Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 12
$pennnndi 09 skemmti(e0 ástnr- ss0s eftir Pdtribo fenwicU 10. hluti. BRÉFIÐ. Beryl renndi augunum hratt yfir bréfið, sleppti öllu samúðarmasi móð- urinnar, jafnvel fréttunum, til Þess að komast sem fyrst aö þeim kaflan- um, þar sem hún svaraði beiðninni um peningana. En sá kafli varö ekki til þess að veita henni byr undir vængi: — Ég vildi óska, að ég gæti orðið við bón þinni, elsku barnið mitt, og sent Þér peningana fyrir fargjaldinu heim, en ég lét þig hafa minn síðasta skilding, þegar þú varst að fata þig til ferðarinnar, enda þótt ég segði þér það ekki þá, vegna Þess að ég vildi ekki valda þér áhyggjum. Þú varst líka svo hörð á Þvi, að þú yrðir að fá öll þessi fínu og dýru föt, og mig langaði svo til, að þú fengir vilja þínum framgengt, að ég tæmdi sparisjóðsbókina mína ger- samlega. Ég leitaði til hans Johns, frænda þins, en hann segir, að ef Þú viljir ekki giftast Mikka, sé ekki ann- að fyrir þig að gera en fá þér ein- hverja vinnu þarna og spara fyrir fargjaldinu. Þú verður vitanlega að gera þetta upp við sjálfa þig, en væri ég í þínum sporum, mundi ég hugsa mig um tvisvar, áður en ég yfirgæfi þennan duglega pilt. . . Beryl hafði ekki skap í sér til að lesa meira. Titrandi höndum stakk hún bréfinu í tösku sína og veitti þvi svo athygli, að Mikki var að spyrja hana einhvers . —- Hvað gengur að þér? Þú hefur þó vonandi ekki fengið neinar slæmar fréttir ? Bjartur og glaðlegur hlátur henn- ar kom honum að minnsta kosti mjög á óvart. — Slæmar fréttir? Nei, — þvi í ósköpunum heldurðu það? Hann sá, að það mynduðust hörku- drættir við munnvikin og augu henn- ar voru myrk af reiði þrátt fyrir hláturinn. Honum gekk því ekki nema gott til, þegar hann reyndi að fitja upp á ein- hverju samtalsefni. — Hvað er að, Beryl, elskan? Hvers vegna kemstu í Þetta upp- nám? Hefur eitthváð komið fyr)ir móður þina? — Mömmu líöur vel, þakka þér fyrir, svaraði hún, John frænda sömu- leiðis. . . sem sagt, fjölskyldunni líð- ur ljómandi vel. Hún reigsaði fram lijá honum, þangað sem jeppinn stóð. — Við skul- um reyna að koma okkur heim aftur. — En . . . ætlar þú ekki að kaupa eitthvað? —• Ég er hætt við það! Hún reif upp dyrnar. Hún var orðin náföl af reiði, og hún gerði ýmist að kreppa eða rétta hnúana, rétt eins og henni væri ekki sjálfrátt. Mikka var um og ó, þegar hann tók sér sæti við hlið henni. Ekki var auðvelt að fást við Beryl, svona dags daglega. . . en þegar hún nú var i þessum ham. Hann ók þegjandi af stað. Ef hann gerði frekari tilraun til að komast að raun um, hvað amaði að, var ekkert líklegra en hún tapaði gersamlega allri stjórn á sjálfri sér. Færi hann svo að tala um eitthvað annað, átti hann á hættu, að hún ávítaði hann -Ar/un fyrir, að hann léti sér svo sem á sama standa um harma hennar og hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þegar hann kom út á fjallaveginn, ákvað hann því að gera enn eina til- raun: — Ég er hræddur um, að Þú hafir orðið fyrir einhverjum von- brigðum, Beryl, sagði hann lágt. Get ég kannski eitthvað bætt úr því? — Það get ég ekki skilið, svaraði hún kuldalega. Hann reyndi að hafa hemil á skapi sínu. — Ef Þú vildir bara segja mér, hvað þetta er. . . Rétt sem snöggvast datt henni í hug að segja honum það. Henni þótti sem sér mundi verða léttara i skapi, þegar hún hefði tilkynnt honum, hve innilega leið hún væri orðin á hon- um og þessu viðurstyggilega gistihúsi hans og að hún hefði skrifað heim og beðið um peninga fyrir fargjaldinu til baka. En það hefði verið hið sama og að slíta trúlofuninni, — og Þá yrði hún að hverfa