Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 14
'PAedu/Um oQ fan
Nú birtist 4 hluti kvikmyndasögunnar sem verður í sex blöðum og
4. KAFLI.
AÐ var margt um manninn i
veizlunni, sem utanrikismála-
ráðuneytið efndi til í heiðurs-
skyni við ítalska sendifulltrúann Fi-
ori, sem kominn var I opinbera heim-
sókn til Vínarborgar ásamt konu sinni
og dóttur, hinni yndisfögru Ginu.
— Þér ættuð að reyna þessa lifrar-
kæfu, von Steinegg, sagði Duringer
fulltrúi, sem tók vel til matar síns að
vanda og lék á als oddi. — Og hum-
arinn, bætti hann við, hann er dá-
samlegur. .. Annars vil ég ráöleggja
yður að sinna hinum tignu gestum
kkar sem mest. Það lítur út fyrir, að
þér hafið unnið enn einn frægan sig-
ur. .. Þér eruð sannkallað kvenna-
gull, það má nú segja.
Stefán kinkaði kolli annars hugar,
tæmdi kampavínsglas sitt og hélt síð-
an þangað, sem Gína Fiori beið hans,
brosmild og fagnandi.
— Þakka yður fyrir dásamlegt
kvöld, von Steinegg, mælti hún. Ann-
ars hef ég dálitla frétt að segja yð-
ur. Ég vona, að það verði yður þægi-
leg frétt.
— Áreiðanlega, svaraði Stefán. Þér
vekið hjá mér meira en litla eftir-
væntingu.
— Jú, þar sem það er ákveðið, að
þér takið til starfa við sendisveitina
Rómaborg, hefur faðir minn ákveðið
að bjóða yður að verða okkur sam-
ferða þangað — í einkaflugvél okkar.
Það kom áhyggjusvipur á andlit
Stefáns.
— En það er ekki á morgun, held-
ur hinn daginn....
— Já. Er það kannski of skammur
frestur til undirbúnings fyrir yður?
spurði hún, og vonbrigðin yfir hiki
hans leyndu sér ekki í röddinni.
— Það er einmitt það, sem ég er
ekki viss um.
— Þér ættuð að skammast yðar,
sagði hún og hló glettnislega. Og ég,
sem hef haft svo mikið fyrir þvi að
telja föður minn á þetta....
— Er það satt? spurði hann og brá
hendi um mitti hennar. Þá verð ég að
tala við fulltrúann okkar tafarlaust.
Þér afsakið mig eitt andartak.
Hann var ekki fyrr lagður af stað
en móðir Gínu kom til hennar og
mælti lágt: — Ég hef orðið mér úti
um nokkrar upplýsingar um von
Steinegg, góða mín. Og það eru glæsi-
legar upplýsingar, skal ég segja þér.
Hann er ókvæntur og kominn af vel
metnu og auðugu fólki.
Gína hló og hristi höfuðið.
— Þú ert að, mamma, sagði hún.
Mundu nú einhvern tíma, að ég er
ekki orðin nema átján ára. Og ég hef
alls ekki hugsað mér að binda mig
neinum I bráðina......enda þótt ég
verði að viiðurkenna, að mér lízt
ljómandi vel á þennan mann.
Dúringer fulltrúi virti Stefán fyrir
sér með ánægjusvip.
— Jæja, Fiori hefur boðið yður að
verða sér samferða í einkaflugvél
sinni til Rómaborgar? Það er stór-
kostlegt, kæri von Steinegg. Hann
getur reynzt yður einkar þýðingar-
mikill í hinni nýju stöðu yðar.
En Stefán hristi höfuðið.
— Mér þykir það ákaflega leitt, en
ég er tilneyddur að skreppa heim
til Marienthal í vikulokin til að
kveðja ættingja og vini.
Fulltrúinn varð svo ákafur, að við
sjálft lá, að honum svelgdist á kampa-
víninu.
— Kemur ekki til mála, von Stein-
egg, — kemur ekki til mála. Þér hljót-
ið að skilja það, að þér bókstaflega
getið ekki neitað þessu vingjarnlega
boði herra Fioris. Þér verðið fyrst og
fremst að hugsa um embættisframa
yðar, og það er hægur nærri fyrir yð-
ur að skrifa þeim, sem þér þurfið að
kveðja, eða tala við það fólk i síma.
Ég beinlínis krefst þess, að þér takið
boðinu....
Stefán hneigði sig.
— Eins og þér viljið, herra fulltrúi.
Ég skil það, að maður verður að fórna
ýmsu fyrir embættisframann, og, —
honum varð ósjálfrátt litið þangað,
sem Gína Fiori stóð, — á stundum
.. getur manni verið það ljúft.
II NGFRO Eva ók í hjólastól sín-
um fram í eldhús til þess að
ræða um helgarmatinn við ráðs-
konuna.
— Eg legg til, að við höfum steikt-
an kalkún með hindberjum, fyrst von
er á herra von Steinegg, sagði ráðs-
konan.
— Það er ágætt, svaraði Eva.
—• Og svo held ég, að við ættum
að hafa rjómabúðing með ananas 1
eftirmatinn. Það er dálætisréttur
hans.
Síminn hringdi inni í dagstofunni,,
og þær felldu niður talið. Óðalseig-
andinn kallaði:
— Eva, hvar ertu .... Stefán er í
símanum. Hann vill tala við þig.
Ráðskonan hélt opnum eldhúsdyr-
unum, og Eva ók inn í dagstofuna.
<] Þér kunnið bersýnilega ekki aðeins
vel til verka f víngarði drottins,
sagði Eva og brosti. Eruð þér líka
lærður í þaksmíði?
FORSAGA:
Eva, ungfrúin í höllinni í grennd við fjalla-
þorpið í Marienthal, hefur lamazt af slysför-
um, - renndi sér á skíðum niður snarbratta
brekku, þegar hún komst að raun um, að Stef-
án, unnusti hennar, leitaði lags við aðra stúlku,
- og nú getur hún ekki stigið í fæturna. Fræg-
ustu sérfræðingar eru vonlausir um, að hún
megi hljóta bata, en þá gerist það, að ungur
prestur, sem er nýkominn í þorpið, talar í hana
kjark. Stefán, sem hverfur til starfa við sendi-
ráðið í Rómaborg, gerir sér enn vonir um, að
sættir megi takast með þeim Evu.
14 VIKAN