Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 13
Beryl telur Mikka trú um, að hún sé píslar- vottur, en Anna sýnir honum fram á hið sanna í málinu... ENGAR GlFURLEGAR TEKJUR. Kitty sat úti á veröndinni og mókti, þegar Cleveland bar þar að. — Mikki kom með einhvern pakka til þín, sagði hún. — Hann lagði hann víst inn á skrifborðið þitt. — Pakka . . . endurtók Cleveland með undrun. Hann hafði ekki átt von á neinum pakka. Hann hafði bú- izt við bréfi eða símskeyti frá um- boðsmanni sinum. Þegar hann hafði athugað pakk- ann og klippt vafninginn sundur, sá hann, að umboðsmaðurinn hafði, fyrir einhverjar óskiljanlegar ástæður, endursent handritið. Það er eitthvað, sem mér hefur sézt yfir að leiðrétta, Framhald í næsta blaði. Beryl tilkynnti honum það með tár- in í augunum, að hann yrði að minnsta kosti að láta sig hafa pen- inga fyrir farinu heim. . . . E’n . . . samt sem áður. . . . — Eg get ekki látið hana lönd og leið, sagði hann. — Það var ég, sem bað hana að giftast mér; fyrir bragðið verður trúlofun okkar að vera i gildi, meðan henni sýnist svo, og á meðan ber ég vitanlega ábyrgð a henni. — En kvænist henni þó ekki, enda þótt hún gerist ekki til að slíta trú- lofuninni? spurði Anna og virti hann fyrir sér, á meða_ hann ígrundaði svarið. — Nei, sennilega ekki, svaraði hann eftir langa þögn, sannfæringarlaust. Hann er kjáni, hugsaði Anna með sér, — en heiiiandi kjáni, heiðarlegur og örlátur, auðunnið herfang, þegar ágjörn og undiríorui kvensnift er annars vegar, eins og þessi Beryl, — öldungis eins og hún hafði sjáií verið auðunnið heríang. . . . Hún hratt hugsuninm frá sér. Þau voru að tala um Beryl, sem var fús að láta Mikka lausan, svo fremi sem hann léti hana hafa fargjaldið heim í lausnarfé. — Heldurðu, að það leysti vandann, ef henni byðist vinna? spurði Anna. — Vinna hér í Brasiliu? Mikki hristi höfuðið. — Hún skilur ekki stakt orð i portúgölsku. Og þar að auki felluj henni ekki skrifstofu- vinna. Hún þráir að vera leikkona; hún hafði einhvern tima smáhlut- verk i farandleikflokki með höndum, en varð svo leið á þvi að verða alltaf að búa á lélegustu gistihúsunum. Hinu siðara gat Anna ákaflega vel trúað, og hið íyrra virtist opna nýjar leiðir. — Hefur hún sæmilega söngrödd? — Já, hún syngur vel. Hann varð undrandi á að heyra sjáifan sig stilla lofinu svo í hóf; einu sinni hafði hon- um fundizt, að aldrei hefði nokkur söngrödd verið fegri í eyrum hans. ■— Annars skil ég ekki, hvernig á því stendur, að ég skuli geta rætt þetta við þig á þennan hátt.1 . . . Anna brosti. — Ætli Það sé ekki vegna þess, að þú veizt, að ég heyrði hvað ykkur fór á milli? En ég tek það fram, að ég stóð ekki á hleri. Og ef þú hefðir ekki komið auga á mig inni í hesthúsinu, mundi ég hafa laumazt í burtu án þess að minnast nokkurn tíma á þetta við þig. — Hún yppti öxlum. Og því er nú einu sinni þann veg farið, að ég þoli ekki að sjá aðra brögðum beitta. Það varð nokkur þögn. — Ég er því feginn, að ég skyldi koma auga á þig, sagði Mikki. 1 rauninni sagði hann þetta ósjálf- rátt, því að þetta var satt. Honum hafði létt við að geta rætt vandamál sin við einhvern. Ekki gat hann rætt þau við Beryl, — ekki heldur við neinn af fjölskyldu sinni, því að mæðgurnar höfðu allar andúð á Beryl og mundu þess vegna hafa knúið hann til að taka skilyrðislaust svari hennar. En það var allt annað að tala um þetta við önnu. — Ég þakka þér fyrir það, hve þú hefur reynzt skilja þetta vel, bætti hann við og varð undrandi, þegar hann sá, að hún roðnaði. — Ef til vill erum við bæði of auðtrúa, mælti hún lágt, en bætti síðan við, áður en honum gafst ráð- rúm til að athuga, hvað hún kynni að meina: — Viltu ekki athuga hóf- inn á Estrellu. Hún stingur við enn. . . VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.