frá Monte Paraiso og ætti ekki um annað að velja en freista að fá einhverja vinnu í Rió. Þess vegna hagræddi hún sannleik- anum, eins og henni leizt hyggilegast: — Hvers vegna ætti ég að vera í upp- námi? Mamma er i Lundúnum eins og raunar allir mínir kunningjar, — lifa siðmenningarlífi, skemmta sér, dansa og allt þess háttar, . . . en hér sit ég úti á eyðimörkinni, einangr- uð af fjöllum á allar hliðar. R,ödd hennar titraði. — Ef mig hefði bara órað fyrir því, út í hvað ég var að leggja, Þegar ég. . . — En það vissirðu, Beryl, sagði Mikki. —- Ég skrifaði þér, að Monte 'Paraiso væri uppi í fjöllum og að þaðan væri fjögurra klukkustunda akstur frá Ríó. Hún sneri sér að honum afmynduð af reiði: — Fjórar klukkustundir, það sagðirðu einmitt. E'n þú gleymdir að geta um, hvernig vegurinn var og að ökutækið væri þvílikur skrjóður, að maður væri blár og marinn eftir. Og ekki sagðirðu mér heldur, að þetta gistihús þitt væri hið aumasta hreysi. . . ■—- Það er ekki hreysi, andmælti Mikki, sem ekki leið neinum að tala fyrirlitlega um þessa húseign sína. — Húsið er sterkt og vandað, saman- borið við það, sem gengur og gerist á Englandi. Og ef þú hefðir ekki þurft að leggja tafarlaust af stað heim, mundi ég hafa keypt málningu á það að utan, að minnsta kosti framhlið- ina. Það mundi líta út eins og nýtt á eftir. — Mér stendur á sama, þótt það liti út eins og sjálf Buckinghamhöll. Það er ekki búandi í þvi, Það er svo gamaldags. Hvernig eru vatnsleiðsl- urnar, — eða þessi sísótandi stein- olíulampar? Mikki reyndi eftir megni að tala rólega — Hef ég ekki þegar sagt þér, að ég hafi í hyggju að virkja fossinn? Hæðnishláturinn, sem hún rak upp, var honum sárari en þótt hún hefði rekið honum löðrung. OF LANGT. . . Þau óku þegjandi það, sem eftir var leiðarinnar. Beryl sat við hlið hon- um og kenndi honum um öll sín von- brigði. Mikki ók inn -um garðshliðið, og þegar hann hafði drepið á hreyfl- inum, mælti hann eins rólega og hon- um var unnt: — Heyrðu mig nú, Beryl. . . ekki getum við haldið þessu svona áfram? —• Svona, hvernig? spurði hún og kleif út úr jeppanum. Estrella frýsaði hátt inni í hest- húsinu. — Ösætti og rifrildi, svaraði Mikki. — Ekki rífst ég, svaraði hún. — Það varst Þú, sem krafðist þess að fá að vita, hvað að mér amaði, og þegar þú svo fékkst að vita það, varðstu öskureiður. Þótt hann teldi þetta ekki sann- leikanum samkvæmt, lét hann það eiga sig. — Þú segir, að Þú kunnir illa við þig hérna og að ég hafi blekkt Þig til að koma? — Nú? svaraði hún ögrandi. — Ef svo er, þá er ekkert vit í að halda þessari trúlofun okkar á- fram, sagði hann. Það er ekki eins og við séum komin i hjónabandið. Og viljir þú heldur, að við slítum trúlofuninni. . . Hún stóð grafkyrr og þögul andar- tak. Hann sá það á henni, að hún var að vega eitthvað og meta. — Jæja, mælti hún loks, þú ert þá svona. Fyrst blekkirðu mig til að koma til þín alla þessa löngu leið með því að sverja, að þú elskir mig og viljir fá mig fyrir eiginkonu, en svo ætlarðu að hrekja mig frá þér, þegar þú veizt, að ég stend úrræða- laus og peningalaus uppi þúsund mil- ur að heiman og get ekki snúið mér til nokkurs manns . . . — Þú veizt sjálf, að Þetta er ekki satt. Ég meinti það ekki þannig, svaraði Mikki. — Ég var einungis að hugsa um þig og hamingju þína. Hún leit undan, og hann sá, að varir hennar titruðu. — Það er helzt til seint hugsað, svaraði hún.,— Varst það ekki þú, sem baðst mig hvað eftir annað að giftast þér, þangað til ég lét undan? Og svo sagðir þú mér ekki satt um þetta gistihús þitt, vegna þess að þú taldir vist, að annars mundi ég ekki fást