Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 34
Hin nýju TRITON'-BELCO-ELEGANCE baðherbargissett hafa sett svip sinn á heims- markaðinn — og getum við nú útvegað þau með stuttum fyrirvara í miklu úrvali gerða og lita. Þér hafið því aðeins smekklegt, nýtízku heimili — að TRITON- BAÐ-SETTIÐ sé í húsinu. TRITON-baðsettið er að sjálfsögðu Vestur- þýzkt. Sighvatur Einarsson & Co. Garðastræti 45. — Sími: 24133. Dnnsskóli Heíðars Astvaldssonsr Barnaflokkar. XJnglinga- flokkar. Hjónaflokkar. Byrjendur og framhald. Upplýsingar og innritanir dag- lega frá kl. 2—6 í sfma 1-01-18. T. d. borðum við mikið hvalspik og harðfisk saman, og finnst okkur það mjög gott. Læknar í Færeyjum ráðleggja fólki að borða það, vegna þess að í því er svo mikið af víta- mínum og gott fyrir börn. Svo höf- um við líka skerpikjöt, sem er vind- þurrkað, og finnst okkur það mjög gott. — Líkar ykkur vel við skyr? — Já, okkur líkar vel við skyrið jkkar. — Eru seld einhver íslenzk blöð i Færeyjum? — Það ber lítið á þeim, en það ætti að vera meira, því að Færeying- ar hafa verið mikið hér og margir Færeyingar lesa íslenzkuna sæmi- lega vel, enda eru málin nátengd. — Hvar bjugguð þið i Færeyjum? — Við bjuggum i Rituvik á Aust- urey. Þar búa um 250 manns, sem stunda aðallega fiskveiðar. Margir sjómenn þar hafa verið á islenzkum skipum eða frá öðrum þjóðum. Það var mjög gott fyrir Færeyinga að komast á íslenzk skip, því að þeir höfðu það mjög gott og floti okkar var mjög lítill. En nú fjölgar skip- unum hjá okkur. Fiskiðnaðurinn er I örum vexti. í Þórshöfn er verið að stækka fiskiðjuverið, en það er allt of lítið miðað við hjá öðrum þjóðum. — Hvernig er nafnið Færeyjar til komið? — Um 82, þegar landið fannst, sáu landnámsmennirnir ull á land- inu, og Jíaðan er nafnið komið. — Hafið þið ekki þegar komið á fót mörgum æðri skólum? — Við höfum menntaskóla, sjó- mannaskóla, kennaraskóla og hjúkr- unarskóla og einnig húsmæðra- skóla. — Er mikið um skemmtanalif hjá ykkur í Færeyjum? — Það er mjög misjafnt. Það fer alveg eftir því, hvar það er í eyj- unum. í stærri bæjum eru yfirleitt öansstaðir og bíó, en á mörgum stöð- um er ekkert Jjess háttar af trúar- legum ástæðum. — Er ekki mikið um hátiðahöld hjá ykkur á Ólafsvökunni? — Jú, það er stór hátíð hjá okk- ur. Eins og ])ér er sennilega kunn- ugt um, eru hátíðahöldin 28. og 29. júlí. Fyrri daginn er mikið um íþróttir. Fyrsta íþróttin er kappróð- ur, einnig er alltaf knattspyrna og handboltaleikur ásamt fleira. Hinn 29. er dagurinn hafinn með guðs- þjónustu, og þar næst er þingið sett. Eftir hádegi er skrúðganga, og iþróttirnar koma á eftir, einnig eru kappreiðar. Um kvöldið er svo dans- að bæði enskur dans, eins og við köllum það, og færeyskur dans. — Heldurðu, að þið gætuð staðið sem sjálfstætt ríki, ef ])ið slituð ýkkur frá Danmörku? — Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu. í Færeyjum eru uppi ólílcar skoðanir. Sumir vilja halda sambandinu við Danmörk, en aðrir vilja sjálfstæði. Þrájtt fyrir það að við erum i sambandi vði Dan- mörk, verðum við frjálsari og sjálf- stæðari með tímanum. Við höfum þegar fengið heimastjórn. — Hafa Danir ekki veitt ykkur mikinn stuðning við framleiðslu ykkar? — Jú, Danir hafa stutt okkur. Þeir hafa t. d. hjálpað okkur við að byggja skip. Annars er fram- leiðsla okkar of einhæf. Það er allt of lítið gert fyrir landbúnaðinn, lít- ið af kartöflum o. s. frv. Jarðvegur- inn er rakur og erfitt að nota vél- ar. Þó höfum viö tilraunastöð i Höy- vik. — Hvernig fer það fram, sem þið kallið grindadráp? — Þegar vart verður við grind- hvalina, er hengd upp cinhver tuska cða sjóstakkur upp í mastrið, til þess að aðrir geti séð, hvað er á seyði. Áður fyrr var alltaf bátur sendur í land með frétlina, en nú er auð- vitað talað. í landi er svo símað í allar áttir. Fyrr á timum urðu menn að labba, og þá var kveikt bál, svo að fólk á hinum eyjunum gæti feng- ið fréttina lika. Þetta var fastur sið- ur, og vissu allir, hvað þetta þýddi. Þegar fréttin hefur borizt um allar eyjarnar, fara allir af stað til báts- ins, sem hefur hengt upp tuskuna. Eru mennirnir þar spurðir að, hvar marsvinin séu, og þegar þeir koma að torfunni, er byrjað að reka. Það er gert þannig, að steinn er festur í spotta, sem þeir henda svo í sjóinn. Formaðurinn á bátnum, sem hefur fundið marsvínin, ræður, hvert skuli rcka þau, og ræður hann lika, hve- nær sólarhringsins það skuli gert. Það er ekki gott að bíða mjög lengi, þvi að þegar marsvínin kafa eftir botninum og finna, að dýpið er eklci mjög mikið, er mjög erfitt að reka þau inn. Þegar formaðurinn hefur álcveðið tímann, stingur hann liníf aflan í aftasta livalinn. Þá byrja hin- iv hver af öðrum. Taka þá marsvín- in á sprelt, og er liamagangurinn svo mikill, að þau beinlínis ýta sjónum á undan sér og blindast bæði af blóði og sandi. Þegar þau koma upp á grynningar, fellur sjórinn út aftur, og marsvínin verða eftir. 1 Þórshöfn er þetta svolítið öðruvísi, því að þar er enginn sandur; eru þau stungin niður og höluð upp á eftir. Þegar hvalirnir eru strandaðir, er tekið til að skera þá á háls. Allir, 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.