Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 42
ROYAL CROWN sófasettið ÖiDVGGIr LAUGAVEG 13 3. — SÍMAR: 147 07 — 2 42 77 Ekki er allt ... Frh. gengur vinnan? — O, það er nú ekki skemmtilegt íengur. — Hún hló og sléttaði hárið jneð hendinni. Hún stóð upp í skyndi og skipli um umtalsefni, — eins og hún óttaSist það, sem hann nú kynni að segja. — Nú ætla ég að laga kaffi handa okkur. Hann braut heilann um, hvort hún vseri að slá á frest því augna- bliki, er hún yrði að segja honum, að hún kærði sig ekki framar um hann. Þegar hún kom úr eldhúsinu, tal- aði hún um gamla vini. Hafði bann heyrt, að Sallý var gift og búin að eignast barn? Og hafði hann séð Pétur í sjónvarpinu? Hafði hann heyrt um Mollýju? Það var eins og hún reyndi eftir megni að slá persónulegum spurningum á frest. Þau voru búin að drekka kaffið. Lengur gat hann ekki beðið. Það var ef til vill um seinan að segja það, sem hann var kominn til að segja, en hann varð að reyna. — Ertu alltaf með Derek? spurði hann. Það varð dálítil þögn, áður en hún svaraði. Svo mælti hún með gætni: — Derck? Nei, hann hef ég ekki séð í langan tíma, í marga mánuði. Við hættum að vera sam- an, stuttu eftir að við skildum síð- ast. Bað hann þín ekki? — Jú, það gerði hann. — Hún hló og virtist taugaóstyrk. — En hvern- ig er það annars með þig, — þú ert sjálfsagt farinn að vera með einhverri? — Ekki sem stendur, svaraði hann. — Tókstu nú þátt í öllu því, sem þú hafðir löngun til? Ég sá mynd af þér frá Monte Carlo. — Já, ég hef reynt margt. — Hún vafði hárlokki um fingur sér. — Það eru margir hlutir, sem minna á hina myrku hlið mánans, — róm- antiskir í fjarska, en þegar maður kynnist þeim og reynir þá, eru þeir drepleiðinlegir. — Hún brosti dap- urlega. — Þér leiddist aldrei í Blessing- ham, Jenný? sagði hann blíðlega. — Það var allt öðruvisi, sagði hún og hreyfði sig órólega, — Viltu ekki fá meira kaffi? En í þetta sinn lét hann hana ekki sleppa svo auðveldlega. — Jenný, sagði hann, — þú ert alltaf eina stúlkan 1 heiminum fyrir mig. Ef þú kærir þig ekkert um mig, skaltu segja það vafningalaust, og ég skal ekki vera að pína þig framar. En ef þú aftur á móti ert eitthvað hrif- in af mér, en ert ekki viss um, að við getum orðið hamingjusöm sam- an, þá skal ég bíða. Ég skyldi bíða allt mitt líf, ef það væri nauðsyn- legt. Hún leit á hann stórum augum. Klukkan tifaði á arinhillunni, og gluggatjöldin blöktu fyrir andvar- anum, sem að utan barst. — Ég er viss, sagði hún loks lágt. Ég hef verið viss síðan kvöldið sið- asta. Ég vonaði, að þú hringdir, en þú gerðir það ekki. Og ég gat ekki hringt til þín, því að ég hélt, að þú vildir ekkert með mig hafa eftir það, sem þú sást í vagninum. Fljótabátur blés í yndislegri kvöldkyrrðinni. Og hann var nógu sterkur og öruggur fyrir þau bæði. — Ég verð aldrei rikur, Jenný, sagði hann. — Við höfum víst ekki ráð á að fara á dýr veitingahús eða i sumarfri til Rivíerastrandar. Það er alls ekki víst, að við komum til með að búa i stóru húsi, — kannski verðum við að láta okkur nægja tjald ... Og uppgötvir þú einhvern tíma, að