til að koma. — Og þegar ég er komin og kemst ekki einu sinni aftur heim til mömmu minnar, viltu ekkert hafa með mig að gera. . . . Tárin runnu niður vanga henni, og röddin titraði. — En þú skalt ekki losna við mig á þennan hátt. Það læt ég ekki bjóða mér. Þú verður þá að minnsta kosti að láta mig hafa peninga fyrir fargjaldinu heim. . . . Hún stökk kjökrandi heim að hús- inu, áður en hann fékk ráðrúm til að svara. FJÁRKÚGUN — EÐA HVAÐ? Þegar hún var farin, tuldraði Mikki fáein vel valin orð á eftir henni. Hann var að hugsa um að aka jeppanum inn í skúrinn, en kom Þá auga á önnu inni í hesthúsinu hjá Estrellu. — Ég komst ekki undan, mælti hún lágt. — Ég vonaði, að þú sæir mig ekki. Hún var klædd samkvæmt venju í reiðstígvél og reiðbuxur og hvita silkiblússu. Grönn og fjaðurmögnuð eins og álmur, hugsaði Mikki. .. —r- f>etta' var því miður ekki sér- lega skemmtilegt samtal, svaraði hann. Mér þykir fyrir því, að þú skyldir vera neydd til að hlusta á það. Hún svaraði honum ekki bein- línis. En það var glampi i gráum augum hennar, sem hann þóttist ekki hafa séð áður, en svipur hennar bæði undrandi og ávitandi. — Hvers vegna léztu hana slá þig út af laginu? Honum fannst sjálfum einkennilegt, að hann skyldi ekki reiðast svo nær- göngulli spurningu. Ef til vill var það vegna þess, hve rödd Önnu hafði verið ópersónuleg. — Hún hefur að vissu leyti rétt fyrir sér, svaraði hann. — Ég hef valdið henni vonbrigðum. Augnaráð Önnu varð alvarlegt og hugsandi. — Þú átt við, að þú getir ekki gefið henni stórt og glæsilegt gisti- hús í brúðargjöf? — Já, kannski má orða það þannig. — Það er að segja . . . hún heit- batzt ekki Þér, heldur glæsilegu gisti- húsi, sem hún hélt, að Þú ættir. Hann herpti varirnar. — Ekki sagði ég það. — Nei, svaraði hún. — En Beryl sagði það. Hún kvaðst ekki mundu hafa komið hingað, ef hún hefði vit- að, hvernig húsið var. — Já, svaraði Mikki. — En hvort eð er, þá er það mér að kenna, að hún kom hingað. Þess vegna hefur hún rétt til að krefja mig ábyrgðar. — Hún hefur að minnsta kosti ekki neinn rétt á að misnota sér aðstöðu þina, mælti Anna alvarleg. Mikki strauk fingrum gegnum hár- ið og hleypti brúnum. Hann var stað- ráðinn í að halla ekki um of á Beryl. — Þetta er samt mín sök. Vitleysa, sagði Anna með áherzlu. — Ung stúlka heldur, að sér hafi tek- izt að klófesta auðugan mann, en kemst svo að raun um, að hann er það ekki. Og hvað þá? Annaðhvort lætur hún það ekki á sig fá eða hún sleppir öllum tökum, sé hún heiðar- leg. Hún gripur að minnsta kosti ekki til fjárkúgunar, ef hún er það. — Fjárkúgunar? Anna lét hallast upp að jeppanum. — Sagði hún ekki, að þér bæri að láta sig hafa peninga fyrir fargjald- inu heim? Ef Það er ekki fjárkúgun, þá er það að minsta kosti ekki langt fré því ... Og áður en honum gafst tími til andmæla, spurði hún eins blátt áfram: — Ætlarðu enn að gift- ast henni? — Nei, svaraði Mikki. Og um leið og hann heyrði sjálfan sig sleppa orðinu, fannst honum sem skýi væri allt í einu svipt frá sjónum hans og hann gæti nú í fyrsta skipti i háa herrans tíð — séð hlutina skýrt og i réttu ljósi. Hann hafði alltaf reynt að afsaka Beryl, — talið sjálfum sér trú um, að vonbrigði hennar ættu við rök að styðjast og allt mundi komast í lag, þegar sér hefði tekizt að endurbæta gistihúsið. Og hann hafði unnað henni þrátt fyrir ósamkomulagið. Nú var þessu ekki lengur til að dreifa. Róleg og raunhæf skilgreining önnu hafði svipt burt hulunni, og hann komst ékki hjá að horfast í augu við Þær staðreyndir, sem hann hafði snið- gengið hingað tiL 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.