Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 39
húsi — og að faSir hennar yrði aS vinna baki brotnu til þess aS halda öllu i horfinu. FaSir hennar vildi fá sér minna hús, en kona hans vildi þaS ekki. Nei, móSir Jennýjar hefSi ekki tekiS sig vel út i litilli íbúð. — HittiS þér Jennýju aldrei? spurði hún. — Nei, — svaraði hann. — Við erum ekki saman eins og er. Ég fæ ekki staðizt samkeppnina. — Jennýju gengur ágætlega, finnst yður ekki? sagði hún, og í rödd henar var bæði angurblíða og stolt. Og hún bætti við: — Vitið þér, að ég var laglegri en Jenný, þegar ég var á hennar aldri? — Hann saup á teinu og vissi ekki, hvaS segja skyldi. Að sjálfsögðu var hún snot- ur, en Jenný var falleg. — Ég þráði að gerast leikkona, — en ég gifti mig, þegar ég var nitján ára. Einn ungu mannanna, sem gengu á eftir mér i þá daga, er nú mikill og áberandi maður í Viðskiptalifinu. Viðarbútur féll út af arninum, og hann bauðst til að sópa saman mol- unum, glaður yfir tækifæri til þess að komast hjá því að svara henni. Þegar hann settist aftur í sófann, gat hann aftur séð andlit hennar við ljósið frá lampanum. Hún sat og starði út i garðinn með fjarrænu augnaráði. — Allt í einu varð hon- um ljóst, hvers vegna hann gat ekki imyndað sér hana eins fagra og Jennýju. ,ÞaS var óánægjusvipurinn í kringum munninn. Skyldi hann hafa verið, þegar hún giftist? Áreið- anlega ekki. Það var aðeins andartak. Þá brosti móðir Jennýjar og varð aftur elsku- leg. En fyrir Bill var alveg eins og allur unaður væri burtu farinn úr herberginu. Nú hafði það ógeðielld og fráhrindandi áhrif. Hann þráði þá stund, er hann gæti staðið upp og kvatl án þess að móöga hana. — Viljið þér ekki biða, þangað til maðurinn minn kemur heim? spurði hún kurteislega, þegar hann bjóst til að fara. — Ég á að mæta- kl. átta, laug hann. — Um leið og hann ók brott, sá hann hana standa í dyrunum, — konu, sem hafði valið ástina, sjálf- sagt af heilum hug, en hins vegar iðrazt þess alla ævi. Innan stundar mundi maður hennar koma heim með afsökun í svipnum, þar sem hann hafði ekki verið þess umkom- inn að láta í té allt það, sem hún taldi fegurð sína verðskulda. — Ætli eins hefði orðið um hann og Jennýju eftir þrjátíu ára sambúð? Hann minntist einkennilegs svars og svip- brigða Jennýjar, þegar rætt var um ástina. Nú siðastliðiS ár hafði hann oft hugsað um það, að rödd hennar hafði verið hörð og tilfinningalaus, er hún talaði um þetta. Nú skildi hann sannleikann í orðum hennar. Hún hafði elskað hann, en rofið sambandið við hann — ekki siður hans vegna en sjálfrar sín, á meðan hún var ekki viss um, nema hún kynni að líkjast móður sinni. — Þvi að hvernig gat hún verið örugg um sig, þar sem hún þekkti ekkert lífið nema Blessingham og ófullnægjandi samband foreldranna? Hvernig gat hún verið viss um sig, nema hún reyndi allt, sem hún færi á mis við, ef hún hefði gifzt honum? Eins lagleg stúlka og Jenný gat svo sem náð sér í hvern, sem var. Honum fannst likast þvi sem HANN SVALAR ■ ■ ■ ÞORSTANUM HINN ljúffengi svaladrykkur Valash stenzt í hvívetna kröfur Þér öðlist vinsældir með kjördrykknum tyalash ^Valash yðar, enda unninn úr nýjum og ferskum ávöxtum. Valash er vinsæll og hressandi. - Reynið Valash. persónuleiki hans leystist upp. Hvernig var þetta eiginlega með ást hans til Jennýjar, — var hún sönn, eða var hún bara eigingjörn? Var ekki afstaða hennar til ástar- innar miklu heiðarlegri? Hann var fimm árum eldri en hún. En hann hafði ekki beðið. Hann hafði kastað frá sér ást hennar, af þvi að raun- verulegar liugsjónir hans höfðu beðið skipbrot. — HvaS skyldi hún hugsa um hann nú? Eitt ár er lang- ur timi, þegar maður er ungur. Skyldi hún eftir allt saman vera orðin hrifin af Derek? — ÞaS er ekki hægt að setja fram slíkar hugs- anir i símskeyti eða simtali. Ekk- ert yrði gert í málinu fyrir laugar- dag, en þá hafði Bill lokið er- indum sínum i Blessingham og ók aftur til London. Hann lét Jennýju ekki vit fyrir fram, en fór beint til ibúðar hennar og hringdi dyra- bjöllunni. Jenný lauk upp fyrir honum. Hún var klædd svörtum síðbuxum og hafði vafið handklæði um höfuðið. — Bill! — hrópaði hún, og andartak virtist birta yfir andliti hennar, en þó var hann ekki viss um það, og þögn ríkti um stund. — Jenný, sagði hann, er hann loks náði valdi yfir rödd sinni. — Ég vil ekki koma inn, ef einhver er hjá þér. — Hér er enginn, svaraði hún hlæjandi. Eins og þú sérð, var ég að þvo mér um hárið. — Andlits- svipur hennar var vingjarnlegur, eins og henni væri með nokkrum hætti kærkomið að sjá hann. Segja mátti þó, að ekkert sérstakt yrði af honum ráðið. — Komdu inn, og fáSu þér kaffi- sopa. — Þakka. — Hann fylgdist með henni inn. — FáSu þér sæti, sagði hún og tólc af sér handklæðið. Hún kraup fyrir framan ofninn til þess að þerra hárið. — Jæja, hvernig liður þér? — Ég hef fengið launauppbót, sagði hann með sama vingjarnlega raddblænum, er hún hafði notað. — Ég er búinn aS kaupa bíl, — notaðan Austin, en hann gengur ágætlega. Ég er einu ári eldri en þegar við hittumst siðast. Hvernig Framkald á bls. 42. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.