lífið skuldi þér minkapels og flygil — og þú væntir, að ég vinni dag og nótt til þess að geta útvegað þér þetta, þá mun ekki af þvi verða. Hugsaðu þig um, Jenný, því að þú getur valið úr, Hann beið svars hennar á sama hátt og menn verða stundum að biða eftir ástínni. En hann þurfti ekki að bíða lengur en þann tíma, sem það tók hana að ganga yfir til hans og leggja handleggina um háls honum og segja: — Ég veit ekki, hvernig við förum að þvi að koma flygli fyrir i tjaldi, ... elsku vinur minn. ★ Þannig getur þú ... Frh. Framhald af bls. 19. hamingju, gleði, blíðu, umhugsun, glettni. Settu hendurnar fyrir eyrun og hlustaðu á röddina. Er hún aölað- andi? Fáðu einhvern til að taka myndir af Þér. Þær leiða i ljós, hvernig aðrir sjá þig. Biddu bezta vin þin neða vinkonu að segja þér hreinskilnislega, hverjir séu þínir verstu gallar — og lofaðu að verða ekki móðguð. Hreyfðu þig ekki. Líttu niður á fæturnar á þér. Siturðu fallega? Fylgstu vel með því, sem fram fer í kringum þig, þannig að þú getir tekið þátt í samræðum á gáfulegan og skemmtilegan hátt. Athugaðu kvikmyndastjörnur vel, þegar þú ert í bíó og taktu eftir því, hvernig þær sitja, tala og hreyfa sig. Af því er hægt að læra mikið. Tvö ráð frá Hollywood, sem hjálpa mikið ef þú ert taugaóstyrk. Skjóttu fram hökunni og brostu með aug- unum. Spurðu sjálfa þig þrisvar á dag: Sýni ég nægan persónuleika einmitt núna? Taktu ekki sorgirnar út fyrirfram. Og svo óskum við ykkur til ham- ingju með tilraunina. Við erum viss um að þið náið góðum árangri. HEFNT FYRm HOOD. Framhald af bls. 5. en hægt var með fullri orku að kom- ast upp i 31 hnút. Að öllu samanlögðu var Bismarck talið fullkomnara skip en Hood, þó að Hood væri nokkru stærra. H.M.S. Hood has blown up. Wake Walker, foringi á Norfolk, sendi svohljóðandi skeyti til flota- málastjórnarinnar I London: — H.M.S. Hood has blown up. — Hood er sprungið i loft upp. Það féll í hlut Churchill forsætis- ráðherra að tilkynna þessi ógnartíð- indi í neðri málstofu brezka þingsins. Svo sem nærri má geta, sló miklum ótta og óhug á Breta við tiðindi þessi, ekki sízt þar sem hildarleik- urinn stóð enn í algleymingi og ekki séð fyrir, hvernig færi fyrir öðrum herskipum Breta áður en lyki. Prince of Wales hafði laskast svo í hinni fyrstu viðureign, að hann varð að draga sig í hlé frá bardögum um stund. Hinsvegar ákváðu Bretar að halda bardaga áfram, þar til yfir lyki, og skyldi stefnt að þvi að króa Bis- marck innan arma brezka flotans. Hitler hafði sjálfur sent Lutjens, aðmírál á Bismarck skeyti, þegar fregnirnar um örlög Hood höfðu bor- izt til Þýzkalands. Þakkaði hann áhöfninni og Þó sérstaklega foringj- um skipsins þennan mikla sigur, og kvaðst samgleðjast Þeim. En aðstaða Bismarck var sú, að óumflýjanlegt var annað en að leita undankomu. Renndi herskipið því þegar x suður átt, og hugðist reyna að ná til flotahafnarinnar Brest i Frakklandi, sem var á valdi Þjóð- verja. Herskip Breta drifu að. En þegar Bismarck var kominn á flóttann mátti segja, að herskip og 43 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.