Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 31
AMARO KARLMANNANÆRFÖTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM AÐ FAGNA — ENDA I SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝR Dr. MATTHlAS, íramh. Nær maðurinn enn Iiærra? Hin góSu vaxtarskilyrSi einbirn- isins í móSurlífi og langt uppvaxt- arskeiS undir vernd foreldra og samfélags bófu manninn hátt yfir þroskastig dýrsins. En nær hann hærra, eSa mun þróun hans staSna, eins og gerzt hefur um inargar teg- undir aSrar? Um leiS og maSurinn brauzt úr viSjum eShsávisunarinnar og vit- undin varð ráðandi i atferli hans, klofnaSi eSh hans, og andstæður, sem dýrið þekkir ekki, mynduðust hið innra með honum sjálfum. Þvi að það er manninum einum gefið að taka afstöðu hl sj.álfs sin, gagn- rýna verknað sinn og fordæma jafn- \el eigin persónulegt eðli. Þessi tvi- liverfð manneSiisins. veldur sórs- auka og þrotlausri óró í lifi hans. En sú óró virkjar orku hans, knýr liann til að sækja frajn, játast und- ir manneðli sitt og þroskast enn fjær dýrinu og 'þeim yiðjum ,sem efnið hneppir andann k Geysiieg vandamúi blasa við í framtiðinni. Jörðin offyllist á fyr- irsjáanlegri tíð. Hvernig verður sá vandi leystur? Flutningur mikils mannfjölda til annarra byggilegra hnatta krefst hugvits og tækni, sem okkur órar naumast fyrir á fyrstu árum geimflugsins. Lausn þeirrar þrautar krefst geysilegrar þróunar vitundar og liugsunartækni. — Ef mannkynið hins vegar neyðist til að láta sér jörðina nægja, verður bráð- lega að takmarka barneignir strang- lega og e. t. v. einnig að setja ákvæði um hámarksaldur einstaklinga. Þvi fylgja siðfræðileg vandamál, sem nú virðast með öllu óleysanleg. í slíkum erfiðleikum, sem gnæfa eins og ókleift þverhnýpi á leiS mannkynsins, eru þróunarmöguleik- ar þess einmitt fólgnir. í viðfangi við sams konar erfiðleika braut maðurinn af sér viðjar eSlisávisun- arinnar. Óljóst hryddir á óvirkjaðri sálarorku. Ef til vill brýtur hún þró- uninni nýjan farveg, þegair mann- kynið stendur að nýju umíukt hnit- björgum hindrunanoa. BEÐIÐ EFTIR HNEYKSLI. Framhald af bls. 8. ekki uppá jökul. Það var skemmti- legt að ganga um tjaldbúðirnar i hvítu morgunskininu; fólkið svaf ekki fyrir birtu og logni, sumir sátu í tjalddyrum og rökuðu sig, aðrir mötuðust. Svo spurðist, að það væri vatn i röri í einhverju gili, og menn settu handklæðið á öxlina og stungu tannburstanum í vasann og gengu eitthvað i suðurátt í leit að þessu gili. Sumir virtust hafa fundið gil- ið með rörinu, því að þeir komu vatnsgreiddir til baka, — meira að segja með vatn i pottum og kötlum. Vatn cr hlutur, sem flokkast undir lúxus í Þórsmörk. Ég hitti ungan mann, kunningja minn, sem bað mig að hjálpa sér að finna tjaldið sitt; hann var ekki farinn að koma í það ennþá og vissi ekki vel, hvar það var. Það lókst eftir langa leit, og þar var fyrir ung stúlka, sem var enn í svefnpokanum sínum. Hún var eitt- hvað illa fyrir kölíuð í morgun- sárið og tók kunningja mínum ekki með neinum sérstökum blíðleik. — Það er mikið þú lætur sjá þig. — Já, ég var ... — Heldurðu, að mér sé ekki sama, hvar þú liefur verið. — Það var þarna einhvers staöar niður frá. Ég fann ekki tjaldið í gærkvöldi. — Var það hjá þessari ljóshærðu kaniiski, — ha? — Varstu ekki að segja, að þér væri sama? — Hvort mér er ... — Varstu ein í nótt? — Kemur þér það við? Nei, takk, ég var sko ekki ein. — Jæja, góða. — Það er ekkert jæja góða. Þú varst svínfullur í gær og ert fullur cnn. Ég held þú ættir að vera þann- ig, að þú gætir staðið á löppunum. Viltu fára út, meðan ég klæði mig? Ég lét þau um deilur sínar pg labbaði niður á aurana fyrir neðan Mörkina, og það kom jeppi með L- Þær konur og stúlkur, sem eiga þessa Moorley-style peysu, munu örugglega vera sammála um eftirtalin atriði: Hún heldur alveg lagi eftir þvott. — Hún hnökrar ekki. — Hún er endingargóð. — Hún er með sígildu sniði. — Hún hefur mjúka áferð.. — Er komin i verzlanir aftur i eftirtöldum tízkulitum: Koksgráum, brúnum og mosagrænum. G. BERGMANN Laufásvegi 16. — Sími 18970. VIJCAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.