Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 14.09.1961, Qupperneq 26

Vikan - 14.09.1961, Qupperneq 26
brjósta fólk. HaldiS þér það ekki líka? —- Áreiðanlega, svaraði stúlkan. Ég er algerlega á sömu skoðun, frú Waverley. Og áður en þér gerið yður þá fyrirhöfn að segja, að þér hafið ekki þann heiður að þekkja mig, ætla ég að láta yður vita að ég er Elsa McSager, — dóttir Sauls. Tillit bjartra augna Elsu hvarfl- aði að silfurskildinum, og frú Waverley leit laumulega til stóru dyranna. Þar var heldur engan lykil að sjá. ún setti kaffibollann á borðið, dró stól að þvi og sett- ist. — Ég geri ráð fyrir, að þér haf- ið labbað inn i ró og næði, eftir að Maybelle var farin, og svo beðið einhvers staðar. — Já, einmitt, — í svefnher- bergi. — Hvers vegna? — Til að halda hátíðlegan þenn- an dag okkar beggja, — til að drepa yður, frú Waverley. —- Einmitt það, já. — Og það liýðir ekkert fyrir yður að vera að pipa eitthvað um, að ég komist aldrei yfir það, þvi að ég geri það svo sannarlega. (Hún er ung, hugsaði frú Waver- ley, áreiðanlega ekki yfir átján ára.) Ég hef séð mér fyrir vatns- þéttri fjarvistarsönnun, og jafnvel enginn einasti köttur hefur hug- mynd um, að ég er hér. -— í hvaða skóla hafið þér ver- ið, ungfrú McSager? Hall? — Hvað þá? Jú, ég hef verið þar. Hvernig vitið þér það? — Áherzlurnar. Þær eru mjög einkennandi. Það er einnig Öruggt, að faðir yðar valdi einmitt skólann þann. Má ég bjóða yður einn bolla af kaffi? —- Það er það mesta, sem ég get látið eftir yður, sagði Elsa, og rödd hennar lýsti nistandi hatri. Hún gerði enga tilraun til að fylgja frú Waverley eftir fram i eldhúsið, enda hafði hún augsýnilega haft hendur á öllum lyklum. Frú Waverley kom aftur inn i dagstofuna og setti bolla af angandi kaffi á borðið. — Ég vona, að þér afsakið mig andartak. — Gerið yður ekki þá fyrirhöfn að leita að skammbyssunni yðar. Ég er með hana i veskinu mínu. — Að sjálfsögðu, það mátti ég vita. — Já. —• Sykur? — Einn mola, þakk fyrir, — og engan rjóma. — Þarna byrjar andstyggðar- hundurinn aftur. — Hann angrar yður ekki lengi hér eftir. — Sannarlega lítur út fyrir það. Yður hefur sennilega þótt mjög vænt um föður yðar. Finnst yður það einkennilegt, þegar ég segi, að ég hafi dáðst að honum, — dáðst að, — hvað ég vildi segja, — að hinni karimannlegu framkomu hans við réttarhöldin? — Einkennilegt? Já, ákaflega einkennilegt. —• En í sannleika gerði ég það. Getið þér skýrt fyrir mér, livers vegna þér biðuð svona lengi, ung- frú McSager? — Það skal ég gera, en ég veit ekki, bvort þér skiljið mig. — Ég skal reyna. ■— Málefni sem þetta þarf á að halda snöggri livöt, er hafi úrslitatþýðingu, — á sama hátt og Framhald á bls. 29. 