Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 6
$akai»álasaga eftir Rufus King m tburöirnir tveir stóðu hvor i sambandi viö annan. II Hinn 13. júni 1957 gerðist það í rikinu Flórída, að Saul McSager var tekinn af M lifi fyrir morð á Mark Kevin. Báðir þessir herrar höfðu verið vel fallnir til forystu ™ ™ meðal glæpalýðs sins tima. Nákvæmlega einu ári siðar, hinn þrettánda júni 1958, hélt deild Kvennasambands Flórida i Halcyon miðdegisveizlu í Golfstraumssalnum 1 Driftwood Club, mjög nýtizku- legum skemmtistað. Veizlan var haldin i þvi skyni að heiðra frú Warburton Waverley, sem sambandsdeildin hafði kjörið „lýðhollustu konu ársins“, þ. e. þá konu, sem sýnt hafði samborgurum sinum mesta alúð á siðastliðnu ári. Hinn sýnilegi vottur þessarar virðingar var orkideuvöndur og áletraður silfurskjöldur. Frú Waverley var smávaxin, barnlaus ekkja liátt á sextugsaldri. Andlit hennar minnti á ásjónu postulinsbrúðu. Menn fengu ósjálfrátt það hugboð, að unnt væri að kæfa i henni liftóruna án þess að reyna verulega á kraftaua, enda kæmi ekki til greina, að tilraun til sliks mætti neinni mótspyrnu. Hún átti enga nána kunningja, raunar enga nána ætt- ingja heldur og hafði aldrei hreyft minnsta fingur i þeim tilgangi að afla sér vina i þau tvö ár, sem hún hafði búið í Flórida. Eftir McSager-réttarhöldin stækkaði kunningjahópur hennar þó töluvert. Flóridaríki hafði komið öllum á óvart með þvi að leiða frú Waverley fram sem vitni, eftir að hafa — með góðum árangri — haldið henni leyndri, þar tii hið örlagarika augna- blik rann upp. Án efa var þetta ástæðan til þess, að hún var enn á lifi, þvi að tvö önnur ríkisins vitni höfðu horfið, áður en þau höfðu nokkuð getað sagt. Var það almannamál, að þau væru tröllum gefin fyrir fullt og allt og að hin sviplega brottför þeirra stæði að einhverju leyti i sambandi við krókódílana i fenjaskógunum. Að þvi er varðaði afbrotið sjálft, var það klettatjörnin, sem varð völd að hinni skamm- vinnu frægð frú Waverley. Heiðurinn og skjöldurinn hafði nefnilega fallið henni i skaut vegna þeirrar hugprýði, er hún hafði sýnt, þegar hún hætti lifi sinu með þvi að tilkynna ákæruvaldinu, hvað liún hafði séð, og siðar með þvi að bera vitni fyrir réttinum. Tjörnin var i afskekktasta hluta landareignar þeirrar er hún hafði fest kaup á, um fimm kilómetrum fyrir vestan Halcyon, — nægilega iangt frá ströndinni, þar sem allt var á ferð og flugi, til að tryggja henni ró og næði. Tjörn þessi var að litlu leyti frábrugðin öllum þeim uppistöðupollum, sem úir og grúir af umliverfs Miami. Hún var fremur stór og djúp, fyrirtaks-sundlaug frá náttúrunnar hendi; sterkblátt vatnið var skörp og fögur andstæða við hvíta klettaveggina, sem luktu hana. Umhverfis hana uxu kókos- pálmar ásamt hinum venjulegu bougainville- og hibiskusrunnum. Nágranni frú Waverley i austri var Ranch Club, sem var spilaviti i eigu McSagers og þekkt fyrir óvenjumikinn íburð. Þess vegna datt McSager það i hug, að tjörnin mundi vera hentugri öðrum geymslustöðum fyrir lik Kevins. Hann gat aldrei látið sig dreyma um, að vesöl, gömul kona eins og frú Waverley kynni að synda, hvað þá að hún fengi sér á hverjum morgni dýfu fyrir morgunverð. Annar var