Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 19
Bobby hefur ánægju af sport- bílum, að skrifa lög, kaupa föt, borða steik og grapefruit, syngja inn á plötur og slappa af í sólinni. Honum er illa við vekjaraklukkur, kalt veður, járnbrautir og of mál- aðar stúlkur. I tómstundum veiðir hann og málar, safnar plötum og spilar á gítar. Vilji hann eiga skemmtilegt kvöld býður hann nokkrum vinum sinum heim til að hlusta á plötur, eða hann safn- ar saman hljómlistarmönnum og heldur jam-session. Hans æðstu óskir eru að fá að leika í kvikmynd og geta keypt hús handa foreldrum sínum í Kaliforniu. Shd hNttur Skemmtilegt endatafl. Hvítur vinnur. Erich Richter — Dörnte. (Berlín 1939). Hvitur á leikinn og hvernig fcr liann að því að stoppa hæði frípeðin? Það er mjög einfalt! 1. Ke5 — d6! d3 — d2. 2. Kd6 — c7 d2 — dl D. 3. HeC — a6t!! bl x a6. 4. b5 — b6t Ka7 — a8. 5. b6 — h7t Ka8 — a7. 6. b7 — h8D mát. Aválon og Fabian voru samferOa inn í upptökulierbergiö og Fábian sagöi: — Heyröu, ég heyröi nýjan brand- ara um daginn, ég veit ekki, hvort ég hef sagt þér hann. — Er hann skemmtilegur, spuröi Avalon. — Já, svo sannarlega, svaraöi Fábian, og hló. — Þá hefuröu ábyggilega ekki sagt mér hann, sagöi Aválon ákveöinn, — þaö er áreiöanlegt. J Tuttugu mínútur er allt sem Þarf til að breyta þér í nýjan pqrsónu- lega. Já, þú getur einnig breytt lífi þinu. Allt sem þú þarft að leggja á þig er að trúa því, að þetta sé hægt. Líttu á myndirnar. Myndirnar af þessum fjórum stúlkum eru teknar, þegar þær voru enn í skóla. Enga af þeim dreymdi um að geta orðið dáð kvikmyndastjarna. Samt urðu þær það allar. Þær voru fullar minnimáttarkenndar og fannst litið í sjálfa sig varið, þegar þær voru í skóla. Líttu á breytinguna. Hvað var það, sem skeði? Leyndardómurinn var einfaldlega sá, að þær lærðu að þroska persónuleika sinn. Það getur þú einnig gert, hvort sem þú ætlar að fara til Hollywood eða láta þér nægja þínar eigin kringum- stæður, vinnustaðinn og félagana, alls staðar mun vel til höfð og sjálfsörugg stúlka vera velkomin. Hvernig skeöur þaö? Hér á eftir fer viðtal við einn af helztu kvikmyndaframleiðendunum i Hollywood, Jerry Wald, og þar svarar hann þeirri spurningu, hvað hann mundi gera, ef falleg ung stúlka kæmi til hans og vildi verða stjarna. Hann er sérfræðingur og hvað er svo það fyrsta sem hann athugar? — Við höfum ekki áhuga á neinum, sem líkjast öðrum stjörnum, segir hann, við erum að leita að sérkennilegum ,,typum“. Það er til nóg af stælingum. Ég leita heldur ekki sérstaklega að fallegum andlit- um, því útlitið hefur nákvæmlega ekkert að segja. Það vonlausa við ungt fólk nú á dögum er, að það velur sér stjörnufyrirmynd og reynir að vera alveg eins i útliti og fyrirmyndin. En það eina sem unglingar þurfa að gera, er að reyna að vera þeir sjálfir. Þegar Kim Novak kom til mln var hún klædd eins og Marilyn Monroe og reyndi að tala með eins rödd. Ég byrjaði á því að spyrja hana hvort hún reyndi að eyðileggja sjálfa sig. Leikarar eru sjaidan fallegir, en þeir hafa dálítið annað. Drauminn um að verða eitthvað, drauminn um frægð. Og það er hlutur sem allir ættu að hafa. Allt ungt fólk ætti að hafa kraft í sér til þess að langa til að verða eitthvað — í vinnunni, skólanum eða hjónabandinu. Því það er þessi kraftur sem gerir viðkomandi fólk að persónuleika. Hugsaðu nú dálítið um sjálfa þig í einrúmi og vertu heiðarleg. Að skilja sjálfan sig og aðra er grundvailarreglan. Mikil vinna er einnig mikið atriði. Og síðast en ekki sízt, Þú verður að taka sjálfa þig alvar- lega. Hugmyndaflug er mjög mikilvægt. Lestu eins og þú getur og notaðu heilann. Farðu á næsta bókasafn og fáðu lánaðar bækur og ekki eintómt léttmeti. Það er alveg nauðsynlegt. Alltof margir leita að stytzta veginum, en hann er ekki til. Vertu vakandi gagnvart öllu, sem einhvers virði er í lífinu. Þegar um ytra útlit er að ræða, er erfiðast fyrir stúlku að ganga fallega. Að sitja fallega er einnig nokkuð erfitt. Það er strax hægt að sjá hvað stúlka er æfð á því, hvernig hún krossleggur fæturnar. Pilsið á að sitja smekklega á sínum stað og gætið að höndunum. Munið eftir röddinn og passið hálsinn. Æfið ykkur eins og þið mögulega getið í öllu viðkomandi fallegri framkomu. Hugsið ekki um persónuleikann allan tímann. Það er nefnilega hlutur, sem kemur innan frá. Þroskist maður og menntist, Þá kemur persónuleikinn smátt og smátt í ljós. Það er jafnvel hægt að ná stórkostlegum persónuleika, ef mikil vinna er lögð í það. Hvar á að byrja, spyrjið þið kannski. Á þeim hlutum, sem ykkur standa næst. Það gerðu ungu stúlkurnar á myndunum. Líttu í spegilinn. Reyndu að fá fram þá hluti, sem þú finnur, Framhald á bls. 42. VIKAN 1 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.