26 VIKAN. Enginn hafði nokkru sinni boðið Bill í samkvæmi um borð í skemmtisnekkju. Hann þekkti ekki þannig fólk. Hann hataði þetta fólk — já alla þá, sem tóku Jenny frá honum indælustu stúlkuna sem hann þekkti í Blessing- ham. INS OG margir Englendingar, sem hlotið hafa góða mcnnt- un, hafði Bill Fielding alltaf verið hugsjónamaður. Að vísu hafði mörg hugsjónin fokið út í veður og vind, er hann hafði starfað eitt ár sem blaðamaður út á landi og tvö ár við auglýsingadeild Lamleys-vara, — en það voru aðallega sápa og þvottalögur. Bill var nú tuttugu og fjögra ára, og ekkert hafði enn gerzt, sem svipt hafði hann trúnni á liina miklu ást. Það var ekki svo að skilja, að Bill vænti nokkurs sérstaks í sambandi við þennan fund. Flestir piparsveinar með litla reynslu vita, að stúlkur, sem þeir komast i kynni við fyrir tilverknað annarra, reynast yfirleitt að vera hjólbeinóttar og haldnar minnimáttar- kennd, svo að kvöldið verður báðum til mikilla vonbrigða. í þetta skipti var um frænku Peters Browns að ræða. Peter Brown var einnig starfsmaður í auglýsingadeildinni við verk- smiðju Lamleys, og i hans lilut féll að reka áróður um gervallt landið fyrir nýju þvottaefni, en það var nýjasta framleiðsla verk- smiðjunnar. Á síðustu stundu ákvað svo firmað að senda Peter i verzlunarerindum til Ameríku, svo að það var Bill, er taka varð við starfi hans. Ég lofaði a.ð leita hana uppi, er ég kæmi til Blessingham, sagði Peter. — Hún er yndisleg ung stúlka, og Blessingham — ... Peter eins og hryllti við — ... ég liti á það sem lífstíðarfangelsi, ef ég ætti að lifa það, sem eftir er, í Blessingham. Ég hafði nú hugsað mér að bjóða henni með til London. En þú veizt nú, hvernig því er háttað ... ég hef ekki tíma til þess ... — Er hún lítil og feit með gleraugu? — spurði Bill tor- rygginn. Peter var fínn náungi og fyndinn líka, — oftast á ann- irra kostnað. — Eftir þvi, sem mig minnir, er hún það nú ekki, — sagði Peter og fór undan i flæmingi. — En þær breytast nú oft með aldrinum. Hún er átján ára, og ég sá hana síðast um jólin i fyrra. Bíddu, þangað til þú kemur til Blessingham. Þér mun þykja vænt um að hafa einhvern, sem þú getur hringt til. Blessingham er litill og leiðinlegur bær og ekkert aðlaðandi við hann, húsin óreghileg og loflið fullt af verksmiðjusóti. Bill reyndi bæinn í fyrsja sinn á ísköldu febrúarkvöldi. — Honum var kalt, hann var þreyttur og einmana í ókunnum og óvingjarn- legum bæ. Það er á slíkum döprum stundum, sem maður tekur fyrir hluti, er gcrbreytt geta lífsstefnunni upp frá þvl. Bill hringdi til frænku Peters. Rödd henar var ung og áköf, dálítið feimnisleg. Bill spurði, hvort hún gæti hitt sig fyrir framan aðgöngumiða- söluna á Grandkino — annað kvöld kl. sjö. Það rigndi kvöldið eftir. Bill var kaldur og blautur, þegar hann gekk niður mjóa bakstíginn, er lá niður að kvikmyndahúsinu. Hann iðraðist nú jægar að hafa nokkuð verið að hringja til þess- arar stúlku. Hann hefði heldur átt að fá sér góða bók og hátta. IIví skyldi hann svo sem vera að bjarga slæmri samvizku Peters Browns? Hann fór að hugleiða ýmislegt í fari Peters Browns, sem honum geðjaðist ekki að. — Og indælan málróm, — hann gátu nú margar haft! Drengur hjólaði fram hjá, og þarna stóð stúlka og horfði í búð- arglugga rétt hjá bíóinu. Blaut gangstétin endurspeglaði ljósin frá bíóinu. Fyrir framan aðgöngumiðasöluna i fordyrinu stóð hópur dapurlega útlítandi fólks í biðröð. Það var þá, sem hann lcom auga á