ég komið hingað oft áður. Það eru li! dæmis 15 ár, síðan ég var á síld- veiðum á Siglufirði. Þá var það eitt sinn, cr ég var að vinna i lest, að ég lenti í tannhjóli, sem var drifið áfram af spili, og missti ég þar hægri handlegg. — Hvers konar starf er það, sem þú hefur með höndum hér? — Á íslenzka turigu mundi það kallast sjómannatrúboð. Stofnunin, sem ég er sendur frá, heitir Fær- eyska sjómannatrúboðið eða För- oysk sjómannsmission. í Þórshöfn höfum við sjómanna- heimili. Þangað geta sjómenn komið' og fengið sér veitingar. Á slikum sjómannaheimilum eru stuttar bæna- stundir hafðar bæði kvölds og morgna auk guðsþjónustu, sem hald- in er á sunnudögum. í Færeyinga- höfn á Grænlandi er stórt hús, sem allra þjóða sjómenn geta fengið veit- ingar í; auk þess borðar þar margt fólk, sem vinnur í landi. — Hvernig er starfi þínu háttað hér? — Einn þátturinn i starfi min hér er t. d. að halda kristilegar sam- komur á hverjum sunnudegi kl. 5, og eru þá allir velkomnir. Samkom- art tekur svona 1% tíma, og er bæði talað á færeysku og íslenzku. Tala ég þá í byrjun samkomunnar á fær- eysku og læt einhvern íslending Ijúka henni — eða öfugt. — Koma margir á þessar sam- komur? — Já, það koma nokkrir. Ég hef gengið um borð í skipin og boðið Færeyingum að koma á samkom- urnar eða farið í heimsókn til þeirra Færeyinga, sem hér búa, og boðið þeim, og jrað eru þó nokkrir, sem koma, þótt maður óskaði, að þeir væru fleiri. — Þetta, að ganga um borð í skip- in, er það einn þáttur í starfi þínu hér? — Já, þegar ég fer í slíkar ferðir, hef ég yfirleitt færeysk blöð með- ferðis, þá aðallega dagblöðin: Dag- blaðið og Dinnnalætting (Amtstid- ende for Færöerne). Það er sam- bandsblaðið og er bæði á færeysku og dönsku. Dagblaðið er aftur á móti sjálfstjórnarblaðið. Auk þessara blaða hef ég svo kristileg blöð og smárit. — Koma margir hingað til að fá sér hressingu? — Ef menn koma hingað, geta þeir yfirleitt fengið keypt kaffi, en oft fá þeir það gefins. Hér geta þeir lesið blöð, skrifað bréf, spilað, teflt og svo framvegis. — Hvernig finnst ykkur að búa á íslandi? — Okkur líkar mjög vel hérna, við verðum að segja það. Þeir, sem við kynnumst, eru mjög vingjarn- legir við okkur, og margir hafa hjálpað okkur ómetanlega í starfi mínu, og hefur það haft mikla þýð- ingu fyrir mig. Ég hef ávallt mætt velvilja frá íslendingum. Ég minn- ist þess, frá því er ég var hér fyrir nokkrum árum. Þá kynntist ég Magnúsi Sæmundssyni klæðskera. Hann er því miður dáinn nú. En hann var mjög vingjarnlegur í garð okkar Færeyinganna, sem vorum á skipum hér við land. Sérstaklega vildi hann hjálpa ungum strákum, og var hann mjög gestrisinn við okkur, bauð okkur heim til sín og gaf okkur kaffi. — Hvernig gengur ykkur með málið? — Bara vel. Ég get hæglega lesið á islenzku og hlustað á útvarpið. Það koma fyrir einstaka orð, sem ég skil ekki. — Og hvernig gengur konunni þinni? Framh. bls. 33.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.