Vikan


Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 14.09.1961, Blaðsíða 43
dóm reynslunnar eru nýtízkuleg létta hússtörfin heimilistækin hafa staðist flugvélar Breta drifu að úr öllum áttum. Beitiskipin Norfolk og Suffolk veittu eftirför sunnudagsnóttina 25. maí, en missu sjónar af Bismardi vegna slæms skyggnis. Voru BismarcK og Prinz Eugen þá um það bil 350 sjómílur suð-suð-austur af syðsta odda Grænlands. Prince of Wales hafði einnig tek- ið þátt í eftirförinni. Um klukkan hálfsjö á laugardagskvöldið komust brezku skipin í námunda við óvinina og sendu þeim kúlnahrið. Var talið, að ein kúlan hefði þá hæft Bismarck. Þá héldu Þjóðverjar um stund til vesturs, en sneru brátt aftur suður á bóginn, en Bretar fylgdu eftir. Sökum dimmviðris misstu Bretar löngum af Þjóðverjum, svo að jafnan ríkti óvissa um, hvar til þeirra sæist eða spyrðist. Brezk flotadeild háfði komið á vettvang frá Skotlandsströndum. Þá lagði Miðjarðarhafsfloti Breta, sem hafði aðsetur í Gíbraltar, af stað og hélt í norðvestur átt. Þá komu enn á þessar slóðir tvö herskip, sem gætt höfðu skipalesta á Atlantshafi. Loks komu flugvélamóðurskipin Victoríus og Ark Royal til móts við flotann. Þegar vart varð við Bismarck og sunnar dró, réðust flugvélar hvað eftir annað að skipinu. Það vakti mikinn fögnuð í Bret- landi, þegar fregnaðist um atför flug- vélanna frá Ark Royal. Laskaðist Bismarck talsvert af sprengjuárásum þeirra. En Þjóðverjar höfðu Þá fyrir skömmu tilkynnt, að þeir hefðu ráð- ið niðurlögum Ark Royal. Af herskipum brezka flotans, sem kom þarna við sögu, má nefna King George V., orrustubeitiskipið Renown, þá beitiskipin Dorsetshire og Rodny, 32 þúsund smálesta, orrustuskipið Ramilles, 29 þúsund smálesta, beiti- skipin Manchester og Birmingham, auk fjölmargra tundurspilla og smærri skipa. Fjöldi flugvéla frá bækistöðvum á íslandi og E'nglandi tóku Þátt í eftir- förinni og árásum á Bismarck. Sunnudaginn 25. mai hvarf Bis- marck sjónum Breta og virtist nú margt benda til Þess, að hann hefði sloppið eftir 36 stunda eltingarleik. Voru Bretar nú harla taugaóstyrk- ir. Að nálega sólarhring liðnum kom flugmaður á Catalinaflugbát auga á hið þýzka stórskip og tilkynnti bráð- lega fund sinn. Létti Bretum við þessar fregnir, og hófst nú innan stundar lokaorrustan. Prinz Eugen var horfinn og frétt,- ist ekki til hans fyrr en nokkrum dögum síðar, en þá var hann í flota- höfninni i Brest í Frakklandi. Hafði hann sloppið úr greipum Breta þrátfc fyrir allar varúðarráðstafanir, og munaði litlu, að svo færi einnig um Bismarck. En það fór á aðra lund. Bismarck umkringdur. Brezki flotinn sveif nú að úr öll- um áttum. Flugvélar frá Ark Royal höfðu haf- ið heiftarlegar árásir á Bismarck, en sumar þeirra mistekist. Eitt flugvéla- tundurskeyti hæfði Bismarck mið- skips, og annað aftarlega á stjórn- borða. Eftir að Bismarck hafði feng- ið þetta skeyti, sigldi hann skyndilega i tvo hringi og hraðinn minnkaði mjög. Stýrisbúnaður mun þá hafa laskast. Það var komið fram á mánudags- nóttina 27. maí. Tundurspillar gerðu nú harða árás á Bismarck. Komu tvö skeyti þeirra í mark og kom upp eldur framarlega á skipinu. Liðsforingi á brezka flotanum segir svo frá síðustu átökunum: — Loks dagaði. Köld skúr, dauf sól, napur norðanvindur og talsverð alda. Við siglum hljóðir um stund, en setjum svo upp hjálmana. Beiti- skipið Norfolk birtist nú á bokborða. Það sendi okkur skeyti og segist sjá óvininn um 12 mílum sunnar. Ég get ekki komið auga á hann, en liðsforingjarnir, sem stýra skotum skipsins hátt uppi í stjórnarturnir.- um, sjá hann. Og allt í einu birtist hann augum okkar, hulinn regnmóðu, eins og eitthvert draugaskip. Skipið sýnist mjög breitt og kemur siglandi beint í flasið á okkur. Þá breytir um vindátt allt í einu og skúrin fer fram hjá okkur. Tovey yfirforingi sér skipið fyrstur og fyr- irskipar að breyta um stefnu. — Þá heyrist ógurlegur hávaði á bakborða. Rodney hefur hafið skothríð með 16 þumlunga fallbyssum sínum, og and- artaki siðar sendir King George V. skothríð úr sínum 14 þumlunga byssum. Ég beini sjónauka að Bismarck. Það er skotið úr fjórum fallbyssum hans. Svo sagði liðsforinginn frá. En hringurinn þrengdist nú um Bismarck og varð innan tíðar séð að hverju stefndi um örlög hans. Bretar töldu, að þeir væru þá búnir að hæfa Bismarck með 20 sprengju- kúlum úr 15 þumlunga fallbyssum, um 300 kúlum úr 8 þumlunga fall- byssum og minni. 3 tundurskeytum frá flugvélum, 2 frá tundurspillum og einu frá orrustuskipi. Vörn Bismarcks var þá þrotin og skipið eins og rjúkandi rúst. Síðasta skotið. Þegar svo var komið, fékk beiti- skipið Dorsetshire fyrirskipun um að senda Bismarck dauðaskeytið. Klukkan rúmlega 11 að morgni 27. mai sendi Dorsetshire þetta skot og hið mikla skip seig í hafsins djúp um 400 sjómílum vestur af flotahöfninni Brest, en þangað hafði verið stefnt. Á Bismarck var 2000 manna áhöfn, en af henni björguðust aðeins um 100 manns. Bismarck hafði farið um 1750 sjómílna leið frá því að sjóorr- ustan hófst og þar til yfir lauk. Bretar höfðu kallað á vettvang ná- lega 100 skip, að því er talið var. Auk Hood misstu Þeir einn tundurspilli og 5 ílugvélar. Undruðust Bretar mjög styrkleika Bismarcks i vörninni. Þetta var haft eftir brezka flota- foringjanum Alexander eftir hildar- leikinn: — Tjón okkar er mikið i missi Hood, en við verðum að álita, að Bismarck hafi verið öflugasta orr- ustuskip heimsins. Mun það iétta okkur stórlega varðgæzluna á Norð- urhöfum, og hefur aukið vald okkar á sjónum, að okkur skyldi heppnast að svipta þýzka flotann þessu skipi. * VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.