hana, — stúlkuna, sem hlaut að vera frænka Peters. Hún stóð fyrir framan nokkur auglýsingaspjöld, þar sem aug- lýstar voru sýningar næstu viku. Hún var lítil og feitlagin, jóðl- aði tyggigúmmí I grið og erg og lífsleiðasvipur á fölu andlitinu. Bill hrökk við. Þessu gat hann ekki komið í framkvæmd. Það var ómögulegt. Ilann var kannski þrjótur, en Blessingham var PRESTURINN OG LAMAÐA STÚLKAN. Framhald af bls. 16. — Hver? Ég? Það var auðheyrt, að henni þótti þetta hlægilegasta fjar- stæða. — Þér imyndið yður einmitt þá fjarstæðu, ,að engum þyki framar vænt um yður og að þér getið ekki verið neinum neitt. Yður finnst sem yður sé algerlega ofaukið í lífinu, og það er þessi fjarstæða, sem veldur lömun yðar og ekkert annað.... Hún hvessti á hann augun, kafrjóð af reiði. — Ég vil komast heim, séra Hart- wig. Biðjið þjóninn að koma inn og sækja mig. Hann bíður mín hér fyrir utan. — Það er dálítið enn, sem ég á ósagt.... — Viljið þér bera mig út í kerruna? — Mér kemur það ekki til hugar .... ekki að svo komnu. Hún leit hjálparvana á hann. — Þér vitið þó, að ég get ekki gengið. — Ég veit, að þér viljiö ékki ganga.. . . Hún starði á hann sem steini lost- in. Svo reyndi hún að stíga í fæt- urna, reikaði áfram nokkur skref, en hneig svo niður. — Þarna sjáið þér sjálf, hrópaði hann og fjötraði hana augnatilliti sínu. I dag genguð Þér nokkur skref, — á morgun fleiri, en þó því aðeins, að þér viljið það sjálf. Nú skal ég kalla á þjóninn.... LÍKIÐ I TJÖRNINNI. Framhald af bls. 7. talað við hann, og þar sem henni virtust hvers kyns afbrigði fjár- hættuspils einkar aulaleg dœgra- stytting, hafði hún aldrei stigið fæti í klúbbinn hans. En þau höfðu Verið vön að kinka kolli hvort til annars, er bilar þeirra mættust á vegum úti. Hún ákvað að sleppa göngu- ferðinni þessa nóttina. Ilún var svo þreytt, að henni var næst skapi að leggjast til hvilu án tafar. Hún skrapp fram í eldliús ti) að fá sér einn kaffibolla í viðbót. Meðan hún var að hella upp á könnuna, varð lienni litið á eldhússdyrnar. Hún var viss um að hafa skilið lykilinn eftir í skráargatinu, en nú var það tómt. Henni fannst það nú enn frekar en áður, að einhver væri að læðast að baki henni. Frú Waverley varð allt í einu hrædd fyrir alvöru. Hún vildi komast á brott frá þessu húsi þegar í stað. Til að draga dul á hræðslu sina og slá skini eðlilegrar athafnar yfir hreyfingar sinar tók frú Wav- erley bollann með sér, er hún fór aftur inn í dagstofuna. Ung, ókunnug stúlka sat í stóln- um hennar. Guð veit, við hverju hún hafði búizt, en áreiðanlega ekki þessu. Ef til vill hafði hún gert ráð fyrir að hitta einhvern flakkarann, en ekki þessa hraustlegu, glæsibúnu, fádæmafölleitu ungu stúlku, er bar greinileg merki góðs uppeldis. Hundurinn upphóf nú söng sinn að nýju. Með hræðilegum næmleika virtist liann gera sér ljóst, að nú væri rétta augnablikið runnið upp. — í sannleika sagt er þetta eitt af þvi fáa, sem fer i taugarnar á mér hérna, sagði frú Waverley, — þetta fáfengilega gól. Eigendur hundsins hljóta að vera mjög harð-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.