sá lifsháttur frú Waverley, er McSager vissi ekki um: gönguferðir þær, er hún tókst á hendur um nætur. Þessu tiltæki olli ólæknandi svefnleysi, er hún þjáðist af. Hún var einmitt á slíku labbi, er svo bar til að hún varð vitni að hinni votu greftrun. Virti hún atburðinn fyrir sér úr skjóli við tré eitt. En hvað sem öðru leið, var frú Waverley enginn auli. Alla ævi hafði hún haldið þeirri venju að íhuga hvert spor, áður en það var stigið, og i þessu tilfelli var hún í engum vafa um, hvað biði hennar ef McSager fengi grun um, hvað hún hafði séð. Um nóttina sneri hún því aftur til húss síns, sem var autt, læsti vandlega að sér, hitaði kaffið, sem hún gat ekki verið án, drakk tvo bolla og lagðist til svefns. Um nætur var hún ein i húsinu. Á morgnana kom blakka þjónustustúlkan hennar, og verkamaður einn, sem gerði við hitt og þetta, er til féll, heimsótti hana einu sinni í viku. Hinir fáu kunningjar hennar furðuðu sig oft á þvi, að hún skyldi ekki gifta sig á nýjan leik, þar sem hún var vel efnum búin og ungleg eftir aldri. En þegar þeir höfðu krufið málið til mergjar, urðu þeir sammála um þá lausn þess, að þessi ást frú Waverley á einmanaleikanum stafaði af djúp- stæðri tryggð gagnvart manninum hennar heitnum, herra Warburton, sem greinilega lifði enn í vitund ekkju sinnar, þótt hann byggi nú hinum megin grafar. Er frú Waverley vaknaði eftir fimm tima svefn, mundi hún greinilega það, sem gerzt hafði um nóttina við tjörnina. Hún klæddist baðfötum og ilskóm og gekk út. Eigiomaður Maybelle, þjónustustúlkunnar, — skildi hana eftir við húsið á leið sinni til vinnu. Hún var ung að árum og grófgerð. Silkimjúk, dökk húð hennar gerði það að verkum, að auðvelt var að láta sér verða það á að gera of litið úr likamsburðum hennar. Hún var fáorð að eðlisfari og framkoma hennar kyrrlát og virðuleg. Hún hálfl'yllti glas af sérrí og tæmdi það í einum teyg, dró upp rennitjöldin frá dag- stofugluggunum og hóf siðan að hita kaffið, sem frú Waverley var alltaf vön að drekka, er liún kom heim frá morgunbaðinu. Nú varð frá Waverley sjálf til að breyta þessari venjulegu atburðarás. Hún kom beina leið fram í eldhúsið. — Góðan dag, Maybelle. — Daginn, frú. — Getur Maybelle sagt mér, hvert ég á að hringja. Það er lík i tjörninni. Það er karl- maður, og ég held, að hann sé á einhvern hátt festur við botninn. Eg rakst á hann, þegar ég stakk mér. Maybelle breytti ekki um svip. Að finna lík í klettatjörnum var engan veginn óvenjulegur viðburður. Oftast var þar um að ræða lítil börn, sem stálust til að baða sig í tjörnunum, enda þótt lögreglan livetti foreldra í sifellu til að halda börnunum i fjarlægð frá þeim. — Dauður? spurði Maybelle ósnortin. — Ég er sannfærð um, að nú er orðið of seint að kalla hann til lífsins á nýjan leik. Eins og ég sagði, liggur hann við akkeri. Hverjum á ég að gera viðvart? — Skrifstofu sériffans. Á ég að hringja? — Gerðu það, þá er Maybelle væn stúlka. Fyrstir komu í heimsókn tveir lögregluþjónar á bil með senditæki. Frú Waverley vísaði þeim leiðina til tjarnarinnar. Niðri í henni greindu þeir óljóst blett, sem var heldur dekkri en djúpblátt vatnið umhverfis. & VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.